Segir mögulegt hópsmit í uppsiglingu og jafnvel ný bylgja Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. mars 2021 17:16 Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi almannavarna í dag. Almannavarnir Hópsmit covid-19 er mögulega í uppsiglingu innanlands af völdum breska afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna og embættis sóttvarnalæknis í dag. Grunur er um að tvö innanlandssmit sem upp komu á síðustu dögum megi rekja til sameiginlegs snertiflatar í stigagangi fjölbýlishúss. Þórólfur segir að á næstu sólarhringum muni fást skýrari mynd af ástandinu og þá muni koma í ljóst hvort ástæða sé til að grípa til harðari aðgerða. Boðað var til fundarins eftir að tveir einstaklingar greindust innanlands sem voru utan sóttkvíar á síðustu tveimur dögum. Annar hinna smituðu er starfsmaður Landspítala. „Okkur þótti ástæða til að koma og greina ítarlega frá þessu máli,“ sagði Þórólfur við upphaf fundarins. „Hópsmit er mögulega í uppsiglingu af völdum breska afbrigðisins,“ sagði Þórólfur. Grunur er um að báðir hinna smituðu hafi með óbeinum hætti smitast af veirunni í gegnum einstakling sem kom til landsins 26. febrúar. Viðkomandi var með neikvætt PCR-próf og greindist neikvæður fyrir veirunni í fyrstu skimun á landamærum við komuna til landsins. Hann greindist hins vegar jákvæður í seinni skimun fimm dögum síðar. Þórólfur segir að ekki sé grunur um að viðkomandi hafi brotið reglur um sóttkví. Hins vegar sé grunur um að hinir tveir hafi hugsanlega sýkst í gegnum sameiginlega snertifleti. Fólkið býr í sama fjölbýlishúsi við sama stigagang. „Á meðan sóttkví stóð virðist vera sem hann hafi náð að smita tvo,“ sagði Þórólfur sem ítrekar að ekki sé grunur um að viðkomandi hafi brotið reglur um sóttkví. Þetta sýni aftur á móti hversu mjög smitandi afbrigðið sé. Þarf lítið til að koma af stað nýrri bylgju Þessir tveir sem greindust um helgina gætu hafa smitað nokkurn fjölda manna bæði innan Landspítalans og á tónleikum í Hörpu á föstudag að því er fram kom í máli Þórólfs. Mikil rakningarvinna hefur verið í gangi um helgina og eru nokkrir tugir komnir í sóttkví. „Það þarf lítið að koma til, til að koma af stað nýrri hrinu og jafnvel nýjrri bylgju,“ sagði Þórólfur. „Við munum reyna allt sem við getum til að koma í veg fyrir umrætt smit.“ Hann hvatti þá sem sóttu tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar í Hörpu á föstudagskvöldið til að fara í skimun á morgun sem skipulögð hefur verið sérstaklega fyrir þá sem sóttu tónleikana. Fólk beðið að halda sig til hlés þar til niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir. Þórólfur sagði ástæðu til að bregðast hratt við og að hafa varann á, jafnvel þótt vel hafi gengið á síðustu vikum. Fólk er beðið um að fara í sýnatöku við minnstu einkenni og mæta ekki til vinnu eða á samkomur ef það er með einhver einkenni. Þá hvatti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn til hófstilltrar umræðu. Það smitist enginn eða reyni að smita aðra viljandi. Allir þurfi að hjálpast að, sýna tillitssemi og huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Þórólfur segir að á næstu sólarhringum muni fást skýrari mynd af ástandinu og þá muni koma í ljóst hvort ástæða sé til að grípa til harðari aðgerða. Boðað var til fundarins eftir að tveir einstaklingar greindust innanlands sem voru utan sóttkvíar á síðustu tveimur dögum. Annar hinna smituðu er starfsmaður Landspítala. „Okkur þótti ástæða til að koma og greina ítarlega frá þessu máli,“ sagði Þórólfur við upphaf fundarins. „Hópsmit er mögulega í uppsiglingu af völdum breska afbrigðisins,“ sagði Þórólfur. Grunur er um að báðir hinna smituðu hafi með óbeinum hætti smitast af veirunni í gegnum einstakling sem kom til landsins 26. febrúar. Viðkomandi var með neikvætt PCR-próf og greindist neikvæður fyrir veirunni í fyrstu skimun á landamærum við komuna til landsins. Hann greindist hins vegar jákvæður í seinni skimun fimm dögum síðar. Þórólfur segir að ekki sé grunur um að viðkomandi hafi brotið reglur um sóttkví. Hins vegar sé grunur um að hinir tveir hafi hugsanlega sýkst í gegnum sameiginlega snertifleti. Fólkið býr í sama fjölbýlishúsi við sama stigagang. „Á meðan sóttkví stóð virðist vera sem hann hafi náð að smita tvo,“ sagði Þórólfur sem ítrekar að ekki sé grunur um að viðkomandi hafi brotið reglur um sóttkví. Þetta sýni aftur á móti hversu mjög smitandi afbrigðið sé. Þarf lítið til að koma af stað nýrri bylgju Þessir tveir sem greindust um helgina gætu hafa smitað nokkurn fjölda manna bæði innan Landspítalans og á tónleikum í Hörpu á föstudag að því er fram kom í máli Þórólfs. Mikil rakningarvinna hefur verið í gangi um helgina og eru nokkrir tugir komnir í sóttkví. „Það þarf lítið að koma til, til að koma af stað nýrri hrinu og jafnvel nýjrri bylgju,“ sagði Þórólfur. „Við munum reyna allt sem við getum til að koma í veg fyrir umrætt smit.“ Hann hvatti þá sem sóttu tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar í Hörpu á föstudagskvöldið til að fara í skimun á morgun sem skipulögð hefur verið sérstaklega fyrir þá sem sóttu tónleikana. Fólk beðið að halda sig til hlés þar til niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir. Þórólfur sagði ástæðu til að bregðast hratt við og að hafa varann á, jafnvel þótt vel hafi gengið á síðustu vikum. Fólk er beðið um að fara í sýnatöku við minnstu einkenni og mæta ekki til vinnu eða á samkomur ef það er með einhver einkenni. Þá hvatti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn til hófstilltrar umræðu. Það smitist enginn eða reyni að smita aðra viljandi. Allir þurfi að hjálpast að, sýna tillitssemi og huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira