Segir forgangsmál að koma í veg fyrir frekari slys Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. mars 2021 19:17 Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að bæjaryfirvöldum hafi verið mjög brugðið við slysið í Áslandshverfi og úrbætur séu þegar hafnar. Mildi sé að ekki hafi farið verr. Engar athugasemdir hafi fundist hjá bænum frá íbúum vegna slysahættu. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir bæjaryfirvöld líta málið alvarlegum augum og þegar verði brugðist við. „Þetta slys varð með alveg ótrúlegum hætti. Þar sem mannlaus bíll fer af stað i götunni hérna fyrir ofan. Fer yfir umferðargötu og yfir grasið og niður þessa brekku og lendir á barninu. En það sem skiptir mestu máli er að barninu heilsast ágætlega og það er það sem skiptir mestu máli,“ segir Rósa. Lagæringar séu hafnar hjá bænum. „Það var farið í það hjá bænum strax morguninn eftir slysið að kanna aðstæður og þá var ákveðið að setja upp vegrið á svæðinu til að koma í veg fyrir að eitthvað álíka gerist í framtíðinni. Þá voru settir upp grjóthnullungar hér efst í brekkunni til að veita ákveðið öryggi. En þetta er náttúrulega skelfilegt slys sem okkur var mjög brugðið við,“ segir Rósa. Fyrrverandi íbúi segist hafa gert athugasemd vegna slysahættu Fyrrverandi íbúi í fjölbýlishúsinu sem fréttastofa ræddi við í dag segist hafa sent bænum erindi vegna slysahættu á svæðinu en lítill vegkantur skilur að bílastæði og brekku fyrir ofan húsið þar sem slysið varð.Bærinn hafi ekki brugðist við því. Rósa segir að bærinn hafi leitað af athugasemdum vegna slysahættu á svæðinu í dag en ekki fundið neina. „„Við höfum verið að skoða hvort slík erindi hafi borist og höfum ekki fundið. Það skiptir kannski ekki öllu máli í dag. Það sem skiptir mestu máli er að bregðast við. Þetta svæði verður allt tekið til skoðunar. Þessi byggð er í miklum halla. En frágangur á bílastæðunum er sómasamlegur að mínu mati, það er halli í malbikinu og vegkantur. Það má hins vegar örugglega alltaf gera betur og kanna hvort eitthvað meira megi gera til að koma í veg fyrir svona slys,“ segir Rósa. Loftmynd af svæðinu þar sem slysið varð.Vísir/Egill Aðspurð hvort einhver hefði átt að geta séð svona slys fyrir svarar Rósa. „Ég ætla ekki að leggja mat á það. Slysin eru oft svo óútreiknanleg og þú veist aldrei hvar þau ber niður. Við erum alltaf að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir óhöpp og slys,“ segir Rósa. Aðspurð um hvort fleiri svæði séu í Hafnarfirði þar sem aðstæður eru líkar því sem gerðist á þessu svarar Rósa. „Það er reynt að ganga þannig frá hverfum að það skapist ekki slysahætta. En við erum að fara í það sérstaklega að kanna hvort slíkar aðstæður séu á fleiri stöðum. Það er eitt af forgangsverkefnum bæjarins að skoða þetta svæði og Áslandshverfi,“ segir Rósa að lokum. Hafnarfjörður Tengdar fréttir Biðlar til fólks að dreifa ekki myndbandi af bíl skella á syni sínum Faðir tveggja ára drengs sem slasaðist, þegar bíll rann á fleygiferð niður brekku og skall af þunga á rólu sem hann lék sér í, segir kraftaverk að ekki hafi farið verr. Hann biðlar til almennings að dreifa ekki myndbandi af slysinu á samfélagsmiðlum. Það væri hræðilegt ef börnin sín sæu það. Nóg sé áfallið fyrir fjölskylduna og bílstjórann sem átti bílinn. 9. mars 2021 16:14 „Með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst“ Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ótrúlegt hvernig fólksbíll hafi getað runnið mannlaus langan spöl áður en hann fór niður brekku og hafnaði á rólu hvar barn á þriðja ári var að leika sér. Barnið dvaldi á Landspítalanum í nótt en varðstjórinn segir afleiðingarnar ekki hafa virkað alvarlegar í gær. 8. mars 2021 15:15 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir bæjaryfirvöld líta málið alvarlegum augum og þegar verði brugðist við. „Þetta slys varð með alveg ótrúlegum hætti. Þar sem mannlaus bíll fer af stað i götunni hérna fyrir ofan. Fer yfir umferðargötu og