Tiger á batavegi og lét McIlroy heyra það á sjúkrabeðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2021 09:30 Rory McIlroy og Tiger Woods er vel til vina. getty/Tom Pennington Tiger Woods er á batavegi eftir bílslysið í síðasta mánuði og gæti farið af spítalanum og heim til sín á næstu dögum. Þetta segir norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy sem hefur verið í góðu sambandi við Tiger að undanförnu. „Ef allt gengur vel næstu vikuna eða svo kemst hann vonandi heim,“ sagði McIlroy. Hann sagði að Tiger hefði fylgst vel með frammistöðu sinni á Arnold Palmer Invitational um síðustu helgi og hafi látið sig vita hvað hefði mátt betur fara þar. „Hann sendi mér hvetjandi skilaboð fyrir lokahringinn á sunnudaginn. Hlutirnir gengu ekki sem skildi og hann var einn af þeim fyrstu til að senda mér skilaboð og spyrja hvað væri í gangi. Hann lætur mig heyra það þótt hann sé á sjúkrabeðinu,“ sagði McIlroy. Norður-Írinn var einn þeirra kylfinga sem léku í rauðum bol og svörtum buxum á lokahring WGC-Workday Championship Tiger til heiðurs. Þótt það styttist í að Tiger geti farið aftur heim bíður hans löng og ströng endurhæfing eftir bílslysið. Hann fótbrotnaði meðal annars illa á hægri fæti. McIlroy er á meðal keppenda á The Players Championship sem hefst í dag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Sport. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Bílslys Tigers Woods Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Þetta segir norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy sem hefur verið í góðu sambandi við Tiger að undanförnu. „Ef allt gengur vel næstu vikuna eða svo kemst hann vonandi heim,“ sagði McIlroy. Hann sagði að Tiger hefði fylgst vel með frammistöðu sinni á Arnold Palmer Invitational um síðustu helgi og hafi látið sig vita hvað hefði mátt betur fara þar. „Hann sendi mér hvetjandi skilaboð fyrir lokahringinn á sunnudaginn. Hlutirnir gengu ekki sem skildi og hann var einn af þeim fyrstu til að senda mér skilaboð og spyrja hvað væri í gangi. Hann lætur mig heyra það þótt hann sé á sjúkrabeðinu,“ sagði McIlroy. Norður-Írinn var einn þeirra kylfinga sem léku í rauðum bol og svörtum buxum á lokahring WGC-Workday Championship Tiger til heiðurs. Þótt það styttist í að Tiger geti farið aftur heim bíður hans löng og ströng endurhæfing eftir bílslysið. Hann fótbrotnaði meðal annars illa á hægri fæti. McIlroy er á meðal keppenda á The Players Championship sem hefst í dag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Sport. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Bílslys Tigers Woods Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira