Sergio Ramos: Ef Messi kemur til Real þá getur hann búið hjá mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2021 09:00 Lionel Messi og Sergio Ramos hafa hafa marga hildi háð í gegnum tíðina og eru nú fyrirliðar Barcelona og Real Madrid. EPA-EFE/ALEJANDRO GARCIA Það munu eflaust nokkur félög bjóða Lionel Messi gull og græna skóga þegar hann rennur út á samningi hjá Barcelona í sumar. Lionel Messi fékk óvænt tilboð í gær. Það eru ekki margir leikmenn sem fara á milli Barcelona og Real Madrid og eins og Luis Figo fékk að reyna á sínum tíma þá er það ekkert grín. Það býst því enginn við því að Real Madrid verði eitt af félögunum sem hafi samband við Messi og bjóði honum samning. Það er samt ekki útilokað ef marka má orð eins manns. Sergio Ramos has offered Messi a place to live if he leaves Barcelona for Real Madrid pic.twitter.com/SvMBhQ5KhK— ESPN FC (@ESPNFC) March 12, 2021 Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, vill endilega fá Messi til Real Madrid í sumar og hann er líka tilbúinn að gera sitt til að miðla málum. Sergio Ramos bauð nefnilega Lionel Messi gistingu hjá sér á meðan hann væri að finna sér nýtt hús í Madrid. Ramos var í viðtali í þættinum „Charlando Tranquilamente“ þegar hann spurður út í það hvort hann vildi fá Messi til Real Madrid. „Auðvitað, hundrað prósent,“ svaraði Sergio Ramos án þess að hika. „Hann gæti gist hjá mér fyrstu vikuna eða svo. Hann gæti þá komið sér fyrir og náð fótfestu. Ég væri meira en klár í að gera það fyrir hann,“ sagði Ramos. „Við stuðningsmenn Madrid höfum þurft að þola bestu ár Leo og það væri frábært að þurfa ekki að mæta honum. Það myndi auðvitað hjálpa okkur að vinna og ná betri árangri að hafa hann með okkur í liði. Það væri heimska að loka á slíkt,“ sagði Ramos. Lionel Messi really hasn't made it easy for Sergio Ramos over the years... This 13 MINUTE video shows Messi tormenting the Real Madrid skipper over, over and over again Only the GOAT could do this to one of the best defenders ever https://t.co/0F3NVNNBw0— SPORTbible (@sportbible) March 10, 2021 Samningur Ramos er líka að renna út í sumar en hann sjálfur væri ekki tilbúinn að semja við Barcelona. „Það kæmi alls ekki til greina. Mér líkar samt við [nýja forsetann Joan] Laporta. Ég hef hitt hann og kann vel við hann,“ sagði Ramos. „Það gildir það sama hér að við munum aldrei sjá Xavi, [Carles] Puyol eða Messi semja við Madrid. Það eru líka fullt af okkur sem myndu aldrei spila fyrir Barca. Það er sumt sem ekki er hægt að kaupa með peningum,“ sagði Ramos. Spænski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira
Það eru ekki margir leikmenn sem fara á milli Barcelona og Real Madrid og eins og Luis Figo fékk að reyna á sínum tíma þá er það ekkert grín. Það býst því enginn við því að Real Madrid verði eitt af félögunum sem hafi samband við Messi og bjóði honum samning. Það er samt ekki útilokað ef marka má orð eins manns. Sergio Ramos has offered Messi a place to live if he leaves Barcelona for Real Madrid pic.twitter.com/SvMBhQ5KhK— ESPN FC (@ESPNFC) March 12, 2021 Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, vill endilega fá Messi til Real Madrid í sumar og hann er líka tilbúinn að gera sitt til að miðla málum. Sergio Ramos bauð nefnilega Lionel Messi gistingu hjá sér á meðan hann væri að finna sér nýtt hús í Madrid. Ramos var í viðtali í þættinum „Charlando Tranquilamente“ þegar hann spurður út í það hvort hann vildi fá Messi til Real Madrid. „Auðvitað, hundrað prósent,“ svaraði Sergio Ramos án þess að hika. „Hann gæti gist hjá mér fyrstu vikuna eða svo. Hann gæti þá komið sér fyrir og náð fótfestu. Ég væri meira en klár í að gera það fyrir hann,“ sagði Ramos. „Við stuðningsmenn Madrid höfum þurft að þola bestu ár Leo og það væri frábært að þurfa ekki að mæta honum. Það myndi auðvitað hjálpa okkur að vinna og ná betri árangri að hafa hann með okkur í liði. Það væri heimska að loka á slíkt,“ sagði Ramos. Lionel Messi really hasn't made it easy for Sergio Ramos over the years... This 13 MINUTE video shows Messi tormenting the Real Madrid skipper over, over and over again Only the GOAT could do this to one of the best defenders ever https://t.co/0F3NVNNBw0— SPORTbible (@sportbible) March 10, 2021 Samningur Ramos er líka að renna út í sumar en hann sjálfur væri ekki tilbúinn að semja við Barcelona. „Það kæmi alls ekki til greina. Mér líkar samt við [nýja forsetann Joan] Laporta. Ég hef hitt hann og kann vel við hann,“ sagði Ramos. „Það gildir það sama hér að við munum aldrei sjá Xavi, [Carles] Puyol eða Messi semja við Madrid. Það eru líka fullt af okkur sem myndu aldrei spila fyrir Barca. Það er sumt sem ekki er hægt að kaupa með peningum,“ sagði Ramos.
Spænski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira