Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Frettir-hadegis_1080x720

Bæjarstjóri í Grindavík segir rafmagnsleysið í gærkvöldi óviðunandi á viðkvæmum tímum fyrir íbúa Grindavíkur. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar en bæjarstjóri hyggst funda um málið með HS Veitum á mánudaginn.

Ríflega þúsund jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá því á miðnætti, en sá stærsti var 3,7 að stærð rúmlega fjögur í nótt.

Þá segjum við einnig frá því að mjög alvarlegur hrossasjúkdómur hefur komið fram í Evrópu, sem valdið hefur dauða fjölda hrossa og miklum veikindum.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×