Erfitt að fá launahækkun hjá pabbanum Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. mars 2021 08:01 Feðgar í AXIS: Eyjólfur Axelsson stjórnarformaður og sonur stofnanda AXIS. Synir Eyjólfs og núverandi eigendur: Gunnar og Eyjólfur yngri. Vísir/Vilhelm „Árið 1947 brann allt til kaldra kola enda ekki komin vatnsveita í Selás í Reykjavík þá. En það hvarflaði aldrei að pabba að hætta rekstri,“ segir Eyjólfur Axelsson stjórnarformaður AXIS. Faðir Eyjólfs stofnaði fyrirtækið árið 1935 en fyrirtækið er í dag rekið af þriðju kynslóðinni: Þeim Eyjólfi og Gunnari Eyjólfssonum. „Nei ég ætlaði ekkert að fara að vinna hér. Ég er lögfræðingur og starfaði sem slíkur þegar pabbi talaði við okkur systkinin um það hvort eitthvert okkar vildi taka við,“ segir sonurinn Eyjólfur og hlær. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið fjölskyldufyrirtækið AXIS. Frumkvöðlastarf 1935 Stofnandi AXIS, Axel Eyjólfsson, var alinn upp í Saurbæ á Kjalarnesi. Ungur fluttist Axel á Akranes, lærði húsasmíði og stofnaði síðan AXIS þar árið 1935. Tíðarandinn á Íslandi var þá að breytast, fjölskyldur voru að flytjast úr moldarkofum og nýtískulegri heimili að verða til. Pabbi var mikill hugvitsmaður í að hanna og þróa eitthvað nýtt. Hann smíðaði til dæmis mikið af tvíbreiðum dívönum, 120 sentímetra hjónarúm sem urðu mjög vinsæl. Hann smíðaði líka alls kyns sófasett, borðstofusett og stóla,“ segir Eyjólfur og bætir við: „Ég man sem dæmi eftir því þegar hann teiknaði í rykið á einum fræsaranum og sagði mér að smíða eftir þeirri teikningu. Það var þá nýr stóll sem hann hannaði.“ Axel fylgdist vel með tískustraumum þess tíma og sótti sér innblástur frá Norðurlöndunum, sérstaklega frá Danmörku. Eyjólfur byrjaði sem ungur drengur að vinna með föður sínum í AXIS og segir það alltaf hafa legið fyrir að hann myndi taka við rekstrinum. Enda voru samningar um launahækkanir erfiðir segir Eyjólfur og hlær þegar hann minnist gamalla tíma.Vísir/Vilhelm Árin eftir stríð Árið 1947 flutti Axel starfsemina á Selás. Tveimur árum síðar brann þar allt: Húsið, vélar og lager. „Pabbi fékk þá Sigfús í HEKLU til að hjálpa sér og fékk aðstöðu í fjósi sem Sigfús átti í Eskihlíðinni,“ segir Eyjólfur. Vísar hann þar til Sigfúsar B. Bjarnasonar sem var stofnandi HEKLU. Í fjósinu var Sigfús með trésmíðavélar sem voru sterkar og góðar frá Ameríku. Aðeins útvaldir fengu að flytja slíkar vélar inn og pabbi þótti of róttækur vinstrisinni til að fá að gera það ,“ segir Eyjólfur og hlær. Fljótlega hóf Axel að byggja sitt eigið húsnæði í Skipholti 7, en þar starfaði AXIS lengi á þremur hæðum. „Þar var alíslensk lyfta með tré-stýringum sem HÉÐINN smíðaði. Mótorinn var opinn og ég man að maður fiktaði bara í honum þegar lyftan bilaði og þá hrökk hún aftur í gang,“ segir Eyjólfur. Í Skipholtinu hóf Axel framleiðslu fataskápa en framleiðsla þeirra hefur verið kjölfesta starfseminnar allar götur síðan. „Pabbi var fyrstur til að hefja framleiðslu á stöðluðum fataskápum því fram að þeim tíma, höfðu þeir bara verið smíðaðir á staðnum, í heimahúsunum sjálfum,“ segir Eyjólfur. AXIS var eitt fyrst fyrirtækja til að byggja á Smiðjuvegi og í fyrstu var ekkert klóak þannig að fyrir slík erindi þurfti að hlaupa út í holtið og á bakvið stein. Að byggja 4.300 fermetra framleiðsluhúsnæði var liður í því að hagræða í kjölfar inngöngu Íslands í EFTA, því þá féllu tollar af innflutningi húsgagna niður. Heilaþvottur og hagræðingar Árið 1973 var hafist handa við byggingu núverandi húsnæðis AXIS við Smiðjuveg í Kópavogi. „Það var ekkert klóak komið í Kópavoginn þannig að fyrir slík erindi þurfti að fara hérna út í holtið á bakvið stein,“ segir Eyjólfur og hlær en bætir því við að mikil pressa var sett á bæjarstjórann að koma klóakmálunum í gagnið. „Hér handan við götuna voru svo rollur því þar höfðu tómstundabændurnir í Reykjavík aðstöðu fyrir kindur og búskap,“ segir Eyjólfur. En hvers vegna var flutt í Kópavoginn? „Að reisa þetta stóra hús var liður í að bregðast við inngöngu Íslands í EFTA árið 1970. Fram að þeim tíma voru 100% tollar á innflutningi húsgagna en tollarnir voru felldir niður með inngöngu í EFTA. Íslensk stjórnvöld stóðu fyrir styrkjum til að hjálpa innlendu framleiðslufyrirtækjunum. Styrkirnir fólust í því að ríkið tók þátt í kostnaði við hagræðingaraðgerðir og ég man eftir vikulegum fundum með sérstökum hagræðingarsérfræðingum. Þetta var hálfgerður heilaþvottur þar sem lykilorðin voru: Sérhæfing og sameining. Þeir sem ekki tókust á við þessar breytingar, fóru á hausinn. Áherslan var að stækka fyrirtækin og sérhæfa sem hjá okkur fólst í því að byggja 4300 fermetra hús til að framleiða sjálfir húsgögn,“ segir Eyjólfur. Þriðja kynslóðin: Í dag eru eigendur AXIS bræðurnir Gunnar og Eyjólfur en þeir keyptu fyrirtækið af föður sínum árið 2006. Vísir/Vilhelm Önnur kynslóðin: Sonurinn tekur við Eyjólfur var aðeins ungur strákur þegar hann byrjaði að smíða með föður sínum og segir það alltaf hafa legið fyrir að hann myndi á endanum taka við. Það var líka alltaf notað þegar að ég bað um launahækkun. Þá sagði pabbi að við værum að byggja upp fyrirtækið sem ég myndi taka við í framtíðinni. Þetta var sagt til að friða mann enda var maður alltaf á lágu kaupi,“ segir Eyjólfur og hlær. Systkinin voru fimm og tvö þeirra, Þórður og Sigríður, fóru til Danmerkur og lærðu innanhúsarkitekt. Sigríður býr þar enn. Eftir nokkurra ára búsetu í Danmörku og töluverðan tíma sem stjórnandi hjá Axis, rak Þórður, sem nú er látinn, þó annað fyrirtæki sem fjölskyldan keypti og var kallað SELKO. „Þar voru framleiddar innihurðar en þær voru seldar til fleiri sambærilegra framleiðslufyrirtækja og því átti það ekki við að hafa þá framleiðslu innanhús hjá okkur.“ Sveiflukennd hagstjórn versti óvinurinn Árið 1982 hóf AXIS útflutning á húsgögnum sem seld voru til að mynda til Belgíu, Hollands og Bandaríkjanna. Til að byrja með voru það barnahúsgögn sem Pétur B. Lútersson arkitekt og húsgagnahönnuður hannaði. Húsgagnalínan stækkaði þó og fljótlega bættust við hjónarúm, fataskápar og fleira. Um tíma nam útflutningurinn um 40% af framleiðslu AXIS. Útflutningum var hætt um 1990. Þá var mikið samdráttarskeið í Bandaríkjunum þar sem þúsundir húsgagnaverslana fóru á hausinn. Þetta þýddi að heilu gámarnir sem AXIS hafði sent út, fengust ekki greiddir og því var högguð mikið fyrir reksturinn. Þá höfðu laun á Íslandi hækkað mikið í kjölfar byggingar á Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Kringlunnar. Gengisbreytingar voru líka mjög miklar. Og ekki fannst Eyjólfi hagstjórnin gera gagn. „Krónan er versti óvinurinn og hagstjórn þessara ára var ekki góð. Stjórnvöld lofa alltaf betri efnahag en hafa enn ekkert lært,“ segir Eyjólfur. Sem dæmi nefnir Eyjólfur lánin sem mörg fyrirtæki sóttu í hjá Iðnþróunarsjóði sem þá var og hét. Sá sjóður var stofnaður af Norðurlöndunum, en lánin þaðan veitt í dollurum á mjög hagstæðum kjörum. „Þetta hljómaði mjög vel en ég man að ´77-´78 hækkaði dollarinn yfir 100%. Við greiddum lánin þó hraðar niður og hér var fagnað sérstaklega þegar að síðasta afborgunin var greidd um aldamótin en við það varð fyrirtækið skuldlaust,“ segir Eyjólfur og bætir við: Það var því auðvelt fyrir okkur að segja Nei við gylliboðum bankanna árin fyrir bankahrun um fjármögnun í erlendum gjaldmiðli. Við vorum búin að læra af reynslunni að verðtryggingin og erlend lántaka er stórhættuleg.“ Ekki nóg með að þrjár kynslóðir hafi starfað í AXIS því þar starfar einnig tengdasonur Eyjólfs Axelssonar og mágur bræðranna, Þorbjörn Snorrason sem einn af lykilmönnum í fyrirtækinu.Vísir/Vilhelm Þriðja kynslóðin: Synirnir taka við Eyjólfur er kvæntur Sólveigu Gunnarsdóttur en þau eiga fimm börn: Elísabetu, Gunnar, Axel, Eyjólf og Huldu Karen. Þá má nefna að fyrirtækið HEGAS var einnig stofnað af fjölskyldunni og er nafnið til komið af bókstöfum fjölskyldumeðlima: Hulda – Eyjólfur – Gunnar – Axel og Sólveig. HEGAS er í dag í 100% eigu Axels Eyjólfssonar. En þegar að Eyjólfur sjálfur vildi hætta, þreifaði hann fyrir sér með áhuga hjá börnunum til að taka við. Úr varð að Gunnar og Eyjólfur yngri keyptu fyrirtækið af föður sínum árið 2006. Gunnar starfaði þá þegar í fyrirtækinu og í raun höfðu systkinin öll gert það að í sumarstörfum samhliða skóla. Undantekningin á því er þó Hulda Karen sem er yngst systkinanna. „En maðurinn hennar, Þorbjörn Snorrason, starfar hér og er einn af lykilmönnum í fyrirtækisins,“ segir Eyjólfur. En hvers vegna að hætta að starfa sem lögfræðingur og kaupa AXIS? Í raun má umorða þessa spurningu því það var bara tilviljun að ég var lögfræðingur. Ég vissi ekkert hvað ég vildi gera og tók bara ákvörðun um lögfræðina þegar ég var a leiðinni í Háskólann. En það er ekkert sem segir að það hafi verið rétta hillan fyrir mig,“ segir Eyjólfur og bætir við: „Það er reyndar meira gefandi að sjá eitthvað af ævistarfinu lifa áfram. Það á ég auðvelt með í AXIS og nefni sem dæmi Hörpuna þar sem við unnum mörg stór verk. Að sjá eitthvað lifa áfram er erfiðara í lögfræðinni.“ Í dag starfa hátt í þrjátíu manns hjá AXIS og hér má sjá hluta starfshópsins. Einkennandi hefur verið alla tíð að í AXIS hafa margir starfað í áratugi og því er starfsmannavelta lítil.Vísir/Vilhelm Metnaður að vera framúrskarandi AXIS telst Framúrskarandi fyrirtæki samkvæmt mati Creditinfo og hefur verið það frá því að sú viðurkenning var fyrst veitt árið 2011. Að sögn Eyjólfs dróst salan saman um 63-64% í bankahruninu en sem nýir eigendur hafi þeir bræður búið vel að því þá að fyrirtækjamenningin hefur lengi verið sú að kaupa ekki tæki nema eiga fyrir þeim og greiða lán upp eins hratt og kostur er. Hann tekur undir með föður sínum um erfiða íslenska krónu og finnst hagstjórnin of oft ekki fylgja því sem þó er kennt í hagfræði 101: Að ríkið dragi saman í þenslu, en auki útgjöld í samdrætti. Þá viðurkennir hann að stundum hafi hann áhyggjur af því að styrkir og úrræði séu að ganga of langt hjá ríkinu í kjölfar COVID. „Alveg eins og var í bankahruninu. Manni finnst stundum eins og illa reknum fyrirtækjum sé bjargað á meðan þessi vel reknu koma sér sjálf í gegnum kreppur,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur segir fyrirtækið ekki hafa þurft að segja neinum upp í COVID, né nýta sér hlutabótaleiðina eða önnur úrræði stjórnvalda. „Þessi iðngrein er samt kostnaðarsöm. Hún kallar á dýrar vélar og mikið húsnæði og því þarf aðlögunarhæfnin að vera mjög mikil. En það sem hefur komið okkur til góða í COVID eru heimilin. Þau komu sterk inn í fyrra og eru gott dæmi um þá kosti sem felast í því að vera í mörgu,“ segir Eyjólfur og bætir við: „Í svona óvissu eins og í COVID felst mikil ábyrgð enda starfa hér nálægt þrjátíu starfsmenn. Í raun má því segja að maður sé þá í ábyrgð fyrir framfærslu þrjátíu fjölskyldna.“ Þá segir Eyjólfur fyrirtækið búa vel að mannauði og þekkingu því hjá AXIS hafa margir starfað í áratugi. En hvernig fannst þér að taka við rekstrinum af pabba þínum? „Satt best að segja var það auðveldara en ég átti von á. Pabbi var virkur hérna í um ár áður en hann hætti daglegum störfum,“ segir Eyjólfur og feðgarnir hlæja þegar sá eldri bætir við: Þið hafið haldið að ég yrði hérna endalaust að skipta mér af.“ Gamla myndin Axel Eyjólfsson stofnaði AXIS árið 1935, fyrst á Akranesi. Axel ólst upp á Kjalarnesi og missti föður sinn ungur að aldri. Átján ára gamall byggði hann upp Dalsmynni á Kjalarnesi en sveitabúskapur átti ekki við hann og fór svo að hann flutti á Akranes og lærði þar húsasmíði hjá frænda sínum. Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Afi var alltaf með Malt í gleri og Prince Póló á skrifstofunni“ „Mér fannst þetta alltaf spennandi og sem barni þótti manni líka svo merkilegt ef maður sá frægt fólk. Alþingismennirnir, Hemmi Gunn og forsetinn voru meðal þeirra sem ég man eftir að hafa þótt merkilegt að sjá,“ segir Guðrún Erla Sigurðardóttir og skellihlær. „Já, þeir komu forsetarnir og bílstjórarnir þeirra, það er rétt,“ segir móðir hennar Ágústa Kristín Magnúsdóttir og bætir við: „Ég man til dæmis að Ásgeir Ásgeirsson forseti verslaði við pabba þegar Efnalaugin Björg var á Sólvallagötunni.“ 7. mars 2021 08:01 „Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana“ „Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana,“ segir Ragnar Matthíasson framkvæmdastjóri Poulsen og hlær. „Maður hefði alla vega nóg annað að gera ef maður myndi hætta að vinna. Ég er í hestunum, með sumarbústað og síðan erum við með fjölskylduhús á Spáni og því alveg hægt að segja í gríni að vinnan sé að trufla áhugamálin!“ segir Ragnar. 28. febrúar 2021 08:01 „Í Covid eru margir að láta gamla drauma rætast“ „Það vilja allir spila á hljóðfæri því músík gefur svo mikið,“ segir Arnar Þór Gíslason framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins í Reykjavík og Tónabúðarinnar á Akureyri. 21. febrúar 2021 08:01 „Ég leiðrétti hana og benti á að ég er ekki mamma mín“ „Ég myndi segja að kvenleggurinn í fjölskyldunni samanstandi af miklum fagurkerum. Við viljum allar hafa fínt í kringum okkur. Meira að segja amma er enn að, nú 92 ára og rétt nýbúin að láta mála hjá sér og skipta um gardínur,“ segir Hrund Kristjánsdóttir og hlær. Hrund rekur húsgagnaverslunina Línuna með eiginmanni sínum Ágústi Jenssyni húsasmíðameistara. Línan var stofnuð árið 1976 og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu. 14. febrúar 2021 08:00 Bankahrunið ekkert á við Covid „Asíubúarnir eru áberandi jákvætt og hresst fólk. Maður setur kannski fyrirvara á ökufærnina hjá þeim en þessi hópur fer hvorki hratt yfir eða langt upp á jökul. Það þýðir til dæmis ekkert að blanda Asíubúum saman við hóp af Norðmönnum því Norðmennirnir vilja fara hraðar og lengra,“ segir Haukur Herbertsson rekstrarstjóri fjölskyldufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. febrúar 2021 08:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið fjölskyldufyrirtækið AXIS. Frumkvöðlastarf 1935 Stofnandi AXIS, Axel Eyjólfsson, var alinn upp í Saurbæ á Kjalarnesi. Ungur fluttist Axel á Akranes, lærði húsasmíði og stofnaði síðan AXIS þar árið 1935. Tíðarandinn á Íslandi var þá að breytast, fjölskyldur voru að flytjast úr moldarkofum og nýtískulegri heimili að verða til. Pabbi var mikill hugvitsmaður í að hanna og þróa eitthvað nýtt. Hann smíðaði til dæmis mikið af tvíbreiðum dívönum, 120 sentímetra hjónarúm sem urðu mjög vinsæl. Hann smíðaði líka alls kyns sófasett, borðstofusett og stóla,“ segir Eyjólfur og bætir við: „Ég man sem dæmi eftir því þegar hann teiknaði í rykið á einum fræsaranum og sagði mér að smíða eftir þeirri teikningu. Það var þá nýr stóll sem hann hannaði.