Aftonbladet vitnar reyndar í vefsíðuna Footballdirekt. Samkvæmt heimildum vefsíðunnar er talið öruggt að hinn 39 ára Zlatan verði í landsliðshópnum sem valinn verður fyrir komandi verkenfi. Þar mun Svíþjóð mæta Georgíu og Kósóvó í undankeppni HM sem og liðið mætir Eistlandi í æfingaleik.
Orðrómar þess efnis að Zlatan muni leika aftur fyrir sænska landsliðið hafa verið háværir undanfarið en hvorki leikmaðurinn né Janne Andersson, landsliðsþjálfari Svía hafa staðfest orðróminn.
JUST NU: Zlatan Ibrahimovic tillbaka i svenska landslaget, enligt Fotbolldirekt https://t.co/get4gxSL69
— Aftonbladet (@Aftonbladet) March 6, 2021
Stefan Pettersson, framkvæmdastjóri sænska landsliðsins, segir það í höndunum á Janne að velja hópinn og hann verði birtur þann 18. mars.
Zlatan - sem er nú í herbúðum AC Milan á Ítalíu, í annað sinn á ferlinum - á alls að baki 116 leiki fyrir Svíþjóð. Í þeim skoraði hann 62 mörk. Það má fastlega reikna með því að leikirnir, og mörkin, verði fleiri, ef hann verður í hópnum þann 18. mars.