Umfjöllun: ÍBV - Fram 26-24 | Spenna í Eyjum Anton Ingi Leifsson skrifar 6. mars 2021 17:47 Sunna Jónsdóttir og stöllur taka á móti ÍBV í dag. ÍBV vann tveggja marka sigur, 26-24, er liðin mættust í Vestmannaeyjum í kvöld. Leikurinn var afar kaflaskiptur en heimastúlkur höfðu að endingu betur eftir spennandi endi á leiknum. Það var mikill kraftur í ÍBV í byrjun leiks. Fram skoraði fyrsta mark leiksins en þar á eftir fylgdu fimm mörk ÍBV í röð. Þær voru svo 10-5 yfir eftir tuttugu mínútna leik en þá svaraði Fram með fjórum mörkum í röð. Eins og áður segir var leikurinn afar kaflaskiptur. Liðin skiptust á góðum köflum en ÍBV leiddi með einu marki er liðin gengu til búningsherbergja, 12-11, eftir mistaka fyrri hálfleik. Ef ÍBV byrjaði leikinn vel - þá byrjaði Fram síðari hálfleik skínandi vel. Þær voru komnar þremur mörkum yfir strax í upphafi síðari hálfleiks og ÍBV skoraði sitt fyrsta mark í síðari hálfleik eftir sjö mínútur. Fram var svo skrefi á undan allt þangað til er rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum. ÍBV breytti þá stöðunni úr 19-19 í 22-19 og þá forystu létu þær ekki af hendi þrátt fyrir áhlaup Fram undir lokin. Lokatölur 26-24. Af hverju vann ÍBV? Seigla. Þegar ég horfði á þennan leik fannst mér þetta vera algjör seiglusigur. Á lykil augnablikum í leiknum varði Marta Wawrzynkowska mikilvæg skot og hélt þar af leiðandi ÍBV í forystu. Þær börðust fyrir þessu og að mínu mati mikil seigla í Eyjaliðinu í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var í sérflokki í liði ÍBV og bar sóknarleikinn á baki sér. Hún skoraði að endingu níu mörk. Marta Wawrzynkowska átti eins og áður segir fínan leik í markinu og Ásta Björt Júlíusdóttir bætti við sjö mörkum, þar af fimm úr vítum. Í liði Fram var Ragnheiður Júlíusdóttir markahæst, einu sinni sem oftar, með átta mörk en Lena Margrét Valdimarsdóttir gerði sex. Hvað gekk illa? Það vantaði fleiri til að leggja duglega á vogarskálarnar hjá Fram. Karen Knútsdóttir kom inn undir lokin en Steinunn Björnsdóttir og Unnur Ómarsdóttir gerðu samanlagt þrjú mörk. Þær skila vanalega einhverju nær tugnum í stað þess að vera nær núllinu. Bæði lið glutruðu einnig niður forystu og leikurinn kaflaskiptur - sem kannski vekur einhverjar áhyggjur. Hvað gerist næst? Það eru þrjár umferðir eftir af deildarkeppninni. Fram er í öðru sætinu með sextán stig en ÍBV í því fjórða með þrettán. Fram á eftir að spila við Stjörnuna, FH og svo KA/Þór í síðustu umferðinni á meðan ÍBV spilar við Hauka, Stjörnuna og FH. Olís-deild kvenna Fram ÍBV
ÍBV vann tveggja marka sigur, 26-24, er liðin mættust í Vestmannaeyjum í kvöld. Leikurinn var afar kaflaskiptur en heimastúlkur höfðu að endingu betur eftir spennandi endi á leiknum. Það var mikill kraftur í ÍBV í byrjun leiks. Fram skoraði fyrsta mark leiksins en þar á eftir fylgdu fimm mörk ÍBV í röð. Þær voru svo 10-5 yfir eftir tuttugu mínútna leik en þá svaraði Fram með fjórum mörkum í röð. Eins og áður segir var leikurinn afar kaflaskiptur. Liðin skiptust á góðum köflum en ÍBV leiddi með einu marki er liðin gengu til búningsherbergja, 12-11, eftir mistaka fyrri hálfleik. Ef ÍBV byrjaði leikinn vel - þá byrjaði Fram síðari hálfleik skínandi vel. Þær voru komnar þremur mörkum yfir strax í upphafi síðari hálfleiks og ÍBV skoraði sitt fyrsta mark í síðari hálfleik eftir sjö mínútur. Fram var svo skrefi á undan allt þangað til er rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum. ÍBV breytti þá stöðunni úr 19-19 í 22-19 og þá forystu létu þær ekki af hendi þrátt fyrir áhlaup Fram undir lokin. Lokatölur 26-24. Af hverju vann ÍBV? Seigla. Þegar ég horfði á þennan leik fannst mér þetta vera algjör seiglusigur. Á lykil augnablikum í leiknum varði Marta Wawrzynkowska mikilvæg skot og hélt þar af leiðandi ÍBV í forystu. Þær börðust fyrir þessu og að mínu mati mikil seigla í Eyjaliðinu í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var í sérflokki í liði ÍBV og bar sóknarleikinn á baki sér. Hún skoraði að endingu níu mörk. Marta Wawrzynkowska átti eins og áður segir fínan leik í markinu og Ásta Björt Júlíusdóttir bætti við sjö mörkum, þar af fimm úr vítum. Í liði Fram var Ragnheiður Júlíusdóttir markahæst, einu sinni sem oftar, með átta mörk en Lena Margrét Valdimarsdóttir gerði sex. Hvað gekk illa? Það vantaði fleiri til að leggja duglega á vogarskálarnar hjá Fram. Karen Knútsdóttir kom inn undir lokin en Steinunn Björnsdóttir og Unnur Ómarsdóttir gerðu samanlagt þrjú mörk. Þær skila vanalega einhverju nær tugnum í stað þess að vera nær núllinu. Bæði lið glutruðu einnig niður forystu og leikurinn kaflaskiptur - sem kannski vekur einhverjar áhyggjur. Hvað gerist næst? Það eru þrjár umferðir eftir af deildarkeppninni. Fram er í öðru sætinu með sextán stig en ÍBV í því fjórða með þrettán. Fram á eftir að spila við Stjörnuna, FH og svo KA/Þór í síðustu umferðinni á meðan ÍBV spilar við Hauka, Stjörnuna og FH.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti