Opnuðu hótelið fyrirvaralaust fyrir veðurteppta fótboltakrakka og foreldra á leið norður Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2021 08:47 Örn Arnarsson hjá Hótel Laugarbakka segir í samtali við Vísi að hótelið hafi verið lokað í gær en að bregðast hafi þurfi við í ljósi aðstæðna. Mynd/Örn Arnarsson Mikill fjöldi fótboltakrakka og foreldrar þeirra fengu óvænt inni á Hótel Laugarbakka eftir að þjóðveginum var lokað í Húnavatnssýslum vegna veðurs í gær. Krakkarnir eru á leið á Goðamótið á Akureyri. Örn Arnarsson hjá Hótel Laugarbakka segir í samtali við Vísi að hótelið hafi verið lokað í gær en að bregðast hafi þurfi við í ljósi aðstæðna. „Þetta var eiginlega bara lyginni líkast. Það var lokað hjá okkur, en við höfum bara opið um helgar í mars. En svo byrjar síminn að hringja og hann hringir nær stöðugt. Svo fara bílar að koma inn á planið hjá okkur, fólk út úr bílunum. Og svo fleiri bílar og fleira fólk, þannig að þetta varð bara eins og vatn sem rann hingað til okkar,“ segir Örn. Þjóðvegi 1 við afleggjarann að Hvammstanga var lokað í gærkvöldi vegna slæms skyggnis og flutningabíla sem þveruðu veginn. Kokkurinn rauk í gang Örn segir hótelstarfsmenn ekki hafa verið tilbúna að taka á móti gestum og það hafa verið tilviljun að það hafi yfir höfuð verið á staðnum. „Það skipti engum togum að tveimur tímum síðar þá er hótelið orðið fullt,“ segir Örn en hann telur að milli 130 og 140 manns séu nú á hótelinu. „Þetta var ótrúlega magnað.“ Örn segir að hótelið hafi boðið gestunum upp á samlokur í gærkvöldi. „Kokkurinn rauk í gang og steikti samlokur, franskar og kokteil, þannig að það fengu allir sína magafylli,“ segir Örn. „Mjög vel tekið á móti okkur“ Ágúst Karl Karlsson, foreldri fótboltastráks í KR, segir að allir hafi verið mjög fegnir að hafa fengið inni á hótelinu og að móttökurnar hafi verið höfðinglegar. „Það var tekið vel á móti okkur. Gæti ekki verið betra. Þetta er flott hótel og það voru grillaðar samlokur ofan í liðið. Allt upp á tíu.“ Hann segir veðrið nú vera orðið gott á svæðinu og er fólk að bíða eftir að geta haldið förinni áfram norður. Á vef Vegagerðarinnar segir að þjóðvegurinn við Hvammstangaafleggjara sé enn lokaður þar sem flutningabílar þvera veg og beðið sé með aðgerðir vegna veðurs. Húnaþing vestra Íþróttir barna Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Örn Arnarsson hjá Hótel Laugarbakka segir í samtali við Vísi að hótelið hafi verið lokað í gær en að bregðast hafi þurfi við í ljósi aðstæðna. „Þetta var eiginlega bara lyginni líkast. Það var lokað hjá okkur, en við höfum bara opið um helgar í mars. En svo byrjar síminn að hringja og hann hringir nær stöðugt. Svo fara bílar að koma inn á planið hjá okkur, fólk út úr bílunum. Og svo fleiri bílar og fleira fólk, þannig að þetta varð bara eins og vatn sem rann hingað til okkar,“ segir Örn. Þjóðvegi 1 við afleggjarann að Hvammstanga var lokað í gærkvöldi vegna slæms skyggnis og flutningabíla sem þveruðu veginn. Kokkurinn rauk í gang Örn segir hótelstarfsmenn ekki hafa verið tilbúna að taka á móti gestum og það hafa verið tilviljun að það hafi yfir höfuð verið á staðnum. „Það skipti engum togum að tveimur tímum síðar þá er hótelið orðið fullt,“ segir Örn en hann telur að milli 130 og 140 manns séu nú á hótelinu. „Þetta var ótrúlega magnað.“ Örn segir að hótelið hafi boðið gestunum upp á samlokur í gærkvöldi. „Kokkurinn rauk í gang og steikti samlokur, franskar og kokteil, þannig að það fengu allir sína magafylli,“ segir Örn. „Mjög vel tekið á móti okkur“ Ágúst Karl Karlsson, foreldri fótboltastráks í KR, segir að allir hafi verið mjög fegnir að hafa fengið inni á hótelinu og að móttökurnar hafi verið höfðinglegar. „Það var tekið vel á móti okkur. Gæti ekki verið betra. Þetta er flott hótel og það voru grillaðar samlokur ofan í liðið. Allt upp á tíu.“ Hann segir veðrið nú vera orðið gott á svæðinu og er fólk að bíða eftir að geta haldið förinni áfram norður. Á vef Vegagerðarinnar segir að þjóðvegurinn við Hvammstangaafleggjara sé enn lokaður þar sem flutningabílar þvera veg og beðið sé með aðgerðir vegna veðurs.
Húnaþing vestra Íþróttir barna Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira