Óttinn við samkeppni Starri Reynisson skrifar 8. mars 2021 12:00 Litlum brugghúsum verður leyft að selja vörur sínar á framleiðslustað verði fyrirliggjandi frumvarp um breytingar á áfengislögum samþykkt. ÁTVR hefur gefið út langa umsögn um frumvarpið þar sem fullyrt er að þessi smávægilega breyting höggvi stórt skarð í rekstur ríkisfyrirtækisins og valdi forsendubresti í rekstri þess. Sú umsögn er í besta falli hlægileg. Brugghúsin sem uppfylla skilyrði frumvarpsins eru 25 talsins og samanlagður hlutur þeirra af álagningu áfengisgjalds á síðasta ári var um 4%. Mörg þessara 25 brugghúsa eru staðsett á landsbyggðinni, og þarf af allnokkur ekki í nágrenni við verslanir ÁTVR. Einörð varðstaða ÁTVR um einokunarstöðu sína og sá mikli ótti við samkeppni sem endurspeglast í umræddri umsögn fyrirtækisins vekur áleitnar spurningar um framtíð þess og erindi. Standi einokunarrekstur ÁTVR það veikt að svo smávægileg breyting valdi forsendubresti hans hlýtur það að gefa tilefni til að endurskoða rekstur og jafnvel tilvist fyrirtækisins. Umhverfi áfengissölu á Íslandi er ósköp forneskjulegt. Umrætt frumvarp dómsmálaráðherra er lítið skref í framfaraátt. Upprunaleg mynd frumvarpsins gekk þó lengra og heimilaði innlenda netverslun með áfengi, þannig að íslenskir söluaðilar stæðu jafnfætis erlendum. Það hefði verið annað lítið framfaraskref, en ráðherrann féll frá því til að friðþægja íhaldsöflin innan stjórnarflokkana. Í flestum löndum í kringum okkur er smásala áfengis frjáls. Það er breyting sem við ættum að ráðast í. Sú breyting myndi gera fólki kleift að versla áfengi samhliða öðrum heimilisinnkaupum, eykur þannig lífsgæði og dregur úr bæði ferðatíma og almennri umferð. Það myndi líka styrkja rekstrargrundvöll bæði áfengissölu og matvöruverslanna, sérstaklega á landsbyggðinni, og búa til möguleika á ýmiskonar skemmtilegum sérvöruverslunum. Þá skapar samkeppnin hvata til að huga að hagkvæmni og hágæðaþjónustu sem eru ekki til staðar í einokunarumhverfi. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur Viðreisn verið sá flokkur sem talar skýrast fyrir því að þetta stóra skref verði tekið. Afnám á banni við áfengisauglýsingum væri annað stórt heillaskref sem gott væri að taka. Nýjasta auglýsingaherferð Thule undir slagorðinu “Thule bruggar léttbjór bara til að auglýsa” sýnir vel fram á fáránleika bannsins. Erlend tímarit þar sem áfengisauglýsingar blasa gjarnan við eru til sölu víða um land og þá eiga þær einnig til að dúkka upp á samfélagsmiðlum. Það myndi hjálpa brugghúsum mjög fengju þau að njóta jafnræðis við erlenda samkeppnisaðila þegar kemur að auglýsingum, en á sama tíma gæti það aukið auglýsingatekjur innlendra fjölmiðla og þannig verið liður í að bæta rekstrargrundvöll þeirra. Viðhorf ÁTVR gagnvart aukinni samkeppni í smásölu og bersýnilegur ótti við hana vekur líka upp spurningar um skoðanir fyrirtækisins á börum og skemmtistöðum. Það er ekki úr vegi að reikna með því að lokanir síðustu mánaða hafi skilað sér í auknum tekjum til ÁTVR. Mun fyrirtækið beita sér fyrir áframhaldandi takmörkunum á opnunartíma skemmtistaða á sama hátt og það beitir sér gegn annarri samkeppni? Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Samkeppnismál Áfengi og tóbak Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Sjá meira
Litlum brugghúsum verður leyft að selja vörur sínar á framleiðslustað verði fyrirliggjandi frumvarp um breytingar á áfengislögum samþykkt. ÁTVR hefur gefið út langa umsögn um frumvarpið þar sem fullyrt er að þessi smávægilega breyting höggvi stórt skarð í rekstur ríkisfyrirtækisins og valdi forsendubresti í rekstri þess. Sú umsögn er í besta falli hlægileg. Brugghúsin sem uppfylla skilyrði frumvarpsins eru 25 talsins og samanlagður hlutur þeirra af álagningu áfengisgjalds á síðasta ári var um 4%. Mörg þessara 25 brugghúsa eru staðsett á landsbyggðinni, og þarf af allnokkur ekki í nágrenni við verslanir ÁTVR. Einörð varðstaða ÁTVR um einokunarstöðu sína og sá mikli ótti við samkeppni sem endurspeglast í umræddri umsögn fyrirtækisins vekur áleitnar spurningar um framtíð þess og erindi. Standi einokunarrekstur ÁTVR það veikt að svo smávægileg breyting valdi forsendubresti hans hlýtur það að gefa tilefni til að endurskoða rekstur og jafnvel tilvist fyrirtækisins. Umhverfi áfengissölu á Íslandi er ósköp forneskjulegt. Umrætt frumvarp dómsmálaráðherra er lítið skref í framfaraátt. Upprunaleg mynd frumvarpsins gekk þó lengra og heimilaði innlenda netverslun með áfengi, þannig að íslenskir söluaðilar stæðu jafnfætis erlendum. Það hefði verið annað lítið framfaraskref, en ráðherrann féll frá því til að friðþægja íhaldsöflin innan stjórnarflokkana. Í flestum löndum í kringum okkur er smásala áfengis frjáls. Það er breyting sem við ættum að ráðast í. Sú breyting myndi gera fólki kleift að versla áfengi samhliða öðrum heimilisinnkaupum, eykur þannig lífsgæði og dregur úr bæði ferðatíma og almennri umferð. Það myndi líka styrkja rekstrargrundvöll bæði áfengissölu og matvöruverslanna, sérstaklega á landsbyggðinni, og búa til möguleika á ýmiskonar skemmtilegum sérvöruverslunum. Þá skapar samkeppnin hvata til að huga að hagkvæmni og hágæðaþjónustu sem eru ekki til staðar í einokunarumhverfi. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur Viðreisn verið sá flokkur sem talar skýrast fyrir því að þetta stóra skref verði tekið. Afnám á banni við áfengisauglýsingum væri annað stórt heillaskref sem gott væri að taka. Nýjasta auglýsingaherferð Thule undir slagorðinu “Thule bruggar léttbjór bara til að auglýsa” sýnir vel fram á fáránleika bannsins. Erlend tímarit þar sem áfengisauglýsingar blasa gjarnan við eru til sölu víða um land og þá eiga þær einnig til að dúkka upp á samfélagsmiðlum. Það myndi hjálpa brugghúsum mjög fengju þau að njóta jafnræðis við erlenda samkeppnisaðila þegar kemur að auglýsingum, en á sama tíma gæti það aukið auglýsingatekjur innlendra fjölmiðla og þannig verið liður í að bæta rekstrargrundvöll þeirra. Viðhorf ÁTVR gagnvart aukinni samkeppni í smásölu og bersýnilegur ótti við hana vekur líka upp spurningar um skoðanir fyrirtækisins á börum og skemmtistöðum. Það er ekki úr vegi að reikna með því að lokanir síðustu mánaða hafi skilað sér í auknum tekjum til ÁTVR. Mun fyrirtækið beita sér fyrir áframhaldandi takmörkunum á opnunartíma skemmtistaða á sama hátt og það beitir sér gegn annarri samkeppni? Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar