Stefnum áfram í rétta átt Jódís Skúladóttir skrifar 11. mars 2021 16:31 Það eru mörg góð og vegleg verk sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur staðið fyrir á kjörtímabilinu, ekki síst þegar horft er til þeirra flóknu tíma sem við lifum á í skugga heimsfaraldurs. Margar góðar lausnir hafa verið kynntar af ríkistjórninni. Ekki einungis til að bregðast við þeirri flóknu stöðu sem við erum í heldur til að byggja upp jafnara og betra samfélag til framtíðar. Af þeim mörgu verkum er vert að nefna tæpa fimm milljarða innspýtingu til sveitarfélaga sem nú eru í kröggum vegna tekjusamdráttar auk þess sem 200 milljón króna aukning verður til sóknaráætlanna. Ákveðið hefur verið að veita 4,6 milljörðum til ferðaþjónustunnar sem er sú grein sem orðið hefur fyrir hvað mestum skaða í heimsfaraldrinum. 3000 sumarstörf eru ráðgerð fyrir námsmenn og frítekjumark námsmanna hefur verið fimmfaldað. Stórsókn er í mennta og menningarmálum og svona mætti lengi telja, svo ekki sé nú minnst á þær öflugu aðgerðir sem komið hefur verið á í heilbrigðiskerfinu, í jafnréttismálum og umhverfisvernd. Eitt af úrræðum ríkistjórnarinnar sem mig langar að nefna sérstaklega eru hin svo kölluðu hlutdeildarlán sem bera hvorki vexti né afborganir á lánstímanum. Úrræðinu er ætlað að mæta þörfum þeirra tekjulágu og styðja við fyrstu íbúðakaup. Þetta er mikið framfaraskref þó að úrræðið henti ekki öllum. Þess vegna hefur verið unnið að mörgum og mismunandi úrlausnum því eðli máls samkvæmt eru þarfir fólks ólíkar. Eitt mikilvægt atriði við hlutdeildarlánin er sá hvati að amk 20% af þeim 4 milljörðum sem ætluð eru í verkefnið árlega skuli úthlutað til kaupa á húsnæði utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta gríðarlega mikilvæga skref styður við byggðaþróun í landinu og er til þess fallið að styðja við þau sem geta og velja að að flytja á landsbyggðina. Þessu hefur verið snúið upp í andhverfu sína og líkt við hreppaflutninga fyrri alda sem lýsir auðvitað fordómum og talar niður þau ótal tækifæri og oft og tíðum forréttindi sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða. Þegar líður að kosningum fara frambjóðendur mikinn í umræðunni og það virðist sem sum ætli einfaldlega að ná pólitískum frama með því að úthúða núverandi ríkissjórn og þá ekki síst Katrínu Jakobsdóttur, frekar en að leggja málefni sín og hugmyndir á borðið. Allir vildu Lilju kveðið hafa. Undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hefur málum verið þokað í rétta átt. Hvort gamlir hrunflokkar eða nýjar poppúlýskar hreyfingar blási í lúðra og finni Katrínu og Vinstri grænum allt til foráttu segja hin góðu verk meira en þúsund orð. Við viljum gera betur, við ætlum að standa með þeim málefnum sem nútíminn kallar eftir. Breytingarnar eiga sér ekki stað á einni nóttu, og ekki endilega á einu kjörtímabili þar sem enginn flokkur er einráður, en Ísland er á betri leið með Katrínu Jakobsdóttur í brúnni. Höfundur er sveitastjórnarfulltrúi í Múlaþingi og situr í 3 sæti á lista VG í Norðaustur kjördæmi fyrir komandi alþingskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Skoðun: Kosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Múlaþing Norðausturkjördæmi Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það eru mörg góð og vegleg verk sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur staðið fyrir á kjörtímabilinu, ekki síst þegar horft er til þeirra flóknu tíma sem við lifum á í skugga heimsfaraldurs. Margar góðar lausnir hafa verið kynntar af ríkistjórninni. Ekki einungis til að bregðast við þeirri flóknu stöðu sem við erum í heldur til að byggja upp jafnara og betra samfélag til framtíðar. Af þeim mörgu verkum er vert að nefna tæpa fimm milljarða innspýtingu til sveitarfélaga sem nú eru í kröggum vegna tekjusamdráttar auk þess sem 200 milljón króna aukning verður til sóknaráætlanna. Ákveðið hefur verið að veita 4,6 milljörðum til ferðaþjónustunnar sem er sú grein sem orðið hefur fyrir hvað mestum skaða í heimsfaraldrinum. 3000 sumarstörf eru ráðgerð fyrir námsmenn og frítekjumark námsmanna hefur verið fimmfaldað. Stórsókn er í mennta og menningarmálum og svona mætti lengi telja, svo ekki sé nú minnst á þær öflugu aðgerðir sem komið hefur verið á í heilbrigðiskerfinu, í jafnréttismálum og umhverfisvernd. Eitt af úrræðum ríkistjórnarinnar sem mig langar að nefna sérstaklega eru hin svo kölluðu hlutdeildarlán sem bera hvorki vexti né afborganir á lánstímanum. Úrræðinu er ætlað að mæta þörfum þeirra tekjulágu og styðja við fyrstu íbúðakaup. Þetta er mikið framfaraskref þó að úrræðið henti ekki öllum. Þess vegna hefur verið unnið að mörgum og mismunandi úrlausnum því eðli máls samkvæmt eru þarfir fólks ólíkar. Eitt mikilvægt atriði við hlutdeildarlánin er sá hvati að amk 20% af þeim 4 milljörðum sem ætluð eru í verkefnið árlega skuli úthlutað til kaupa á húsnæði utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta gríðarlega mikilvæga skref styður við byggðaþróun í landinu og er til þess fallið að styðja við þau sem geta og velja að að flytja á landsbyggðina. Þessu hefur verið snúið upp í andhverfu sína og líkt við hreppaflutninga fyrri alda sem lýsir auðvitað fordómum og talar niður þau ótal tækifæri og oft og tíðum forréttindi sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða. Þegar líður að kosningum fara frambjóðendur mikinn í umræðunni og það virðist sem sum ætli einfaldlega að ná pólitískum frama með því að úthúða núverandi ríkissjórn og þá ekki síst Katrínu Jakobsdóttur, frekar en að leggja málefni sín og hugmyndir á borðið. Allir vildu Lilju kveðið hafa. Undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hefur málum verið þokað í rétta átt. Hvort gamlir hrunflokkar eða nýjar poppúlýskar hreyfingar blási í lúðra og finni Katrínu og Vinstri grænum allt til foráttu segja hin góðu verk meira en þúsund orð. Við viljum gera betur, við ætlum að standa með þeim málefnum sem nútíminn kallar eftir. Breytingarnar eiga sér ekki stað á einni nóttu, og ekki endilega á einu kjörtímabili þar sem enginn flokkur er einráður, en Ísland er á betri leið með Katrínu Jakobsdóttur í brúnni. Höfundur er sveitastjórnarfulltrúi í Múlaþingi og situr í 3 sæti á lista VG í Norðaustur kjördæmi fyrir komandi alþingskosningar.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun