„Ekki boðlegt að vera ekki með aðstæður fyrir fólk svo sómi sé af“ Kristín Ólafsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 6. mars 2021 15:31 Víðir Reynisson segir að mun meira af sínum tíma fari nú í að sinna jarðhræringunum á Reykjanesskaga en heimsfaraldrinum. Vísir/Vilhelm Ekki munu fást upplýsingar um Covid-smittölur um helgar frá og með þessari helgi. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir þessa ákvörðun endurspegla góða stöðu á faraldrinum innanlands og tími hafi verið kominn til að gefa tölfræðiteyminu helgarfrí. Enn greinist fólk þó smitað á landamærum og þá hefur hingað til þurft að vísa sjö einstaklingum úr landi, sem ekki gátu framvísað tilskildum Covid-prófum eða öðrum pappírum. Unnið er að því að útbúa sérstakt svæði á Keflavíkurflugvelli fyrir þá einstaklinga sem þarf að vísa úr landi vegna þessa en fáar flugferðir gera það að verkum að þó nokkur tími getur liðið þangað til fólk kemst úr landinu. „Vonandi verður það tekið í gagnið í vikunni, þetta snýst bara um það að geta boðið mannsæmandi aðstæður á meðan fólk er að bíða eftir því að fara til baka. Það er auðvitað ekki boðlegt að vera ekki með aðstæður fyrir fólk svo sómi sé af,“ segir Víðir. Sjá verðmæti í opnu samfélagi Víði líður ekki eins og fólk sé orðið kærulausara gagnvart sóttvarnaráðstöfunum nú þegar faraldurinn er í lágmarki. „Mér finnst bara almennt að þrátt fyrir að staðan sé góð að við séum bara öll samtaka í því að reyna að halda henni þannig. Ég held að menn upplifi það, svona horfandi í kringum sig, að þetta séu ákveðin verðmæti og mjög verðmæt staða að geta þó verið með þetta opið samfélag. Okkar tilfinning er bara að fólk sé áfram á fullu með í þessu.“ Dregið hefur úr tilkynningum um möguleg sóttvarnarbrot á síðustu vikum. „Það náttúrulega tengist því að mjög mikið af þessum tilkynningum sneru að fjöldatakmörkunum og núna þegar fjöldatakmörkin eru orðin fimmtíu þá eiga flestir mjög auðvelt með að fara eftir þeim og þetta hefur bara verið að ganga mjög vel finnst okkur.“ Smitrakningarteymið komið úr níutíu í fjóra Fjórir eru nú vakt hjá smitrakningarteyminu hverju sinni en níutíu manns voru í teyminu þegar mest lét sem sinnir sömuleiðis verkefnum í tengslum við landamærin. Víðir segir að staðan sé góð á landamærunum og langflestir sem komi til landsins geti framvísað neikvæðu PCR-prófi líkt og gert er krafa um. Þó sé eitthvað um að fólk framvísi niðurstöðum sem uppfylli ekki skilyrði stjórnvalda, til að mynda úr svokölluðum hraðprófum sem ekki eru tekin gild hér á landi. Borið hefur á auknum kröfum um frekari afléttingar á sóttvarnaaðgerðum hér á landi að undanförnu nú þegar það er orðin undantekning að ný smit greinist innanlands. Núverandi reglur gilda til og með 17. mars. „Auðvitað bíða margir spenntir eftir því hvað næsta reglugerð felur í skauti sér. Hvort hún felur í sér einhverjar tilslakanir verður bara að koma í ljós, Þórólfur er að meta það og fer í það í komandi viku,“ segir Víðir en langstærstur hluti vinnutíma hans fer nú í að sinna jarðhræringunum á Reykjanesskaga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Engar Covid-tölur um helgar Ekki munu fást upplýsingar um Covid-smittölur um helgar frá og með þessari helgi. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. 6. mars 2021 10:18 Enginn greindist með veiruna innanlands sjötta daginn í röð Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, sjötta daginn í röð. 5. mars 2021 11:02 Telur ekki að lengja eigi tíma milli bólusetninga svo sem flestir fái fyrri sprautu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki að lengja ætti tíma milli bólusetninga við Covid-19 hjá fólki svo hægt sé að gefa sem flestum hér á landi fyrri sprautu bóluefnis. 2. mars 2021 21:19 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Unnið er að því að útbúa sérstakt svæði á Keflavíkurflugvelli fyrir þá einstaklinga sem þarf að vísa úr landi vegna þessa en fáar flugferðir gera það að verkum að þó nokkur tími getur liðið þangað til fólk kemst úr landinu. „Vonandi verður það tekið í gagnið í vikunni, þetta snýst bara um það að geta boðið mannsæmandi aðstæður á meðan fólk er að bíða eftir því að fara til baka. Það er auðvitað ekki boðlegt að vera ekki með aðstæður fyrir fólk svo sómi sé af,“ segir Víðir. Sjá verðmæti í opnu samfélagi Víði líður ekki eins og fólk sé orðið kærulausara gagnvart sóttvarnaráðstöfunum nú þegar faraldurinn er í lágmarki. „Mér finnst bara almennt að þrátt fyrir að staðan sé góð að við séum bara öll samtaka í því að reyna að halda henni þannig. Ég held að menn upplifi það, svona horfandi í kringum sig, að þetta séu ákveðin verðmæti og mjög verðmæt staða að geta þó verið með þetta opið samfélag. Okkar tilfinning er bara að fólk sé áfram á fullu með í þessu.“ Dregið hefur úr tilkynningum um möguleg sóttvarnarbrot á síðustu vikum. „Það náttúrulega tengist því að mjög mikið af þessum tilkynningum sneru að fjöldatakmörkunum og núna þegar fjöldatakmörkin eru orðin fimmtíu þá eiga flestir mjög auðvelt með að fara eftir þeim og þetta hefur bara verið að ganga mjög vel finnst okkur.“ Smitrakningarteymið komið úr níutíu í fjóra Fjórir eru nú vakt hjá smitrakningarteyminu hverju sinni en níutíu manns voru í teyminu þegar mest lét sem sinnir sömuleiðis verkefnum í tengslum við landamærin. Víðir segir að staðan sé góð á landamærunum og langflestir sem komi til landsins geti framvísað neikvæðu PCR-prófi líkt og gert er krafa um. Þó sé eitthvað um að fólk framvísi niðurstöðum sem uppfylli ekki skilyrði stjórnvalda, til að mynda úr svokölluðum hraðprófum sem ekki eru tekin gild hér á landi. Borið hefur á auknum kröfum um frekari afléttingar á sóttvarnaaðgerðum hér á landi að undanförnu nú þegar það er orðin undantekning að ný smit greinist innanlands. Núverandi reglur gilda til og með 17. mars. „Auðvitað bíða margir spenntir eftir því hvað næsta reglugerð felur í skauti sér. Hvort hún felur í sér einhverjar tilslakanir verður bara að koma í ljós, Þórólfur er að meta það og fer í það í komandi viku,“ segir Víðir en langstærstur hluti vinnutíma hans fer nú í að sinna jarðhræringunum á Reykjanesskaga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Engar Covid-tölur um helgar Ekki munu fást upplýsingar um Covid-smittölur um helgar frá og með þessari helgi. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. 6. mars 2021 10:18 Enginn greindist með veiruna innanlands sjötta daginn í röð Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, sjötta daginn í röð. 5. mars 2021 11:02 Telur ekki að lengja eigi tíma milli bólusetninga svo sem flestir fái fyrri sprautu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki að lengja ætti tíma milli bólusetninga við Covid-19 hjá fólki svo hægt sé að gefa sem flestum hér á landi fyrri sprautu bóluefnis. 2. mars 2021 21:19 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Engar Covid-tölur um helgar Ekki munu fást upplýsingar um Covid-smittölur um helgar frá og með þessari helgi. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. 6. mars 2021 10:18
Enginn greindist með veiruna innanlands sjötta daginn í röð Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, sjötta daginn í röð. 5. mars 2021 11:02
Telur ekki að lengja eigi tíma milli bólusetninga svo sem flestir fái fyrri sprautu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki að lengja ætti tíma milli bólusetninga við Covid-19 hjá fólki svo hægt sé að gefa sem flestum hér á landi fyrri sprautu bóluefnis. 2. mars 2021 21:19