Nauðgunardómur mildaður um ár í Landsrétti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2021 18:21 Dómur yfir manninum var mildaður úr fjögurra og hálfs árs fangelsisvist niður í þriggja og hálfs árs fangelsi. Vísir/Vilhelm Dómur yfir manni, sem hafði samræði og önnur kynferðismök við fyrrverandi kærustu sína án hennar samþykkis, beitti hana ofbeldi og hótunum og svipti konuna frelsi, var í dag mildaður úr fjögurra og hálfs árs fangelsisvist í þriggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti. Maðurinn var áður dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur, en dómur hans um að maðurinn skyldi greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur stendur enn. Maðurinn og konan sem hann braut á höfðu átt í stuttu sambandi nokkrum mánuðum áður en atvikið átti sér stað. Á þessum tíma bjó maðurinn í Reykjavík en konan á Egilsstöðum, en samkvæmt dómi heimsótti maðurinn hana á Egilsstöðum nokkrum dögum fyrir atburðinn. Maðurinn lýsir því að þau hafi mælt sér mót og hann farið til Egilsstaða til þess að sækja konuna og fara með hana til Reykjavíkur. Hún hafi hins vegar ekki komist þar sem fyrrverandi eiginmaður hennar, sem hún bjó með, hafi ekki viljað annast börn þeirra á meðan hún færi til Reykjavíkur. Konan segir hins vegar fyrir dómi að hún hafi beðið manninn um að koma ekki til Egilsstaða. Þau hafi hins vegar farið saman í bílferð síðla kvölds á Egilsstöðum, en að á leiðinni til baka hafi kastast í kekki með þeim þar sem maðurinn hafi verið mjög ósáttur við framkomu fyrrverandi eiginmanns konunnar, sem hún þá bjó með. Maðurinn hafi þá ekið inn á malarplan fyrir utan Egilsstaði vegna þess að hann vildi ekki að hún færi aftur heim til barnanna og föður þeirra. Samkvæmt vitnisburði konunnar sló maðurinn hana í andlitið, tók um úlnliði hennar, kastaði henni í jörðina og setti hné í bringu hennar. Maðurinn hafi þá rifið í hár hennar og hótað henni og fyrrverandi eiginmanni hennar lífláti. „Þá lýsti hún því að ákærði hefði ítrekað tekið hana föstu kverkataki og haldið það fast að hún gat vart andað. Þá kvað hún ákærða hafa rifið hana úr buxunum, sett fingur í leggöng og haft við hana samfarir án samþykkis hennar,“ segir í dómnum. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Sjá meira
Maðurinn var áður dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur, en dómur hans um að maðurinn skyldi greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur stendur enn. Maðurinn og konan sem hann braut á höfðu átt í stuttu sambandi nokkrum mánuðum áður en atvikið átti sér stað. Á þessum tíma bjó maðurinn í Reykjavík en konan á Egilsstöðum, en samkvæmt dómi heimsótti maðurinn hana á Egilsstöðum nokkrum dögum fyrir atburðinn. Maðurinn lýsir því að þau hafi mælt sér mót og hann farið til Egilsstaða til þess að sækja konuna og fara með hana til Reykjavíkur. Hún hafi hins vegar ekki komist þar sem fyrrverandi eiginmaður hennar, sem hún bjó með, hafi ekki viljað annast börn þeirra á meðan hún færi til Reykjavíkur. Konan segir hins vegar fyrir dómi að hún hafi beðið manninn um að koma ekki til Egilsstaða. Þau hafi hins vegar farið saman í bílferð síðla kvölds á Egilsstöðum, en að á leiðinni til baka hafi kastast í kekki með þeim þar sem maðurinn hafi verið mjög ósáttur við framkomu fyrrverandi eiginmanns konunnar, sem hún þá bjó með. Maðurinn hafi þá ekið inn á malarplan fyrir utan Egilsstaði vegna þess að hann vildi ekki að hún færi aftur heim til barnanna og föður þeirra. Samkvæmt vitnisburði konunnar sló maðurinn hana í andlitið, tók um úlnliði hennar, kastaði henni í jörðina og setti hné í bringu hennar. Maðurinn hafi þá rifið í hár hennar og hótað henni og fyrrverandi eiginmanni hennar lífláti. „Þá lýsti hún því að ákærði hefði ítrekað tekið hana föstu kverkataki og haldið það fast að hún gat vart andað. Þá kvað hún ákærða hafa rifið hana úr buxunum, sett fingur í leggöng og haft við hana samfarir án samþykkis hennar,“ segir í dómnum.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Sjá meira