Innlent

Einn greindist með kórónuveiruna innanlands

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá sýnatöku hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Frá sýnatöku hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/vilhelm

Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví við greiningu. Enginn greindist með veiruna á landamærum. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is.

Átján eru nú í einangrun á landinu en voru sautján í gær. Þá fækkar í sóttkví milli daga; voru 194 í gær en eru nú 170. Einn er á sjúkrahúsi og er sú tala óbreytt milli daga.

Alls voru um 1.500 sýni tekin í gær, þar af 193 við fyrri og seinni landamæraskimun. 1102 eru í skimunarsóttkví.

Síðustu daga hafa fjórir greinst utan sóttkvíar hér á landi. Þeir voru allir með breska afbrigði veirunnar.

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 1,9 en var 1,6 í gær. Nýgengi landamærasmita er 3,5.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×