„Hélt að Arnar Daði væri einhver kjáni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2021 10:30 Arnar Daði Arnarsson fór upp með Gróttu á síðustu leiktíð og nýliðarnir hafa bitið frá sér í vetur. vísir/hulda margrét Olís deild karla í handbolta fékk sviðsljósið í nýjasta þættinum af Sportinu í dag hlaðvarpinu á Vísi. Meðal annars var rætt um nýliða Gróttu og þjálfara þeirra. Henry Birgir Gunnarsson fékk til sín þá Einar Andra Einarsson og Jóhann Gunnar Einarsson í tilefni af deildarkeppnin í Olís deildinni er rúmlega hálfnuð. Eitt af þeim liðum sem hafa vakið mikla athygli í deildinni í vetur er lið Gróttu á Seltjarnarnesi. Gróttuliðið er reyndar í tíunda sætinu en liðið er fimm stigum frá fallsæti og aðeins fjórum stigum á eftir Eyjamönnum. „Gróttan hefur eiginlega farið langt fram úr væntingum eiginlega allra og Grótta er með þannig lið að það getur tekið punkta á móti lunganum af liðunum í deildinni. Við erum alltaf að fara sjá fleiri stig hjá Gróttu, er það ekki bara klárt,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. „Það kæmi manni verulega á óvart ef þeir myndu missa tökin á öllu því sem þeir eru búnir að gera. Það eru bara örfáir leikir í vetur þar sem þeir hafa verið spilaðir út úr leikjunum,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Bara í Hafnarfirðinum, útileikir á Ásvöllum og í Krikanum. Annars hefur verið leikur,“ skaut Henry inn í. „Þeir gætu fræðilega verið með fleiri stig. Þeir hefðu getað náð jafntefli í síðustu umferð og töpuðu með einu marki á móti Haukum á heimavelli. Mér finnst eiginlega að Grótta ætti að vera með fleiri stig en færri,“ sagði Einar Andri. „Jói er Arnar Daði einn af þjálfurum ársins,“ spurði Henry Birgir Jóhann Gunnar Einarsson hreint út. „Hann er ein af óvæntu sögum þessa móts finnst mér. Persónulega hélt ég að þetta væri einhver kjáni og ég fer ekkert í grafgötur með það svona eftir að hafa fylgst með honum á Twitter,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Hann var bara að þjálfa yngri flokka og þetta er svolítið stökk að fara beint í meistaraflokksþjálfun. Hann hefur heldur betur látið mig skipta um skoðun því hann er að gera mjög flotta hluti,“ sagði Jóhann Gunnar. „Vissulega eru þeir í töflunni þar sem maður bjóst við þeim því það er enginn rosalegur árangur að vera fyrir ofan ÍR og Þór. Þeir eru út úr úrslitakeppninni eins og er og þetta er því ekki eitthvað ævintýri. Þetta eru hins vegar alltaf leikir hjá þeim og maður er ánægður með að lið sem koma upp úr Grill deildinni verða samkeppnishæf,“ sagði Jóhann Gunnar. Það má hlusta á allan þáttinn af Sportinu í dag hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Olís-deild karla Grótta Sportið í dag Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson fékk til sín þá Einar Andra Einarsson og Jóhann Gunnar Einarsson í tilefni af deildarkeppnin í Olís deildinni er rúmlega hálfnuð. Eitt af þeim liðum sem hafa vakið mikla athygli í deildinni í vetur er lið Gróttu á Seltjarnarnesi. Gróttuliðið er reyndar í tíunda sætinu en liðið er fimm stigum frá fallsæti og aðeins fjórum stigum á eftir Eyjamönnum. „Gróttan hefur eiginlega farið langt fram úr væntingum eiginlega allra og Grótta er með þannig lið að það getur tekið punkta á móti lunganum af liðunum í deildinni. Við erum alltaf að fara sjá fleiri stig hjá Gróttu, er það ekki bara klárt,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. „Það kæmi manni verulega á óvart ef þeir myndu missa tökin á öllu því sem þeir eru búnir að gera. Það eru bara örfáir leikir í vetur þar sem þeir hafa verið spilaðir út úr leikjunum,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Bara í Hafnarfirðinum, útileikir á Ásvöllum og í Krikanum. Annars hefur verið leikur,“ skaut Henry inn í. „Þeir gætu fræðilega verið með fleiri stig. Þeir hefðu getað náð jafntefli í síðustu umferð og töpuðu með einu marki á móti Haukum á heimavelli. Mér finnst eiginlega að Grótta ætti að vera með fleiri stig en færri,“ sagði Einar Andri. „Jói er Arnar Daði einn af þjálfurum ársins,“ spurði Henry Birgir Jóhann Gunnar Einarsson hreint út. „Hann er ein af óvæntu sögum þessa móts finnst mér. Persónulega hélt ég að þetta væri einhver kjáni og ég fer ekkert í grafgötur með það svona eftir að hafa fylgst með honum á Twitter,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Hann var bara að þjálfa yngri flokka og þetta er svolítið stökk að fara beint í meistaraflokksþjálfun. Hann hefur heldur betur látið mig skipta um skoðun því hann er að gera mjög flotta hluti,“ sagði Jóhann Gunnar. „Vissulega eru þeir í töflunni þar sem maður bjóst við þeim því það er enginn rosalegur árangur að vera fyrir ofan ÍR og Þór. Þeir eru út úr úrslitakeppninni eins og er og þetta er því ekki eitthvað ævintýri. Þetta eru hins vegar alltaf leikir hjá þeim og maður er ánægður með að lið sem koma upp úr Grill deildinni verða samkeppnishæf,“ sagði Jóhann Gunnar. Það má hlusta á allan þáttinn af Sportinu í dag hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Olís-deild karla Grótta Sportið í dag Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Sjá meira