Innlent

Þrír úrskurðaðir í fjögurra vikna farbann í tengslum við morðið í Rauðagerði

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Maður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði aðfaranótt 14. febrúar sl.
Maður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði aðfaranótt 14. febrúar sl.

Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag farbann yfir þremur einstaklingum í tengslum við morðið í Rauðagerði. Voru einstaklingarnir þrír úrskurðaði í fjögurra vikna farbann, eða til þriðjudagsins 6. apríl.

Fjórir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins og fimm hafa verið úrskurðaðir í farbann, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Vísir greindi frá því í dag að lögregla teldi Steinberg Finnbogason, verjanda Íslendings sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu, mögulega búa yfir vitneskju sem skipti máli við rannsókn málsins.

Steinbergur hafði áður ritað grein sem birtist í Fréttablaðinu þar sem hann sagði frá því að lögregla hefði krafist þess að hann yrði kallaður til sem vitni. 

Sagði hann að það væri „eitthvað mikið að“ ef lögregla gæti ítrekað „leikið þann leik að breyta verjanda í vitni til þess annars vegar að losna við hann úr málinu og hins vegar að pumpa upp úr honum upplýsingar sem hann kann að búa yfir vegna trúnaðarsambands við skjólstæðing sinn“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×