yfir grasið og niður þessa brekku og lendir á barninu. En það sem skiptir mestu máli er að barninu heilsast ágætlega og það er það sem skiptir mestu máli,“ segir Rósa. Lagæringar séu hafnar hjá bænum. „Það var farið í það hjá bænum strax morguninn eftir slysið að kanna aðstæður og þá var ákveðið að setja upp vegrið á svæðinu til að koma í veg fyrir að eitthvað álíka gerist í framtíðinni. Þá voru settir upp grjóthnullungar hér efst í brekkunni til að veita ákveðið öryggi. En þetta er náttúrulega skelfilegt slys sem okkur var mjög brugðið við,“ segir Rósa. Fyrrverandi íbúi segist hafa gert athugasemd vegna slysahættu Fyrrverandi íbúi í fjölbýlishúsinu sem fréttastofa ræddi við í dag segist hafa sent bænum erindi vegna slysahættu á svæðinu en lítill vegkantur skilur að bílastæði og brekku fyrir ofan húsið þar sem slysið varð.Bærinn hafi ekki brugðist við því. Rósa segir að bærinn hafi leitað af athugasemdum vegna slysahættu á svæðinu í dag en ekki fundið neina. „„Við höfum verið að skoða hvort slík erindi hafi borist og höfum ekki fundið. Það skiptir kannski ekki öllu máli í dag. Það sem skiptir mestu máli er að bregðast við. Þetta svæði verður allt tekið til skoðunar. Þessi byggð er í miklum halla. En frágangur á bílastæðunum er sómasamlegur að mínu mati, það er halli í malbikinu og vegkantur. Það má hins vegar örugglega alltaf gera betur og kanna hvort eitthvað meira megi gera til að koma í veg fyrir svona slys,“ segir Rósa. Loftmynd af svæðinu þar sem slysið varð.Vísir/Egill Aðspurð hvort einhver hefði átt að geta séð svona slys fyrir svarar Rósa. „Ég ætla ekki að leggja mat á það. Slysin eru oft svo óútreiknanleg og þú veist aldrei hvar þau ber niður. Við erum alltaf að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir óhöpp og slys,“ segir Rósa. Aðspurð um hvort fleiri svæði séu í Hafnarfirði þar sem aðstæður eru líkar því sem gerðist á þessu svarar Rósa. „Það er reynt að ganga þannig frá hverfum að það skapist ekki slysahætta. En við erum að fara í það sérstaklega að kanna hvort slíkar aðstæður séu á fleiri stöðum. Það er eitt af forgangsverkefnum bæjarins að skoða þetta svæði og Áslandshverfi,“ segir Rósa að lokum.
Hafnarfjörður Tengdar fréttir Biðlar til fólks að dreifa ekki myndbandi af bíl skella á syni sínum Faðir tveggja ára drengs sem slasaðist, þegar bíll rann á fleygiferð niður brekku og skall af þunga á rólu sem hann lék sér í, segir kraftaverk að ekki hafi farið verr. Hann biðlar til almennings að dreifa ekki myndbandi af slysinu á samfélagsmiðlum. Það væri hræðilegt ef börnin sín sæu það. Nóg sé áfallið fyrir fjölskylduna og bílstjórann sem átti bílinn. 9. mars 2021 16:14 „Með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst“ Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ótrúlegt hvernig fólksbíll hafi getað runnið mannlaus langan spöl áður en hann fór niður brekku og hafnaði á rólu hvar barn á þriðja ári var að leika sér. Barnið dvaldi á Landspítalanum í nótt en varðstjórinn segir afleiðingarnar ekki hafa virkað alvarlegar í gær. 8. mars 2021 15:15 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Biðlar til fólks að dreifa ekki myndbandi af bíl skella á syni sínum Faðir tveggja ára drengs sem slasaðist, þegar bíll rann á fleygiferð niður brekku og skall af þunga á rólu sem hann lék sér í, segir kraftaverk að ekki hafi farið verr. Hann biðlar til almennings að dreifa ekki myndbandi af slysinu á samfélagsmiðlum. Það væri hræðilegt ef börnin sín sæu það. Nóg sé áfallið fyrir fjölskylduna og bílstjórann sem átti bílinn. 9. mars 2021 16:14
„Með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst“ Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ótrúlegt hvernig fólksbíll hafi getað runnið mannlaus langan spöl áður en hann fór niður brekku og hafnaði á rólu hvar barn á þriðja ári var að leika sér. Barnið dvaldi á Landspítalanum í nótt en varðstjórinn segir afleiðingarnar ekki hafa virkað alvarlegar í gær. 8. mars 2021 15:15