Ljósleiðarar og þjóðaröryggi Ólafur Ísleifsson skrifar 7. mars 2021 09:01 Fyrr í mánuðinum skilaði starfshópur skýrslu til utanríkisráðherra um málefni ljósleiðara. Öryggi fjarskipta er grundvallaratriði í öryggi og vörnum hvers ríkis. Í skýrslunni er minnt á að öryggi íslenskra fjarskiptakerfa hefur áhrif á öryggi vina- og bandalagsríkja. Mikilvægi fjarskipta gerir ljósleiðaramál að þjóðaröryggismáli. Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn Fyrirhugað er að ráðstafa tveimur ljósleiðaraþráðum af þremur í streng umhverfis landið. NATO-stengur þessi var lagður fyrir um 30 árum til að þjóna ratsjárstöðvum á öllum landshornum. Ætlunin er að bjóða þessa þræði út og snúast tillögur starfshópsins einkum um aðferð við það. Mikilvæg stoð í starfsemi Atlantshafsbandalagsins lýtur að netöryggi og öryggi lykilinnviða. Öryggi raforku- og fjarskiptakerfa eru þar á meðal. Sæstrengir líkt og ljósleiðarakerfin á landi gegna lykilhlutverki í fjarskiptum og gagnaflutningum milli bandalagsríkja. Ísland er mikilvægur hlekkur í samstarfi og samskiptum bandalagsríkjanna. Netöryggi og þjóðaröryggi Á leiðtogafundi í Varsjá í júlí 2016 gerðu bandalagsríkin samþykkt um netöryggi þar sem ríkin skuldbinda sig til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að efla varnir innviða og netkerfa. Áhersla var lögð á að fjarskipta- og netkerfi geti staðið af sér hættuástand og að forgangsaðgangur stjórnvalda á hættutímum sé tryggt. Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafa eflt samráð sín í milli um utanríkis-, öryggis- og varnarmál, þar á meðal hernaðarlegt og borgaralegt öryggi. Varnaðarorð varaforseta Bandaríkjanna Aukin áhersla á fjarskipta- og netöryggi endurspeglast í viðbrögðum einstaka ríkja. Bandaríkin leggja mjög upp úr öryggi 5G-kerfa. Kom þetta glöggt fram á blaðamannafundi Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna við Höfða í Íslandsheimsókn hans í september 2019 þegar hann varaði eindregið við viðskiptum við kínverska fyrirtækið Huawei í þessum efnum. Þýskaland gerir æ ríkari kröfur um innkomu þriðju ríkja inn á þýskan fjarskiptamarkað. Hér eru uppi öryggis- og varnarsjónarmið um upplýsingar og mikilvægi þess að tryggja öryggi lykilinnviða. Sömu sögu er að segja af öðrum Evrópuríkjum, svo sem Frakklandi og Bretlandi. Þetta á einnig við um okkar nánustu vinaríki á Norðurlöndunum. Nú þegar hafa Danmörk, Noregur og nú síðast Svíþjóð valið að nota búnað frá nánum bandalagsþjóðum í uppbyggingu 5G-farneta. Í öllum tilfellum var ákvörðunin grundvölluð á þjóðaröryggissjónarmiðum. Huawei Albert Jónsson fyrrum sendiherra og öryggisráðgjafi segir í nýlegri ritgerð á vefsíðu sinni að bæði Bandaríkin og Kína hafi beitt sér gagnvart ríkjum í Evrópu og víðar í Huawei-málinu. Huawei hefur náð mikilli útbreiðslu í heiminum en Kínverjar virðast standa höllum fæti hvað það varðar í ýmsum Evrópuríkjum. Nokkur þeirra hafa þegar hafnað samstarfi við Huawei, önnur sett ýmis skilyrði fyrir samstarfi. Flokkurinn og ríkið Segir Albert að sumar evrópskar ríkisstjórnir beri fyrir sig tengsl fyrirtækisins við kínversk stjórnvöld en fyrirtækinu beri samkvæmt sérstökum kínverskum lögum að láta stjórnvöldum Kína í té upplýsingar úr fjarskiptakerfum fyrirtækisins væri þess krafist. Þetta eru lög sem munu eiga almennt við kínversk fyrirtæki og eru um starfsemi leyniþjónustu og um gagnnjósnir. Þessi ríki segir Albert horfa jafnframt til þess hvers eðlis stjórnvaldið er í Kína, hvernig það hvílir á einræði kommúnistaflokksins og tilheyrandi lögregluríki. Náin tengsl við stjórnvöld Leyniþjónustur ýmissa Evrópuríkja hafa mælt gegn samvinnu við fyrirtækið, bent á fyrrgreind lög um skyldur kínverskra fyrirtækja gagnvart Kínastjórn. Segir Albert þær hafi almennt varað við Kína, stjórnvöldum þess og fyrirtækjum vegna iðnaðarnjósna, hugverkaþjófnaðar og vegna netöryggis. Mikilvægt fyrir þjóðaröryggi Mikilvægt er að þegar kemur að ákvörðunum sem lúta að net- og fjarskiptaöryggi stöndum við Íslendingar þétt með bandalagsþjóðum okkar í Atlantshafsbandalaginu og vinaþjóðum okkar á Norðurlöndum. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í mánuðinum skilaði starfshópur skýrslu til utanríkisráðherra um málefni ljósleiðara. Öryggi fjarskipta er grundvallaratriði í öryggi og vörnum hvers ríkis. Í skýrslunni er minnt á að öryggi íslenskra fjarskiptakerfa hefur áhrif á öryggi vina- og bandalagsríkja. Mikilvægi fjarskipta gerir ljósleiðaramál að þjóðaröryggismáli. Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn Fyrirhugað er að ráðstafa tveimur ljósleiðaraþráðum af þremur í streng umhverfis landið. NATO-stengur þessi var lagður fyrir um 30 árum til að þjóna ratsjárstöðvum á öllum landshornum. Ætlunin er að bjóða þessa þræði út og snúast tillögur starfshópsins einkum um aðferð við það. Mikilvæg stoð í starfsemi Atlantshafsbandalagsins lýtur að netöryggi og öryggi lykilinnviða. Öryggi raforku- og fjarskiptakerfa eru þar á meðal. Sæstrengir líkt og ljósleiðarakerfin á landi gegna lykilhlutverki í fjarskiptum og gagnaflutningum milli bandalagsríkja. Ísland er mikilvægur hlekkur í samstarfi og samskiptum bandalagsríkjanna. Netöryggi og þjóðaröryggi Á leiðtogafundi í Varsjá í júlí 2016 gerðu bandalagsríkin samþykkt um netöryggi þar sem ríkin skuldbinda sig til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að efla varnir innviða og netkerfa. Áhersla var lögð á að fjarskipta- og netkerfi geti staðið af sér hættuástand og að forgangsaðgangur stjórnvalda á hættutímum sé tryggt. Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafa eflt samráð sín í milli um utanríkis-, öryggis- og varnarmál, þar á meðal hernaðarlegt og borgaralegt öryggi. Varnaðarorð varaforseta Bandaríkjanna Aukin áhersla á fjarskipta- og netöryggi endurspeglast í viðbrögðum einstaka ríkja. Bandaríkin leggja mjög upp úr öryggi 5G-kerfa. Kom þetta glöggt fram á blaðamannafundi Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna við Höfða í Íslandsheimsókn hans í september 2019 þegar hann varaði eindregið við viðskiptum við kínverska fyrirtækið Huawei í þessum efnum. Þýskaland gerir æ ríkari kröfur um innkomu þriðju ríkja inn á þýskan fjarskiptamarkað. Hér eru uppi öryggis- og varnarsjónarmið um upplýsingar og mikilvægi þess að tryggja öryggi lykilinnviða. Sömu sögu er að segja af öðrum Evrópuríkjum, svo sem Frakklandi og Bretlandi. Þetta á einnig við um okkar nánustu vinaríki á Norðurlöndunum. Nú þegar hafa Danmörk, Noregur og nú síðast Svíþjóð valið að nota búnað frá nánum bandalagsþjóðum í uppbyggingu 5G-farneta. Í öllum tilfellum var ákvörðunin grundvölluð á þjóðaröryggissjónarmiðum. Huawei Albert Jónsson fyrrum sendiherra og öryggisráðgjafi segir í nýlegri ritgerð á vefsíðu sinni að bæði Bandaríkin og Kína hafi beitt sér gagnvart ríkjum í Evrópu og víðar í Huawei-málinu. Huawei hefur náð mikilli útbreiðslu í heiminum en Kínverjar virðast standa höllum fæti hvað það varðar í ýmsum Evrópuríkjum. Nokkur þeirra hafa þegar hafnað samstarfi við Huawei, önnur sett ýmis skilyrði fyrir samstarfi. Flokkurinn og ríkið Segir Albert að sumar evrópskar ríkisstjórnir beri fyrir sig tengsl fyrirtækisins við kínversk stjórnvöld en fyrirtækinu beri samkvæmt sérstökum kínverskum lögum að láta stjórnvöldum Kína í té upplýsingar úr fjarskiptakerfum fyrirtækisins væri þess krafist. Þetta eru lög sem munu eiga almennt við kínversk fyrirtæki og eru um starfsemi leyniþjónustu og um gagnnjósnir. Þessi ríki segir Albert horfa jafnframt til þess hvers eðlis stjórnvaldið er í Kína, hvernig það hvílir á einræði kommúnistaflokksins og tilheyrandi lögregluríki. Náin tengsl við stjórnvöld Leyniþjónustur ýmissa Evrópuríkja hafa mælt gegn samvinnu við fyrirtækið, bent á fyrrgreind lög um skyldur kínverskra fyrirtækja gagnvart Kínastjórn. Segir Albert þær hafi almennt varað við Kína, stjórnvöldum þess og fyrirtækjum vegna iðnaðarnjósna, hugverkaþjófnaðar og vegna netöryggis. Mikilvægt fyrir þjóðaröryggi Mikilvægt er að þegar kemur að ákvörðunum sem lúta að net- og fjarskiptaöryggi stöndum við Íslendingar þétt með bandalagsþjóðum okkar í Atlantshafsbandalaginu og vinaþjóðum okkar á Norðurlöndum. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun