Viðsnúningur í rekstri Íslandspósts sem skilaði 104 milljóna króna hagnaði Eiður Þór Árnason skrifar 5. mars 2021 15:08 Pósturinn hefur farið í gegnum mikla endurskipulagningu á síðustu árum. Vísir/Vilhelm Viðsnúningur var á rekstri Íslandspósts í fyrra sem hagnaðist um 104 milljónir króna samanborið við 511 milljóna króna tap árið 2019. Jókst afkoma félagsins þar með um 615 milljónir króna milli ára en á sama tíma drógust rekstrartekjur saman um 288 milljónir frá 2019 og námu í fyrra 7.457 milljónum króna í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi Íslandspósts sem kynntur var á aðalfundi félagsins í dag. Stöðugildum fækkaði alls um tæp 17 prósent milli ára og voru þau 601 í lok árs samanborið við 721 í árslok 2019. Vaxtaberandi skuldir voru 1.635 milljónir króna en voru 1.953 milljónir króna árið 2018. EBITDA ársins 2020, hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir, var 676 milljónir króna en 266 milljónir króna árið áður. Að breytast úr bréfasendingafyrirtæki í pakkadreifingarfyrirtæki Fram kemur í tilkynningu frá Íslandspósti að árið 2020 hafi verið sveiflukennt og markast af fjölgun innlendra pakkasendinga á sama tíma og erlendum pakkasendingum fækkaði. Covid-19 hafði mikil áhrif á Íslandspóst á árinu, til að mynda á þróun sendinga, afhendingar á pósti og þar með tekjur félagsins. Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, segir í tilkynningu að pökkum haldi áfram að fjölga í kerfi Íslandspósts á sama tíma og bréfasendingum hafi fækkað um 80% frá aldamótum. Fyrirséð sé að sú þróun eigi eftir að halda áfram og hafa mikil áhrif á rekstur félagsins. Hún segir að þrátt fyrir þann góða árangur sem hafi náðst sé félagið ekki komið á lygnan sjó. „Þessar breytingar eru fyrirséðar og hefur mikil vinna farið í að móta og skipuleggja Íslandspóst til framtíðar með þetta í huga. Segja má að fyrirtækið hafi á síðustu árum verið að breytast úr bréfasendingafyrirtæki í pakkadreifingarfyrirtæki,“ stendur í tilkynningu. „Það gerir verkefnið því snúnara að á sama tíma og bréfunum fækkar fjölgar bréfalúgunum. Kostnaður við dreifingarnetið eykst en kröfur um góða þjónustu vaxa. Umhverfi Íslandspósts er því síbreytilegt. Meiri áhersla er nú á stafrænar lausnir, sjálfsafgreiðslu, hraða og nálægð en Íslandspóstur og starfsmenn félagsins leggja mikla áherslu á að mæta þessum nútímakröfum,“ segir Þórhildur Ólöf. Ný lög um póstþjónustu breyti miklu fyrir Íslandspóst Einskiptiskostnaður vegna endurskipulagningar félagsins var 117 milljónir króna á síðasta ári og handbært fé frá rekstri 1.023 milljónir samanborið við 562 milljónir króna árið áður. „Árangur sem þessi er alls ekki sjálfgefinn, endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána hefur létt umtalsvert á félaginu og okkur tókst með samstilltu átaki stjórnar og starfsfólks að bregðast við tekjuminnkun vegna minni inn- og útflutnings. Íslandspóstur er á réttri leið,“ segir Þórhildur. Ný lög um póstþjónustu tóku gildi í byrjun árs sem felldu úr gildi einkarétt Íslandspósts á sendingum á almennum bréfum sem félagið hafði verið með allt frá stofnun félagsins. Þá samþykkti Alþingi að pakkar upp að tíu kílóum að þyngd skyldu vera á sama verði um land allt. „Þetta fyrirkomulag leiddi til þess að Íslandspóstur var í þröngri stöðu varðandi verðlagningu á innlendum pakkasendingum. Íslandspóstur hafði varað