“ Axel fylgdist vel með tískustraumum þess tíma og sótti sér innblástur frá Norðurlöndunum, sérstaklega frá Danmörku. Eyjólfur byrjaði sem ungur drengur að vinna með föður sínum í AXIS og segir það alltaf hafa legið fyrir að hann myndi taka við rekstrinum. Enda voru samningar um launahækkanir erfiðir segir Eyjólfur og hlær þegar hann minnist gamalla tíma.Vísir/Vilhelm Árin eftir stríð Árið 1947 flutti Axel starfsemina á Selás. Tveimur árum síðar brann þar allt: Húsið, vélar og lager. „Pabbi fékk þá Sigfús í HEKLU til að hjálpa sér og fékk aðstöðu í fjósi sem Sigfús átti í Eskihlíðinni,“ segir Eyjólfur. Vísar hann þar til Sigfúsar B. Bjarnasonar sem var stofnandi HEKLU. Í fjósinu var Sigfús með trésmíðavélar sem voru sterkar og góðar frá Ameríku. Aðeins útvaldir fengu að flytja slíkar vélar inn og pabbi þótti of róttækur vinstrisinni til að fá að gera það ,“ segir Eyjólfur og hlær. Fljótlega hóf Axel að byggja sitt eigið húsnæði í Skipholti 7, en þar starfaði AXIS lengi á þremur hæðum. „Þar var alíslensk lyfta með tré-stýringum sem HÉÐINN smíðaði. Mótorinn var opinn og ég man að maður fiktaði bara í honum þegar lyftan bilaði og þá hrökk hún aftur í gang,“ segir Eyjólfur. Í Skipholtinu hóf Axel framleiðslu fataskápa en framleiðsla þeirra hefur verið kjölfesta starfseminnar allar götur síðan. „Pabbi var fyrstur til að hefja framleiðslu á stöðluðum fataskápum því fram að þeim tíma, höfðu þeir bara verið smíðaðir á staðnum, í heimahúsunum sjálfum,“ segir Eyjólfur. AXIS var eitt fyrst fyrirtækja til að byggja á Smiðjuvegi og í fyrstu var ekkert klóak þannig að fyrir slík erindi þurfti að hlaupa út í holtið og á bakvið stein. Að byggja 4.300 fermetra framleiðsluhúsnæði var liður í því að hagræða í kjölfar inngöngu Íslands í EFTA, því þá féllu tollar af innflutningi húsgagna niður. Heilaþvottur og hagræðingar Árið 1973 var hafist handa við byggingu núverandi húsnæðis AXIS við Smiðjuveg í Kópavogi. „Það var ekkert klóak komið í Kópavoginn þannig að fyrir slík erindi þurfti að fara hérna út í holtið á bakvið stein,“ segir Eyjólfur og hlær en bætir því við að mikil pressa var sett á bæjarstjórann að koma klóakmálunum í gagnið. „Hér handan við götuna voru svo rollur því þar höfðu tómstundabændurnir í Reykjavík aðstöðu fyrir kindur og búskap,“ segir Eyjólfur. En hvers vegna var flutt í Kópavoginn? „Að reisa þetta stóra hús var liður í að bregðast við inngöngu Íslands í EFTA árið 1970. Fram að þeim tíma voru 100% tollar á innflutningi húsgagna en tollarnir voru felldir niður með inngöngu í EFTA. Íslensk stjórnvöld stóðu fyrir styrkjum til að hjálpa innlendu framleiðslufyrirtækjunum. Styrkirnir fólust í því að ríkið tók þátt í kostnaði við hagræðingaraðgerðir og ég man eftir vikulegum fundum með sérstökum hagræðingarsérfræðingum. Þetta var hálfgerður heilaþvottur þar sem lykilorðin voru: Sérhæfing og sameining. Þeir sem ekki tókust á við þessar breytingar, fóru á hausinn. Áherslan var að stækka fyrirtækin og sérhæfa sem hjá okkur fólst í því að byggja 4300 fermetra hús til að framleiða sjálfir húsgögn,“ segir Eyjólfur. Þriðja kynslóðin: Í dag eru eigendur AXIS bræðurnir Gunnar og Eyjólfur en þeir keyptu fyrirtækið af föður sínum árið 2006. Vísir/Vilhelm Önnur kynslóðin: Sonurinn tekur við Eyjólfur var aðeins ungur strákur þegar hann byrjaði að smíða með föður sínum og segir það alltaf hafa legið fyrir að hann myndi á endanum taka við. Það var líka alltaf notað þegar að ég bað um launahækkun. Þá sagði pabbi að við værum að byggja upp fyrirtækið sem ég myndi taka við í framtíðinni. Þetta var sagt til að friða mann enda var maður alltaf á lágu kaupi,“ segir Eyjólfur og hlær. Systkinin voru fimm og tvö þeirra, Þórður og Sigríður, fóru til Danmerkur og lærðu innanhúsarkitekt. Sigríður býr þar enn. Eftir nokkurra ára búsetu í Danmörku og töluverðan tíma sem stjórnandi hjá Axis, rak Þórður, sem nú er látinn, þó annað fyrirtæki sem fjölskyldan keypti og var kallað SELKO. „Þar voru framleiddar innihurðar en þær voru seldar til fleiri sambærilegra framleiðslufyrirtækja og því átti það ekki við að hafa þá framleiðslu innanhús hjá okkur.