Hvar vilt þú búa? Pétur Óli Þorvaldsson skrifar 10. mars 2021 16:00 Að alast upp í litlu sjávarþorpi veitti mér ómetanlega lífsánægju. Þó var samtal milli unglingana í þorpinu svo oft þannig að allt það sem ég elskaði við þorpið mitt var sett í sorglegt ljós. Við töluðum um að festast ekki fyrir vestan. Eina leiðin til að eiga heillavænlega framtíð væri að fara suður í nám og finna vinnu í bænum. Þessi ímynd af því að festast fyrir vestan var það versta sem krakkarnir gátu ímyndað sér. Þetta kom út frá kaffistofuspjalli fullorðna fólksins, þar var rætt um fyrirtæki sem fóru á hausinn, verðlausar eignir og stjórnvöld sem voru alveg sama. Ég skildi þetta ekki, af hverju væri svona slæmt að festast í paradís eins og Súgandafirði. Þetta var þá stafað út fyrir mig. Ef að ég kaupi eign á Suðureyri mun ég setja mig í skuld fyrir hús sem verður verðlaust eftir nokkur ár. Þá mun ég hvort sem er þurfa að flytja suður nema núna með húsnæðis lán sem að ég get ekki borgað. Flest í byggðarlaginu töluðu með þeim hætti að þorpið yrði ekki til staðar eftir 20 ár, ekki út af því að fólk vildi ekki búa þar eða að þorpið væri ekki að skapa verðmæti heldur út af ákvörðunum stjórnvalda. Nú í dag er annars konar andrúmsloft í byggðarlaginu. Vonarneisti hefur kviknað og íbúar líta bjartari augum á framtíðina. Þó að ytri aðstæður hafi lítið breyst þá hefur seigla íbúa orðið til þess að ýmis konar verkefnum hefur verið hrint í framkvæmd. Sum verkefnin hafa hlotið nýsköpunarstyrki, sem sannarlega hafa komið frá stjórnvöldum, en hin raunverulega vinna og hugmyndaauðgi hefur verið borin uppi af heimamönnum. Ég vil að byggðastefna hins opinbera felist ekki í miðstýrðri uppbyggingu eftir geðþóttaákvörðunum ráðherra hvers tíma heldur vil ég færa völdin meira til íbúanna og veita þeim þau verkfæri sem þarf til að byggja upp sín eigin samfélög á þann hátt sem þeim hentar. Hið opinbera ætti að styðja við viðleitni íbúa landsbyggðanna með því að auglýsa öll störf, sem ekki krefjast ákveðinnar starfsstöðvar á vegum hins opinbera án staðsetningar. Lengi hefur verið talað um að færa opinber störf út á land og er það gömul saga og ný að stjórnmálafólk lofi að færa eina eða aðra ríkisstofnun í sitt kjördæmi og jafnvel sinn heimabæ, hljóti þau brautargengi í kosningum en þessi nálgun er bæði ósjálfbær og óhentug. Störf án staðsetningar leysa þennan vanda því með þeim hætti fær fólk að ákveða bæði búsetu sína og starf sjálft. Unnið hefur verið að því að koma upp fjarvinnustöðvum hér og þar um landið og tel ég mikilvægt að slíkar vinnustöðvar verði settar upp í öllum sveitarfélögum þar sem starfsmenn úr hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum geta komið saman og unnið. Þannig styrkjast byggðakjarnarnir og starfsfólk án staðsetningar nýtur félagsskapar við aðra. Þetta snýst um aukið frelsi fólks til að velja sér búsetu án þess að það skerði atvinnumöguleika viðkomandi. Hjá Byggðastofnun er starfrækt verkefnið Brothættar byggðir. Kjarni verkefnisins er að uppbygging byggðarlaganna er fyrst og fremst á færi íbúanna. Haldin eru íbúaþing þar sem íbúar byggðarlagsins koma með hugmyndir, þær eru ræddar og síðan forgangsraðað af íbúum. Þarna á mikil valddreifing sér stað og er Byggðarstofnun til fyrirmyndar. Hinsvegar ætti að bjóða upp á þessa þjónustu áður en að byggðir verða brothættar, það er erfitt að snúa við langvarandi neikvæðri byggðarþróun og sérstaklega þegar fáir íbúar eru eftir til að takast á við það verkefni. Ég trúi því að með valdeflandi verkfærum eins og Byggðastofnun býður upp á væri hægt að stuðla að blómlegri byggð á öllu landinu. Fyrir því vil ég gjarnan beita mér á vettvangi stjórnmála og sækist því eftir stuðningi þeirra sem deila þessari trú minni. Hins vegar eru þetta aðeins nokkur af þeim lausnum sem að munu skila okkur sterkari byggð, þetta mun ekki henta fyrir allar byggðri, allt fólk út um allt land. Það mun þurfa fjölbreyttar lausnir og ég er ekki með þær allar. Þess vegna verður svo mikilvægt að fá ykkur inn í samtalið, að fá þig inn í samtalið. Stjórnvöld eiga að styðja við þessar lausnir en það eru íbúar sem leiða okkur áfram. Höfundur er Súgfirðingur og sækist eftir oddvitasæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Byggðamál Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Skoðun Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Að alast upp í litlu sjávarþorpi veitti mér ómetanlega lífsánægju. Þó var samtal milli unglingana í þorpinu svo oft þannig að allt það sem ég elskaði við þorpið mitt var sett í sorglegt ljós. Við töluðum um að festast ekki fyrir vestan. Eina leiðin til að eiga heillavænlega framtíð væri að fara suður í nám og finna vinnu í bænum. Þessi ímynd af því að festast fyrir vestan var það versta sem krakkarnir gátu ímyndað sér. Þetta kom út frá kaffistofuspjalli fullorðna fólksins, þar var rætt um fyrirtæki sem fóru á hausinn, verðlausar eignir og stjórnvöld sem voru alveg sama. Ég skildi þetta ekki, af hverju væri svona slæmt að festast í paradís eins og Súgandafirði. Þetta var þá stafað út fyrir mig. Ef að ég kaupi eign á Suðureyri mun ég setja mig í skuld fyrir hús sem verður verðlaust eftir nokkur ár. Þá mun ég hvort sem er þurfa að flytja suður nema núna með húsnæðis lán sem að ég get ekki borgað. Flest í byggðarlaginu töluðu með þeim hætti að þorpið yrði ekki til staðar eftir 20 ár, ekki út af því að fólk vildi ekki búa þar eða að þorpið væri ekki að skapa verðmæti heldur út af ákvörðunum stjórnvalda. Nú í dag er annars konar andrúmsloft í byggðarlaginu. Vonarneisti hefur kviknað og íbúar líta bjartari augum á framtíðina. Þó að ytri aðstæður hafi lítið breyst þá hefur seigla íbúa orðið til þess að ýmis konar verkefnum hefur verið hrint í framkvæmd. Sum verkefnin hafa hlotið nýsköpunarstyrki, sem sannarlega hafa komið frá stjórnvöldum, en hin raunverulega vinna og hugmyndaauðgi hefur verið borin uppi af heimamönnum. Ég vil að byggðastefna hins opinbera felist ekki í miðstýrðri uppbyggingu eftir geðþóttaákvörðunum ráðherra hvers tíma heldur vil ég færa völdin meira til íbúanna og veita þeim þau verkfæri sem þarf til að byggja upp sín eigin samfélög á þann hátt sem þeim hentar. Hið opinbera ætti að styðja við viðleitni íbúa landsbyggðanna með því að auglýsa öll störf, sem ekki krefjast ákveðinnar starfsstöðvar á vegum hins opinbera án staðsetningar. Lengi hefur verið talað um að færa opinber störf út á land og er það gömul saga og ný að stjórnmálafólk lofi að færa eina eða aðra ríkisstofnun í sitt kjördæmi og jafnvel sinn heimabæ, hljóti þau brautargengi í kosningum en þessi nálgun er bæði ósjálfbær og óhentug. Störf án staðsetningar leysa þennan vanda því með þeim hætti fær fólk að ákveða bæði búsetu sína og starf sjálft. Unnið hefur verið að því að koma upp fjarvinnustöðvum hér og þar um landið og tel ég mikilvægt að slíkar vinnustöðvar verði settar upp í öllum sveitarfélögum þar sem starfsmenn úr hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum geta komið saman og unnið. Þannig styrkjast byggðakjarnarnir og starfsfólk án staðsetningar nýtur félagsskapar við aðra. Þetta snýst um aukið frelsi fólks til að velja sér búsetu án þess að það skerði atvinnumöguleika viðkomandi. Hjá Byggðastofnun er starfrækt verkefnið Brothættar byggðir. Kjarni verkefnisins er að uppbygging byggðarlaganna er fyrst og fremst á færi íbúanna. Haldin eru íbúaþing þar sem íbúar byggðarlagsins koma með hugmyndir, þær eru ræddar og síðan forgangsraðað af íbúum. Þarna á mikil valddreifing sér stað og er Byggðarstofnun til fyrirmyndar. Hinsvegar ætti að bjóða upp á þessa þjónustu áður en að byggðir verða brothættar, það er erfitt að snúa við langvarandi neikvæðri byggðarþróun og sérstaklega þegar fáir íbúar eru eftir til að takast á við það verkefni. Ég trúi því að með valdeflandi verkfærum eins og Byggðastofnun býður upp á væri hægt að stuðla að blómlegri byggð á öllu landinu. Fyrir því vil ég gjarnan beita mér á vettvangi stjórnmála og sækist því eftir stuðningi þeirra sem deila þessari trú minni. Hins vegar eru þetta aðeins nokkur af þeim lausnum sem að munu skila okkur sterkari byggð, þetta mun ekki henta fyrir allar byggðri, allt fólk út um allt land. Það mun þurfa fjölbreyttar lausnir og ég er ekki með þær allar. Þess vegna verður svo mikilvægt að fá ykkur inn í samtalið, að fá þig inn í samtalið. Stjórnvöld eiga að styðja við þessar lausnir en það eru íbúar sem leiða okkur áfram. Höfundur er Súgfirðingur og sækist eftir oddvitasæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun