Teodoro Obiang Nguema Mbasogo, forseti Miðbaugs-Gíneu, segir að gáleysisleg meðferð á sprengiefni hafi valdið sprengingunum. Mikill fjöldi mannvirkja hersins eyðilagðist í sprengingunum og að sögn forsetans eiga að hafa orðið einhverjar skemmdir á nær öllum húsum í borginni.
Heilbrigðisyfirvöld í landinu hafa varað við að einhverjir kunni enn að leynast í rústum húsa og hefur því verið beint til landsmanna að gefa blóð.
Alls var um fjórar sprengingar að ræða síðdegis á sunnudaginn. Á herstöðinni eru sérsveitir hersins með aðsetur, auk þjóðvarðliða.
Bata er fjölmennasta borg landsins með um 800 þúsund íbúa.