“ Sveiflukennd hagstjórn versti óvinurinn Árið 1982 hóf AXIS útflutning á húsgögnum sem seld voru til að mynda til Belgíu, Hollands og Bandaríkjanna. Til að byrja með voru það barnahúsgögn sem Pétur B. Lútersson arkitekt og húsgagnahönnuður hannaði. Húsgagnalínan stækkaði þó og fljótlega bættust við hjónarúm, fataskápar og fleira. Um tíma nam útflutningurinn um 40% af framleiðslu AXIS. Útflutningum var hætt um 1990. Þá var mikið samdráttarskeið í Bandaríkjunum þar sem þúsundir húsgagnaverslana fóru á hausinn. Þetta þýddi að heilu gámarnir sem AXIS hafði sent út, fengust ekki greiddir og því var högguð mikið fyrir reksturinn. Þá höfðu laun á Íslandi hækkað mikið í kjölfar byggingar á Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Kringlunnar. Gengisbreytingar voru líka mjög miklar. Og ekki fannst Eyjólfi hagstjórnin gera gagn. „Krónan er versti óvinurinn og hagstjórn þessara ára var ekki góð. Stjórnvöld lofa alltaf betri efnahag en hafa enn ekkert lært,“ segir Eyjólfur. Sem dæmi nefnir Eyjólfur lánin sem mörg fyrirtæki sóttu í hjá Iðnþróunarsjóði sem þá var og hét. Sá sjóður var stofnaður af Norðurlöndunum, en lánin þaðan veitt í dollurum á mjög hagstæðum kjörum. „Þetta hljómaði mjög vel en ég man að ´77-´78 hækkaði dollarinn yfir 100%. Við greiddum lánin þó hraðar niður og hér var fagnað sérstaklega þegar að síðasta afborgunin var greidd um aldamótin en við það varð fyrirtækið skuldlaust,“ segir Eyjólfur og bætir við: Það var því auðvelt fyrir okkur að segja Nei við gylliboðum bankanna árin fyrir bankahrun um fjármögnun í erlendum gjaldmiðli. Við vorum búin að læra af reynslunni að verðtryggingin og erlend lántaka er stórhættuleg.“ Ekki nóg með að þrjár kynslóðir hafi starfað í AXIS því þar starfar einnig tengdasonur Eyjólfs Axelssonar og mágur bræðranna, Þorbjörn Snorrason sem einn af lykilmönnum í fyrirtækinu.Vísir/Vilhelm Þriðja kynslóðin: Synirnir taka við Eyjólfur er kvæntur Sólveigu Gunnarsdóttur en þau eiga fimm börn: Elísabetu, Gunnar, Axel, Eyjólf og Huldu Karen. Þá má nefna að fyrirtækið HEGAS var einnig stofnað af fjölskyldunni og er nafnið til komið af bókstöfum fjölskyldumeðlima: Hulda – Eyjólfur – Gunnar – Axel og Sólveig. HEGAS er í dag í 100% eigu Axels Eyjólfssonar. En þegar að Eyjólfur sjálfur vildi hætta, þreifaði hann fyrir sér með áhuga hjá börnunum til að taka við. Úr varð að Gunnar og Eyjólfur yngri keyptu fyrirtækið af föður sínum árið 2006. Gunnar starfaði þá þegar í fyrirtækinu og í raun höfðu systkinin öll gert það að í sumarstörfum samhliða skóla. Undantekningin á því er þó Hulda Karen sem er yngst systkinanna. „En maðurinn hennar, Þorbjörn Snorrason, starfar hér og er einn af lykilmönnum í fyrirtækisins,“ segir Eyjólfur. En hvers vegna að hætta að starfa sem lögfræðingur og kaupa AXIS? Í raun má umorða þessa spurningu því það var bara tilviljun að ég var lögfræðingur. Ég vissi ekkert hvað ég vildi gera og tók bara ákvörðun um lögfræðina þegar ég var a leiðinni í Háskólann. En það er ekkert sem segir að það hafi verið rétta hillan fyrir mig,“ segir Eyjólfur og bætir við: „Það er reyndar meira gefandi að sjá eitthvað af ævistarfinu lifa áfram. Það á ég auðvelt með í AXIS og nefni sem dæmi Hörpuna þar sem við unnum mörg stór verk. Að sjá eitthvað lifa áfram er erfiðara í lögfræðinni.“ Í dag starfa hátt í þrjátíu manns hjá AXIS og hér má sjá hluta starfshópsins. Einkennandi hefur verið alla tíð að í AXIS hafa margir starfað í áratugi og því er starfsmannavelta lítil.Vísir/Vilhelm Metnaður að vera framúrskarandi AXIS telst Framúrskarandi fyrirtæki samkvæmt mati Creditinfo og hefur verið það frá því að sú viðurkenning var fyrst veitt árið 2011. Að sögn Eyjólfs dróst salan saman um 63-64% í bankahruninu en sem nýir eigendur hafi þeir bræður búið vel að því þá að fyrirtækjamenningin hefur lengi verið sú að kaupa ekki tæki nema eiga fyrir þeim og greiða lán upp eins hratt og kostur er. Hann tekur undir með föður sínum um erfiða íslenska krónu og finnst hagstjórnin of oft ekki fylgja því sem þó er kennt í hagfræði 101: Að ríkið dragi saman í þenslu, en auki útgjöld í samdrætti. Þá viðurkennir hann að stundum hafi hann áhyggjur af því að styrkir og úrræði séu að ganga of langt hjá ríkinu í kjölfar COVID. „Alveg eins og var í bankahruninu. Manni finnst stundum eins og illa reknum fyrirtækjum sé bjargað á meðan þessi vel reknu koma sér sjálf í gegnum kreppur,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur segir fyrirtækið ekki hafa þurft að segja neinum upp í COVID, né nýta sér hlutabótaleiðina eða önnur úrræði stjórnvalda. „Þessi iðngrein er samt kostnaðarsöm. Hún kallar á dýrar vélar og mikið húsnæði og því þarf aðlögunarhæfnin að vera mjög mikil. En það sem hefur komið okkur til góða í COVID eru heimilin. Þau komu sterk inn í fyrra og eru gott dæmi um þá kosti sem felast í því að vera í mörgu,“ segir Eyjólfur og bætir við: „Í svona óvissu eins og í COVID felst mikil ábyrgð enda starfa hér nálægt þrjátíu starfsmenn. Í raun má því segja að maður sé þá í ábyrgð fyrir framfærslu þrjátíu fjölskyldna.“ Þá segir Eyjólfur fyrirtækið búa vel að mannauði og þekkingu því hjá AXIS hafa margir starfað í áratugi. En hvernig fannst þér að taka við rekstrinum af pabba þínum? „Satt best að segja var það auðveldara en ég átti von á. Pabbi var virkur hérna í um ár áður en hann hætti daglegum störfum,“ segir Eyjólfur og feðgarnir hlæja þegar sá eldri bætir við: Þið hafið haldið að ég yrði hérna endalaust að skipta mér af.“ Gamla myndin Axel Eyjólfsson stofnaði AXIS árið 1935, fyrst á Akranesi. Axel ólst upp á Kjalarnesi og missti föður sinn ungur að aldri. Átján ára gamall byggði hann upp Dalsmynni á Kjalarnesi en sveitabúskapur átti ekki við hann og fór svo að hann flutti á Akranes og lærði þar húsasmíði hjá frænda sínum.
Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Afi var alltaf með Malt í gleri og Prince Póló á skrifstofunni“ „Mér fannst þetta alltaf spennandi og sem barni þótti manni líka svo merkilegt ef maður sá frægt fólk. Alþingismennirnir, Hemmi Gunn og forsetinn voru meðal þeirra sem ég man eftir að hafa þótt merkilegt að sjá,“ segir Guðrún Erla Sigurðardóttir og skellihlær. „Já, þeir komu forsetarnir og bílstjórarnir þeirra, það er rétt,“ segir móðir hennar Ágústa Kristín Magnúsdóttir og bætir við: „Ég man til dæmis að Ásgeir Ásgeirsson forseti verslaði við pabba þegar Efnalaugin Björg var á Sólvallagötunni.“ 7. mars 2021 08:01 „Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana“ „Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana,“ segir Ragnar Matthíasson framkvæmdastjóri Poulsen og hlær. „Maður hefði alla vega nóg annað að gera ef maður myndi hætta að vinna. Ég er í hestunum, með sumarbústað og síðan erum við með fjölskylduhús á Spáni og því alveg hægt að segja í gríni að vinnan sé að trufla áhugamálin!