við þessu fyrirfram og benti strax á þessa stöðu þegar hún kom upp og telur brýnt að endurskoða viðkomandi lagaákvæði hið fyrsta,“ segir í tilkynningu. Stjórnendur Íslandspósts fagna þó því að Póst- og fjarskiptastofnun hafi í kjölfarið útnefnt Íslandspóst alþjónustuveitanda um allt land til allt að tíu ára. „Þetta var mikilvægur áfangi því stjórnendur hafa lengi þrýst á að alþjónustubyrði félagsins sé viðurkennd og að ríkið greiði fyrir póstþjónustu á óvirkum markaðssvæðum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Pósturinn Tengdar fréttir Birgir hættir sem forstjóri Íslandspósts Birgir Jónsson forstjóri Íslandspósts hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu. 2. nóvember 2020 10:46 Mest ánægja með eldsneytissölu Costco en minnst með þjónustu Póstsins Pósturinn mældist með lægstu einkunn allra fyrirtækja sem tóku þátt í Íslensku ánægjuvoginni í fyrra, eða 56,6 stig af 100. Eldsneytissala Costco var aftur á móti hæst með 85,8 stig og er það í fjórða árið í röð sem viðskiptavinir eldsneytissölunnar mælast þeir ánægðustu á Íslandi með marktækum hætti. 29. janúar 2021 10:18 Öflugur viðsnúningur hjá Íslandspósti Árangurinn af hagræðingu Íslandspósts er að koma í ljós. Útlit fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári eftir stanslaust tap um margra ára skeið. Forstjórinn sér fram á að Íslandspóstur geti byrjað að skila hagnaði þegar búið er að bæta skuldastöðuna. 27. nóvember 2019 07:31 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þetta kemur fram í ársreikningi Íslandspósts sem kynntur var á aðalfundi félagsins í dag. Stöðugildum fækkaði alls um tæp 17 prósent milli ára og voru þau 601 í lok árs samanborið við 721 í árslok 2019. Vaxtaberandi skuldir voru 1.635 milljónir króna en voru 1.953 milljónir króna árið 2018. EBITDA ársins 2020, hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir, var 676 milljónir króna en 266 milljónir króna árið áður. Að breytast úr bréfasendingafyrirtæki í pakkadreifingarfyrirtæki Fram kemur í tilkynningu frá Íslandspósti að árið 2020 hafi verið sveiflukennt og markast af fjölgun innlendra pakkasendinga á sama tíma og erlendum pakkasendingum fækkaði. Covid-19 hafði mikil áhrif á Íslandspóst á árinu, til að mynda á þróun sendinga, afhendingar á pósti og þar með tekjur félagsins. Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, segir í tilkynningu að pökkum haldi áfram að fjölga í kerfi Íslandspósts á sama tíma og bréfasendingum hafi fækkað um 80% frá aldamótum. Fyrirséð sé að sú þróun eigi eftir að halda áfram og hafa mikil áhrif á rekstur félagsins. Hún segir að þrátt fyrir þann góða árangur sem hafi náðst sé félagið ekki komið á lygnan sjó. „Þessar breytingar eru fyrirséðar og hefur mikil vinna farið í að móta og skipuleggja Íslandspóst til framtíðar með þetta í huga. Segja má að fyrirtækið hafi á síðustu árum verið að breytast úr bréfasendingafyrirtæki í pakkadreifingarfyrirtæki,“ stendur í tilkynningu. „Það gerir verkefnið því snúnara að á sama tíma og bréfunum fækkar fjölgar bréfalúgunum. Kostnaður við dreifingarnetið eykst en kröfur um góða þjónustu vaxa. Umhverfi Íslandspósts er því síbreytilegt. Meiri áhersla er nú á stafrænar lausnir, sjálfsafgreiðslu, hraða og nálægð en Íslandspóstur og starfsmenn félagsins leggja mikla áherslu á að mæta þessum nútímakröfum,“ segir Þórhildur Ólöf. Ný lög um póstþjónustu breyti miklu fyrir Íslandspóst Einskiptiskostnaður vegna endurskipulagningar félagsins var 117 milljónir króna á síðasta ári og handbært fé frá rekstri 1.023 milljónir samanborið við 562 milljónir króna árið áður. „Árangur sem þessi er alls ekki sjálfgefinn, endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána hefur létt umtalsvert á félaginu og okkur tókst með samstilltu átaki stjórnar og starfsfólks að bregðast við tekjuminnkun vegna minni inn- og útflutnings. Íslandspóstur er á réttri leið,“ segir Þórhildur. Ný lög um póstþjónustu tóku gildi í byrjun árs sem felldu úr gildi einkarétt Íslandspósts á sendingum á almennum bréfum sem félagið hafði verið með allt frá stofnun félagsins. Þá samþykkti Alþingi að pakkar upp að tíu kílóum að þyngd skyldu vera á sama verði um land allt. „Þetta fyrirkomulag leiddi til þess að Íslandspóstur var í þröngri stöðu varðandi verðlagningu á innlendum pakkasendingum. Íslandspóstur hafði varað við þessu fyrirfram og benti strax á þessa stöðu þegar hún kom upp og telur brýnt að endurskoða viðkomandi lagaákvæði hið fyrsta,“ segir í tilkynningu. Stjórnendur Íslandspósts fagna þó því að Póst- og fjarskiptastofnun hafi í kjölfarið útnefnt Íslandspóst alþjónustuveitanda um allt land til allt að tíu ára. „Þetta var mikilvægur áfangi því stjórnendur hafa lengi þrýst á að alþjónustubyrði félagsins sé viðurkennd og að ríkið greiði fyrir póstþjónustu á óvirkum markaðssvæðum.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Pósturinn Tengdar fréttir Birgir hættir sem forstjóri Íslandspósts Birgir Jónsson forstjóri Íslandspósts hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu. 2. nóvember 2020 10:46 Mest ánægja með eldsneytissölu Costco en minnst með þjónustu Póstsins Pósturinn mældist með lægstu einkunn allra fyrirtækja sem tóku þátt í Íslensku ánægjuvoginni í fyrra, eða 56,6 stig af 100. Eldsneytissala Costco var aftur á móti hæst með 85,8 stig og er það í fjórða árið í röð sem viðskiptavinir eldsneytissölunnar mælast þeir ánægðustu á Íslandi með marktækum hætti. 29. janúar 2021 10:18 Öflugur viðsnúningur hjá Íslandspósti Árangurinn af hagræðingu Íslandspósts er að koma í ljós. Útlit fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári eftir stanslaust tap um margra ára skeið. Forstjórinn sér fram á að Íslandspóstur geti byrjað að skila hagnaði þegar búið er að bæta skuldastöðuna. 27. nóvember 2019 07:31 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Birgir hættir sem forstjóri Íslandspósts Birgir Jónsson forstjóri Íslandspósts hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu. 2. nóvember 2020 10:46
Mest ánægja með eldsneytissölu Costco en minnst með þjónustu Póstsins Pósturinn mældist með lægstu einkunn allra fyrirtækja sem tóku þátt í Íslensku ánægjuvoginni í fyrra, eða 56,6 stig af 100. Eldsneytissala Costco var aftur á móti hæst með 85,8 stig og er það í fjórða árið í röð sem viðskiptavinir eldsneytissölunnar mælast þeir ánægðustu á Íslandi með marktækum hætti. 29. janúar 2021 10:18
Öflugur viðsnúningur hjá Íslandspósti Árangurinn af hagræðingu Íslandspósts er að koma í ljós. Útlit fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári eftir stanslaust tap um margra ára skeið. Forstjórinn sér fram á að Íslandspóstur geti byrjað að skila hagnaði þegar búið er að bæta skuldastöðuna. 27. nóvember 2019 07:31