Umfjöllun: Þór Akureyri – Grindavík 101-98 | Þórssigur í hörkuleik Karl Jónsson skrifar 7. mars 2021 21:50 Þór Akureyri vann sigur í hörkuleik í kvöld. Vísir/Bára Þór Akureyri lagði Grindavík í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 101-98 í hörku leik. Leikur kvöldsins Það voru tvö særð lið sem mættust á Akureyri í kvöld, heimamenn í Þór eftir stórtap gegn Keflavík í síðustu umferð og Grindvíkingar eftir óvænt tap á heimavelli gegn Hattarmönnum. Það var ljóst frá upphafi að bæði lið voru mætt til að sigra. Einhverjir hefðu búist við skjálfta í gestunum en þeir óku norður í gærkvöldi og gistu frammi í sveit, nánar tiltekið á Lamb Inn í Öngulsstaðahreppi hinum forna. Þeir voru því fjarri látunum sem voru á Reykjanesinu sl. nótt. Ivan Alcolada var frábær í kvöld fyrir Þórsara. Hann skoraði 36 stig og tók 15 fráköst, skilaði 39 framlagspunktum. Ingvi Þór Guðmundsson kom gríðarlega sterkur af bekknum í sínum fyrsta heimaleik og skoraði 19 stig. Dedrick Basile var hálf týndur í fyrri hálfleik en skilaði 15 stigum og 7 stoðsendingum í hús engu að síður. Hjá Grindavík var Dagur Kár Jónsson alveg magnaður. Hann hitti frábærlega og það var hrein unun að fylgjast með kappanum spila í kvöld. Dagur skoraði 24 stig og gaf 4 stoðsendingar, Joonas setti 19 þrátt fyrir villuvandræði og Marshall Nelson sem var bara ekki með í fyrri hálfleik lauk leik með 18 stig. Fyrsti leikhluti hófst með látum, lítið fór fyrir fyrirmyndar varnarleik báðum megin en Dagur Kár var gríðarlega öflugur utan þriggja stiga línunnar. Hinum megin tvídekkuðu Grindvíkingar Ivan Alcolada og leikplan þeirra var skýrt. En það er ekkert auðvelt að eiga við Ivan sem hefur sýnt það í vetur að hann getur líka fundið opna menn út um allan völl. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 26-31 og höfðu Grindvíkingar hitt úr 6 af 10 þriggja stiga körfum sínum. Gestirnir voru áfram funheitir í öðrum leikhluta og þegar 4 mínútur voru búnar af honum voru þeir með 9 stiga forystu 35-44. En þá kom frábært 10 stiga áhlaup Þórsara þar sem Ingvi Þór lék afar vel. Þetta áhlaup neyddi Grindvíkinga í leikhlé og öll stemning Þórsmegin. Það sem eftir lifið hálfleiksins var mikið jafnvægi í leik liðanna og þau skiptust á að hafa forystu. Staðan í hálfleik 53-52. Ólafur Ólafsson hóf seinni hálfeikinn í stað Joonas Jarvelainen sem var kominn með þrjár villur. Óli var settur til höfuðs Ivan Alcolada og ætlaði sannarlega ekki að láta hann gera hlutina auðveldlega. Áfram hélt jafnvægið í leiknum og það var ekki fyrr en Þórsarar náðu litlu áhlaupi sem skilja fór aðeins í sundur. Staðan 80-75 við upphaf fjórða leikhlutans. Þegar fjórði leikhlutinn var hálfnaður voru gestirnir komnir yfir 87-89. Varnir beggja liða voru nú orðnar betri og Marshall Nelson lék frábærlega fyrir Grindvíkinga. Þegar um tvær og hálf mínúta voru eftir var staðan 89-93 fyrir Grindavík en heimamenn gáfu ekkert eftir og jöfnuðu 93-93 þegar 1,46 lifið leiks. Síðustu sekúndurnar voru æsispennandi þar sem Þórsararnir nutu áfram baráttu Ivans Alcolada sem tippaði boltanum ofan í eftir misheppnað sniðskot Dedricks þegar 12 sekúndur lifðu leiks. Í næstu sókn klikkaði Ólafur á þriggja stiga skoti fyrir Grindavík og og Dedrick kláraði leikinn á vítalínunni. Gríðarlega mikilvægur sigur Þórs ekki síst þar sem Hattarmenn töpuðu heima fyrir Stjörnunni. Af hverju vann Þór leikinn? Stutta svarið er Ivan Alcolada, en vissulega lögðu margir aðrir í púkkið. Þórsliðið er komið með mikla breidd og ákaflega gott jafnvægi í sitt lið þar sem Ivan fær boltann niðri á blokkinni og nær að leysa vel úr spilunum ef hann er tvídekkaður. Hverjir stóðu upp úr? Aftur Ivan Alcolada, hann var frábær. Hann gefur liðinu ekki bara tölfræði heldur leggur hann sig 100% fram. Ingvi Þór átti skínandi innkomu og hitt vel. Hjá Grindavík var það Dagur Kár sem var alveg magnaður og Nelson kom síðan til skjalanna í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Eins og hjá flestum liðum gengur illa að hemja Ivan Alcolada undir körfunni. Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu en á endanum gekk það ekki. Hvað gerist næst? Grindvíkingar fá nágranna sína úr Þorlákshöfn í heimsókn á fimmtudaginn á meðan Þórsarar spila við Stjörnuna í Garðabæ á föstudaginn. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla UMF Grindavík Þór Akureyri
Þór Akureyri lagði Grindavík í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 101-98 í hörku leik. Leikur kvöldsins Það voru tvö særð lið sem mættust á Akureyri í kvöld, heimamenn í Þór eftir stórtap gegn Keflavík í síðustu umferð og Grindvíkingar eftir óvænt tap á heimavelli gegn Hattarmönnum. Það var ljóst frá upphafi að bæði lið voru mætt til að sigra. Einhverjir hefðu búist við skjálfta í gestunum en þeir óku norður í gærkvöldi og gistu frammi í sveit, nánar tiltekið á Lamb Inn í Öngulsstaðahreppi hinum forna. Þeir voru því fjarri látunum sem voru á Reykjanesinu sl. nótt. Ivan Alcolada var frábær í kvöld fyrir Þórsara. Hann skoraði 36 stig og tók 15 fráköst, skilaði 39 framlagspunktum. Ingvi Þór Guðmundsson kom gríðarlega sterkur af bekknum í sínum fyrsta heimaleik og skoraði 19 stig. Dedrick Basile var hálf týndur í fyrri hálfleik en skilaði 15 stigum og 7 stoðsendingum í hús engu að síður. Hjá Grindavík var Dagur Kár Jónsson alveg magnaður. Hann hitti frábærlega og það var hrein unun að fylgjast með kappanum spila í kvöld. Dagur skoraði 24 stig og gaf 4 stoðsendingar, Joonas setti 19 þrátt fyrir villuvandræði og Marshall Nelson sem var bara ekki með í fyrri hálfleik lauk leik með 18 stig. Fyrsti leikhluti hófst með látum, lítið fór fyrir fyrirmyndar varnarleik báðum megin en Dagur Kár var gríðarlega öflugur utan þriggja stiga línunnar. Hinum megin tvídekkuðu Grindvíkingar Ivan Alcolada og leikplan þeirra var skýrt. En það er ekkert auðvelt að eiga við Ivan sem hefur sýnt það í vetur að hann getur líka fundið opna menn út um allan völl. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 26-31 og höfðu Grindvíkingar hitt úr 6 af 10 þriggja stiga körfum sínum. Gestirnir voru áfram funheitir í öðrum leikhluta og þegar 4 mínútur voru búnar af honum voru þeir með 9 stiga forystu 35-44. En þá kom frábært 10 stiga áhlaup Þórsara þar sem Ingvi Þór lék afar vel. Þetta áhlaup neyddi Grindvíkinga í leikhlé og öll stemning Þórsmegin. Það sem eftir lifið hálfleiksins var mikið jafnvægi í leik liðanna og þau skiptust á að hafa forystu. Staðan í hálfleik 53-52. Ólafur Ólafsson hóf seinni hálfeikinn í stað Joonas Jarvelainen sem var kominn með þrjár villur. Óli var settur til höfuðs Ivan Alcolada og ætlaði sannarlega ekki að láta hann gera hlutina auðveldlega. Áfram hélt jafnvægið í leiknum og það var ekki fyrr en Þórsarar náðu litlu áhlaupi sem skilja fór aðeins í sundur. Staðan 80-75 við upphaf fjórða leikhlutans. Þegar fjórði leikhlutinn var hálfnaður voru gestirnir komnir yfir 87-89. Varnir beggja liða voru nú orðnar betri og Marshall Nelson lék frábærlega fyrir Grindvíkinga. Þegar um tvær og hálf mínúta voru eftir var staðan 89-93 fyrir Grindavík en heimamenn gáfu ekkert eftir og jöfnuðu 93-93 þegar 1,46 lifið leiks. Síðustu sekúndurnar voru æsispennandi þar sem Þórsararnir nutu áfram baráttu Ivans Alcolada sem tippaði boltanum ofan í eftir misheppnað sniðskot Dedricks þegar 12 sekúndur lifðu leiks. Í næstu sókn klikkaði Ólafur á þriggja stiga skoti fyrir Grindavík og og Dedrick kláraði leikinn á vítalínunni. Gríðarlega mikilvægur sigur Þórs ekki síst þar sem Hattarmenn töpuðu heima fyrir Stjörnunni. Af hverju vann Þór leikinn? Stutta svarið er Ivan Alcolada, en vissulega lögðu margir aðrir í púkkið. Þórsliðið er komið með mikla breidd og ákaflega gott jafnvægi í sitt lið þar sem Ivan fær boltann niðri á blokkinni og nær að leysa vel úr spilunum ef hann er tvídekkaður. Hverjir stóðu upp úr? Aftur Ivan Alcolada, hann var frábær. Hann gefur liðinu ekki bara tölfræði heldur leggur hann sig 100% fram. Ingvi Þór átti skínandi innkomu og hitt vel. Hjá Grindavík var það Dagur Kár sem var alveg magnaður og Nelson kom síðan til skjalanna í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Eins og hjá flestum liðum gengur illa að hemja Ivan Alcolada undir körfunni. Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu en á endanum gekk það ekki. Hvað gerist næst? Grindvíkingar fá nágranna sína úr Þorlákshöfn í heimsókn á fimmtudaginn á meðan Þórsarar spila við Stjörnuna í Garðabæ á föstudaginn. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum