Fögnuðu Fjöruverðlaunum í Höfða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2021 14:56 Frá verðlaunaafhendingunni við Höfða í dag. Verðlaunahafar fengu verðlaunagripi gerða af listakonunni Koggu. Vísir/Egill Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi, voru afhent við hátíðlega athöfn í dag á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Verðlaunin í ár hlutu: Í flokki fagurbókmennta: Hetjusögur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur (Benedikt bókaútgáfa) Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis: Konur sem kjósa: Aldarsaga eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur (Sögufélag) Í flokki barna- og unglingabókmennta: Iðunn & afi pönk eftir Gerði Kristnýju (Mál og menning) Þetta er í fimmtánda sinn sem Fjöruverðlaunin eru veitt og í sjöunda sinn frá því að borgarstjóri Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, gerðist verndari verðlaunanna. Rökstuðning dómnefnda má sjá hér að neðan. Hetjusögur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur (Benedikt bókaútgáfa) Hetjusögur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur er ljóðabálkur sem geymir afar frumlega endurvinnslu á ritinu Íslenskar ljósmæður sem kom út á sjöunda áratug síðustu aldar. Þær hundrað ljósmæður sem þar segir frá ganga í endurnýjun lífdaga í ljóðum Kristínar Svövu. Það er sem opnist gátt inn í horfinn tíma þaðan sem streyma lýsingar af hetjudáðum þessara ljósmæðra sem létu hvorki ófærð né veðurofsa hamla för sinni. Ennfremur er hin góða, fórnfúsa kona dregin mjög skýrum dráttum. Kristín Svava minnir okkur á hvaðan við komum og við hvað fólk mátti stríða í þessu landi, ekki síst konur. Hún sækir í orðfæri fyrrnefndrar bókar og finnur því nýstárlegan búning. Þessi meðferð á efninu er afar vel heppnuð og skilar sér í margslungnum og mögnuðum texta. Konur sem kjósa: Aldarsaga eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur (Sögufélag) Konur sem kjósa er aldarsaga íslenskra kvenna sem fullgildra borgara. Í gegnum ellefu sneiðmyndir af íslensku samfélagi, afmarkaðar við eitt kosningaár á hverjum áratug frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt, fær lesandinn djúpa og marglaga innsýn í veröld íslenskra kvenna. Höfundar skyggnast bak við mýtuna um að íslenskar konur séu fegurstar og sjálfstæðastar allra kvenna og taka til umfjöllunar hvernig lagalegt og félagslegt jafnrétti kynjanna þróaðist á Íslandi. Fjallað er um hvernig konur sigruðust á þeim hindrunum sem blöstu við, til dæmis baráttuna um launajafnrétti, lífeyri eða aðgengi að salernisaðstöðu á vinnustöðum. Í þessari mikilvægu bók um sögu íslenskra kvenna stígur fram margradda kór sem er vissulega ekki sammála um allt, en er þó samstíga í baráttunni fyrir iðkun borgararéttinda. Iðunn & afi pönk eftir Gerði Kristnýju (Mál og menning) Iðunn & afi pönk lýsir veröld ellefu ára stelpu í Mosfellsbæ. Atburðarásin hverfist um afa hennar, dularfullt reiðhjólshvarf og grunsamlegar stelpur í hverfinu. Ekki er allt sem sýnist, ekki pönkið heldur. Trú afa á frelsi og umburðalyndi fólks gagnvart sjálfu sér og öðrum, eflir Iðunni og á erindi við lesendur. Gerður Kristný skrifar af leikandi húmor, með skáldlegri hrynjandi og smitandi ást á tungumálinu. Eftirfarandi konur sitja í dómnefnd Fjöruverðlaunanna 2021: Fagurbókmenntir: Elín Björk Jóhannsdóttir, bókmenntafræðingur Jóna Guðbjörg Torfadóttir, framhaldsskólakennari Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur Fræðibækur og rit almenns eðlis: Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, sagnfræðingur Sóley Björk Guðmundsdóttir, þjóðfræðingur og blaðamaður Sigrún Helga Lund, tölfræðingur Barna- og unglingabókmenntir: Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, lektor