Innlent

Um 2.100 skjálftar mælst frá miðnætti en ekki órói

Samúel Karl Ólason skrifar
Virknin hefur verið mest við syðri enda Fagradalsfjalls.
Virknin hefur verið mest við syðri enda Fagradalsfjalls. Vísir/Vilhelm

Frá miðnætti hafa ríflega 2.100 jarðskjálftar greinst á mælum Veðurstofu Íslands á Reykjanesi. Virknin hefur að mestu haldið sig í kringum syðsta enda Fagradalsfjalls, frá Geldingadal að Nátthaga.

Af þessum skjálftum hafa þrjátíu verið af stærð 3 eða stærri. Þar af þrír yfir 4 að stærð.

Sá stærsti var 5,1 og mældist klukkan korter yfir þrjú í nótt.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að nokkum mikil smáskjálftavirkni hafi verið viðvarandi í mest allan dag og í nótt. Ekki hafi þó greinst órói.

Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, sagði fyrr í dag að eldgos á svæðinu verði líklegra og líklegra með hverjum deginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×