Segir réttarkerfið hér á landi ekki henta fyrir ofbeldismál gegn konum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. mars 2021 12:35 Frá fundi þrettán kvenna- og jafnréttissamtaka í dag. Vísir/Sigurjón Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. Níu konur hafa ákveðið að kæra Íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu en kynferðisbrotamál sem þær höfðu kært hér á landi voru annað hvort felld niður hjá saksóknara eða rannsókn hjá lögreglu hætt. Með kærunni er krafist réttlátrar málsmeðferðar og krafa til einkalífs virt. Konurnar sem kært hafa mál sín til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) höfðu allar kært kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi eða kynbundið áreiti til lögreglu en mál þeirra voru felld niður eftir rannsókn sem var staðfest af ríkissaksóknara. Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. Lögmaður kvennanna níu segir að ríkið hafa brugðist skyldum sínum á kerfisbundin hátt, svipt konur rétti til réttlátrar málsmeðferðar og brotið gegn rétti kvenna til einkalífs.Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta segir kærurnar hafa verið lagðar fram í Mannréttindadómstólnum hver í sínu lagi. „Nú er búið að senda níu mál til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þau eru öll send sem einstök mál vegna þess að MDE tekur ekki á móti hópmálsóknum en við erum að vísa í sömu greinar Mannréttindasáttmálans í þessum málum og erum að fara yfir sömu brotalamirnar þannig að vonandi verða þau tekin fyrir saman ef það er hægt. Þau eru núna hjá dómstólnum og bíða eftir því að komast að,“ segir Steinunn.Í tilkynningu segir að einungis um 17% nauðgunarmála fari fyrir dómstól og að 13% endi með sakfellingu. „Miðað við þær tölur sem að við höfum þá sjáum við að um 70-85% af þeim málum sem eru tilkynnt til lögreglu um ofbeldisbrot gegn konum eru felld niður einhversstaðar í ferlinu. Þetta geta verið þá nokkrir tugir eða hátt í nokkur hundruð mál á ári,“ segir Steinunn. Steinunn segir að hægt sé að gera úrbætur strax. „Við höfum auðvitað ýtt við ríkisvaldinu í fjöldamörg ár um réttakerfið og að það ferli sem þar viðgengst henti ekki sérstaklega vel fyrir ofbeldismál gegn konum. Við höfum ekki fengið viðbrögð við þessu enn sem komið er en við köllum nú eftir viðbrögðum frá ríkinu og lögðum fram kröfur þrettán kvenna- og jafnréttissamtaka í dag og við viljum endilega fá viðbrögð ríkisins við því. Það er margt hægt að gera til þess að bæta málsmeðferðina í þessum málaflokki,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mannréttindadómstóll Evrópu Félagasamtök Tengdar fréttir Stígamót ákveða að kæra niðurfelld kynferðisbrotamál til mannréttindadómstólsins Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð. 23. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Níu konur hafa ákveðið að kæra Íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu en kynferðisbrotamál sem þær höfðu kært hér á landi voru annað hvort felld niður hjá saksóknara eða rannsókn hjá lögreglu hætt. Með kærunni er krafist réttlátrar málsmeðferðar og krafa til einkalífs virt. Konurnar sem kært hafa mál sín til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) höfðu allar kært kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi eða kynbundið áreiti til lögreglu en mál þeirra voru felld niður eftir rannsókn sem var staðfest af ríkissaksóknara. Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. Lögmaður kvennanna níu segir að ríkið hafa brugðist skyldum sínum á kerfisbundin hátt, svipt konur rétti til réttlátrar málsmeðferðar og brotið gegn rétti kvenna til einkalífs.Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta segir kærurnar hafa verið lagðar fram í Mannréttindadómstólnum hver í sínu lagi. „Nú er búið að senda níu mál til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þau eru öll send sem einstök mál vegna þess að MDE tekur ekki á móti hópmálsóknum en við erum að vísa í sömu greinar Mannréttindasáttmálans í þessum málum og erum að fara yfir sömu brotalamirnar þannig að vonandi verða þau tekin fyrir saman ef það er hægt. Þau eru núna hjá dómstólnum og bíða eftir því að komast að,“ segir Steinunn.Í tilkynningu segir að einungis um 17% nauðgunarmála fari fyrir dómstól og að 13% endi með sakfellingu. „Miðað við þær tölur sem að við höfum þá sjáum við að um 70-85% af þeim málum sem eru tilkynnt til lögreglu um ofbeldisbrot gegn konum eru felld niður einhversstaðar í ferlinu. Þetta geta verið þá nokkrir tugir eða hátt í nokkur hundruð mál á ári,“ segir Steinunn. Steinunn segir að hægt sé að gera úrbætur strax. „Við höfum auðvitað ýtt við ríkisvaldinu í fjöldamörg ár um réttakerfið og að það ferli sem þar viðgengst henti ekki sérstaklega vel fyrir ofbeldismál gegn konum. Við höfum ekki fengið viðbrögð við þessu enn sem komið er en við köllum nú eftir viðbrögðum frá ríkinu og lögðum fram kröfur þrettán kvenna- og jafnréttissamtaka í dag og við viljum endilega fá viðbrögð ríkisins við því. Það er margt hægt að gera til þess að bæta málsmeðferðina í þessum málaflokki,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta.
Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mannréttindadómstóll Evrópu Félagasamtök Tengdar fréttir Stígamót ákveða að kæra niðurfelld kynferðisbrotamál til mannréttindadómstólsins Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð. 23. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Stígamót ákveða að kæra niðurfelld kynferðisbrotamál til mannréttindadómstólsins Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð. 23. ágúst 2019 18:30