Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frettir-hadegis_1080x720

Í hádegisfréttum okkar verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni um nýjustu vendingar í kórónuveirufaraldrinum en enginn greindist smitaður innanlands í gær þrátt fyrir ótta um að smit væru komin í útbreiðslu.

Þá ræðum við við Kristínu Jónsdóttur hópsstjóra náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands en Vísindaráð situr nú á fundi til að ræða þróun skjálftavirkninnar á Reykjanesi.

Í tímanum verður einnig rætt við verjanda eins sakborninga í Rauðagerðismálinu sem lögregla vill kalla til vitnis í málinu.

Að auki verður rætt við Veðurfræðing um vonskuveðrið sem nú er víða á vestanverðu landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×