í íslensku Guðrún Jóhannsdóttir, bókmenntafræðingur Hildur Ýr Ísberg, íslensku- og bókmenntafræðingur Bókmenntir Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Verðlaunin í ár hlutu: Í flokki fagurbókmennta: Hetjusögur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur (Benedikt bókaútgáfa) Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis: Konur sem kjósa: Aldarsaga eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur (Sögufélag) Í flokki barna- og unglingabókmennta: Iðunn & afi pönk eftir Gerði Kristnýju (Mál og menning) Þetta er í fimmtánda sinn sem Fjöruverðlaunin eru veitt og í sjöunda sinn frá því að borgarstjóri Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, gerðist verndari verðlaunanna. Rökstuðning dómnefnda má sjá hér að neðan. Hetjusögur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur (Benedikt bókaútgáfa) Hetjusögur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur er ljóðabálkur sem geymir afar frumlega endurvinnslu á ritinu Íslenskar ljósmæður sem kom út á sjöunda áratug síðustu aldar. Þær hundrað ljósmæður sem þar segir frá ganga í endurnýjun lífdaga í ljóðum Kristínar Svövu. Það er sem opnist gátt inn í horfinn tíma þaðan sem streyma lýsingar af hetjudáðum þessara ljósmæðra sem létu hvorki ófærð né veðurofsa hamla för sinni. Ennfremur er hin góða, fórnfúsa kona dregin mjög skýrum dráttum. Kristín Svava minnir okkur á hvaðan við komum og við hvað fólk mátti stríða í þessu landi, ekki síst konur. Hún sækir í orðfæri fyrrnefndrar bókar og finnur því nýstárlegan búning. Þessi meðferð á efninu er afar vel heppnuð og skilar sér í margslungnum og mögnuðum texta. Konur sem kjósa: Aldarsaga eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur (Sögufélag) Konur sem kjósa er aldarsaga íslenskra kvenna sem fullgildra borgara. Í gegnum ellefu sneiðmyndir af íslensku samfélagi, afmarkaðar við eitt kosningaár á hverjum áratug frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt, fær lesandinn djúpa og marglaga innsýn í veröld íslenskra kvenna. Höfundar skyggnast bak við mýtuna um að íslenskar konur séu fegurstar og sjálfstæðastar allra kvenna og taka til umfjöllunar hvernig lagalegt og félagslegt jafnrétti kynjanna þróaðist á Íslandi. Fjallað er um hvernig konur sigruðust á þeim hindrunum sem blöstu við, til dæmis baráttuna um launajafnrétti, lífeyri eða aðgengi að salernisaðstöðu á vinnustöðum. Í þessari mikilvægu bók um sögu íslenskra kvenna stígur fram margradda kór sem er vissulega ekki sammála um allt, en er þó samstíga í baráttunni fyrir iðkun borgararéttinda. Iðunn & afi pönk eftir Gerði Kristnýju (Mál og menning) Iðunn & afi pönk lýsir veröld ellefu ára stelpu í Mosfellsbæ. Atburðarásin hverfist um afa hennar, dularfullt reiðhjólshvarf og grunsamlegar stelpur í hverfinu. Ekki er allt sem sýnist, ekki pönkið heldur. Trú afa á frelsi og umburðalyndi fólks gagnvart sjálfu sér og öðrum, eflir Iðunni og á erindi við lesendur. Gerður Kristný skrifar af leikandi húmor, með skáldlegri hrynjandi og smitandi ást á tungumálinu. Eftirfarandi konur sitja í dómnefnd Fjöruverðlaunanna 2021: Fagurbókmenntir: Elín Björk Jóhannsdóttir, bókmenntafræðingur Jóna Guðbjörg Torfadóttir, framhaldsskólakennari Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur Fræðibækur og rit almenns eðlis: Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, sagnfræðingur Sóley Björk Guðmundsdóttir, þjóðfræðingur og blaðamaður Sigrún Helga Lund, tölfræðingur Barna- og unglingabókmenntir: Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, lektor í íslensku Guðrún Jóhannsdóttir, bókmenntafræðingur Hildur Ýr Ísberg, íslensku- og bókmenntafræðingur
Bókmenntir Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira