Lífið

Danir völdu framlag til Eurovision sem verður flutt á dönsku

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Fyr & Flamme munu flytja framlag Dana í Eurovision 2021. 
Fyr & Flamme munu flytja framlag Dana í Eurovision 2021.  EPA/MARTIN SYLVEST/DENMARK OUT

Dúettinn Fyr & Flamme mun flytja framlag Dana í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í vor. Dúettinn flutti lagið Øve os på hinanden í úrslitaþætti dönsku söngvakeppninnar Melodi Grand Prix í gærkvöldi sem stóð uppi sem sigurlag keppninnar en lagið hlaut 37% greiddra atkvæða.

Sveitin hefur gefið það út að hún hyggist flytja lagið á dönsku í aðalkeppni Eurovision sem fram fer í Rotterdam í maí. Síðast var framlag Dana í keppninni flutt á móðurmálinu árið 1997. DR greinir frá.

Lagið er samið af Laurits Emanuel sem skipar dúettinn ásamt Jesper Groth, sem er leikari og þekktur sjónvarpsmaður í Danmörku. Laurits hefur jafnframt verið aðalsöngvari hljómsveitarinnar The Grenadines í mörg ár.

Það er diskó og húmor sem einkennir lagið og flutning þess á sviði en sjá má framlag Dana til Eurovision 2021 í spilaranum hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.