“ segir Ragnar. 28. febrúar 2021 08:01 „Í Covid eru margir að láta gamla drauma rætast“ „Það vilja allir spila á hljóðfæri því músík gefur svo mikið,“ segir Arnar Þór Gíslason framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins í Reykjavík og Tónabúðarinnar á Akureyri. 21. febrúar 2021 08:01 „Ég leiðrétti hana og benti á að ég er ekki mamma mín“ „Ég myndi segja að kvenleggurinn í fjölskyldunni samanstandi af miklum fagurkerum. Við viljum allar hafa fínt í kringum okkur. Meira að segja amma er enn að, nú 92 ára og rétt nýbúin að láta mála hjá sér og skipta um gardínur,“ segir Hrund Kristjánsdóttir og hlær. Hrund rekur húsgagnaverslunina Línuna með eiginmanni sínum Ágústi Jenssyni húsasmíðameistara. Línan var stofnuð árið 1976 og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu. 14. febrúar 2021 08:00 Bankahrunið ekkert á við Covid „Asíubúarnir eru áberandi jákvætt og hresst fólk. Maður setur kannski fyrirvara á ökufærnina hjá þeim en þessi hópur fer hvorki hratt yfir eða langt upp á jökul. Það þýðir til dæmis ekkert að blanda Asíubúum saman við hóp af Norðmönnum því Norðmennirnir vilja fara hraðar og lengra,“ segir Haukur Herbertsson rekstrarstjóri fjölskyldufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. febrúar 2021 08:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Afi var alltaf með Malt í gleri og Prince Póló á skrifstofunni“ „Mér fannst þetta alltaf spennandi og sem barni þótti manni líka svo merkilegt ef maður sá frægt fólk. Alþingismennirnir, Hemmi Gunn og forsetinn voru meðal þeirra sem ég man eftir að hafa þótt merkilegt að sjá,“ segir Guðrún Erla Sigurðardóttir og skellihlær. „Já, þeir komu forsetarnir og bílstjórarnir þeirra, það er rétt,“ segir móðir hennar Ágústa Kristín Magnúsdóttir og bætir við: „Ég man til dæmis að Ásgeir Ásgeirsson forseti verslaði við pabba þegar Efnalaugin Björg var á Sólvallagötunni.“ 7. mars 2021 08:01
„Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana“ „Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana,“ segir Ragnar Matthíasson framkvæmdastjóri Poulsen og hlær. „Maður hefði alla vega nóg annað að gera ef maður myndi hætta að vinna. Ég er í hestunum, með sumarbústað og síðan erum við með fjölskylduhús á Spáni og því alveg hægt að segja í gríni að vinnan sé að trufla áhugamálin!“ segir Ragnar. 28. febrúar 2021 08:01
„Í Covid eru margir að láta gamla drauma rætast“ „Það vilja allir spila á hljóðfæri því músík gefur svo mikið,“ segir Arnar Þór Gíslason framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins í Reykjavík og Tónabúðarinnar á Akureyri. 21. febrúar 2021 08:01
„Ég leiðrétti hana og benti á að ég er ekki mamma mín“ „Ég myndi segja að kvenleggurinn í fjölskyldunni samanstandi af miklum fagurkerum. Við viljum allar hafa fínt í kringum okkur. Meira að segja amma er enn að, nú 92 ára og rétt nýbúin að láta mála hjá sér og skipta um gardínur,“ segir Hrund Kristjánsdóttir og hlær. Hrund rekur húsgagnaverslunina Línuna með eiginmanni sínum Ágústi Jenssyni húsasmíðameistara. Línan var stofnuð árið 1976 og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu. 14. febrúar 2021 08:00
Bankahrunið ekkert á við Covid „Asíubúarnir eru áberandi jákvætt og hresst fólk. Maður setur kannski fyrirvara á ökufærnina hjá þeim en þessi hópur fer hvorki hratt yfir eða langt upp á jökul. Það þýðir til dæmis ekkert að blanda Asíubúum saman við hóp af Norðmönnum því Norðmennirnir vilja fara hraðar og lengra,“ segir Haukur Herbertsson rekstrarstjóri fjölskyldufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. febrúar 2021 08:01