Innlent

Þor­björg á­fram for­maður Sam­takanna '78

Sylvía Hall skrifar
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna '78.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna '78. Vísir

Þorbjörg Þorvaldsdóttir var í dag kjörinn formaður Samtakanna '78 í þriðja sinn. Þorbjörg tók við formennsku árið 2019 af Maríu Helgu Guðmundsdóttur sem hafði verið formaður frá árinu 2016.

Kosningarnar fóru fram með rafrænum hætti að þessu sinni en Þorbjörg greindi frá niðurstöðunni á Facebook í kvöld. Hún þakkaði félagsfólki traustið og segir það vera forréttindi að fá að halda áfram að vinna fyrir hinsegin fólk á Íslandi.

„Í ár eru Alþingiskosningar og ég hlakka alveg sérstaklega til að fylgjast með því hvaða frambjóðendur láta sig réttindi hinsegin fólks varða. Það er okkur mikilvægt að stjórnmálafólk sýni stuðning sinn í verki, enda er hinsegin fólk í öllum flokkum og í öllum lögum samfélagsins,“ skrifar Þorbjörg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×