Ekki einn af þeim hundrað bestu í heimi í fyrsta sinn síðan 1993 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2021 15:31 Phil Mickelson hefur ekki verið að spila vel á þessu ári. Getty/Carmen Mandato Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson er ekki lengur meðal hundrað efstu á heimslistanum í golfi og það eru söguleg tímamót. Mickelson hafði fram að nýjasta listanum verið inn á topp hundrað síðan árið eða síðan að hann vann International tournament sem var hans annar sigur á PGA-móti. Mickelson var búinn að vera meðal hundrað bestu í heimi samfellt í 1425 vikur eða í næstum því þrjá áratugi. Mickelson tók ekki þátt í Arnold Palmer Invitational mótinu um helgina og er nú dottinn niður í 101. sæti á listanum. For the first time since 1993, Phil Mickelson is outside the top 100 of the Official World Golf Ranking. https://t.co/Qur8J8FCuK— Golfweek (@golfweek) March 8, 2021 Hinn fimmtugi Mickelson hóf árið í 66. sæti listans en hefur ekki spilað vel á árinu 2021. Hann er búinn að taka þátt í fjórum mótum, náði tvisvar sinnum ekki niðurskurðinum og endaði í 53. sæti á hinum tveimur mótunum. Mickelson hefur alls unnið 55 mót á PGA-mótaröðinni, fimm risamót og er þegar kominn inn í heiðurshöll golfsins. Phil Mickelson out of the top 100 for the first time since August 1993, when world rankings included: 1. Faldo 2. Norman 3. Langer 22. Seve 28. Tom Watson 57. Craig Stadler 67. David Feherty 75. John Daly (cc @RyanLavnerGC @RexHoggardGC)https://t.co/eC2BXj3iWh pic.twitter.com/28nzvvONiO— Nick Zaccardi (@nzaccardi) March 8, 2021 Mickelson komst inn á topp hundrað sumarið 1993 en náði hæst í annað sæti heimslistans. Tiger Woods sá til þess að Mickelson komst aldrei á toppinn því Phil var í öðru sæti eftir Tiger í 270 vikur. Mickelson vann síðast mót árið 2019 en það var á AT&T Pebble Beach National Pro-Am mótinu. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Mickelson hafði fram að nýjasta listanum verið inn á topp hundrað síðan árið eða síðan að hann vann International tournament sem var hans annar sigur á PGA-móti. Mickelson var búinn að vera meðal hundrað bestu í heimi samfellt í 1425 vikur eða í næstum því þrjá áratugi. Mickelson tók ekki þátt í Arnold Palmer Invitational mótinu um helgina og er nú dottinn niður í 101. sæti á listanum. For the first time since 1993, Phil Mickelson is outside the top 100 of the Official World Golf Ranking. https://t.co/Qur8J8FCuK— Golfweek (@golfweek) March 8, 2021 Hinn fimmtugi Mickelson hóf árið í 66. sæti listans en hefur ekki spilað vel á árinu 2021. Hann er búinn að taka þátt í fjórum mótum, náði tvisvar sinnum ekki niðurskurðinum og endaði í 53. sæti á hinum tveimur mótunum. Mickelson hefur alls unnið 55 mót á PGA-mótaröðinni, fimm risamót og er þegar kominn inn í heiðurshöll golfsins. Phil Mickelson out of the top 100 for the first time since August 1993, when world rankings included: 1. Faldo 2. Norman 3. Langer 22. Seve 28. Tom Watson 57. Craig Stadler 67. David Feherty 75. John Daly (cc @RyanLavnerGC @RexHoggardGC)https://t.co/eC2BXj3iWh pic.twitter.com/28nzvvONiO— Nick Zaccardi (@nzaccardi) March 8, 2021 Mickelson komst inn á topp hundrað sumarið 1993 en náði hæst í annað sæti heimslistans. Tiger Woods sá til þess að Mickelson komst aldrei á toppinn því Phil var í öðru sæti eftir Tiger í 270 vikur. Mickelson vann síðast mót árið 2019 en það var á AT&T Pebble Beach National Pro-Am mótinu.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira