„Gaman að Ingvi skoraði 22 stig og þjálfarann sem vildi hann ekki var uppi í stúku“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2021 20:47 Þórsararnir hans Bjarka Ármanns Oddssonar unnu langþráðan útisigur í kvöld. vísir/vilhlem Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs, ljómaði eins og sól í heiði eftir sigur sinna manna á Stjörnunni í kvöld, 86-91. Þetta var fyrsti útisigur Þórsara á tímabilinu. Bjarki hrósaði sínum mönnum í hástert eftir leikinn, sérstaklega Ingva Þór Guðmundssyni sem kom óvænt til Þórs eftir að hafa verið látinn fara frá Haukum. Bjarki er ánægður með þá búbót og gat ekki stillt sig um að skjóta á þjálfara Hauka, Israel Martin. „Strákarnir stóðu sig frábærlega og þetta var algjör liðssigur. Það er gaman að Ingvi skori 22 stig og þjálfarann sem vildi hann ekki er uppi í stúku. Þetta sýnir hversu frábær leikmaður hann er og guðsgjöf fyrir Þór,“ sagði Bjarki við Vísi eftir leikinn. Þórsarar spiluðu heldur lina vörn í 1. leikhluta þar sem þeir fengu á sig 33 stig. „Við létum finna meira fyrir okkur. Við fengum ekki villu í 1. leikhluta og hugarfarið breyttist. Auðvitað kom Tommi [Þórður Hilmarsson] okkur svakalega á óvart með 22 stig. Hann var alveg stórkostlegur í fyrri hálfleik,“ sagði Bjarki. Eftir að Þór komst yfir var þjálfarinn sannfærður um að þeir myndu landa sigrinum. „Við vitum að Stjarnan rúllar mikið og getur misst taktinn. Ég sagði strákunum að halda einbeitingu, það skipti ekki máli þótt við værum að tapa með tíu stigum, við kæmum alltaf til baka. Um leið og við komumst yfir fundu strákarnir að þetta væri komið. Mér fannst við vera betra liðið í dag. Þeir söknuðu örugglega Alexanders Lindqvist sem er búinn að spila frábærlega fyrir þá,“ sagði Bjarki. Hann var virkilega sáttur með liðsheild Þórsara í kvöld og sagðir að allir sem komu við sögu í leiknum hafi lagt í púkkið. „Guy [Landry Edi] stóð sig frábærlega í því sem hann á að gera, Ivan [Aurrecoechea] auðvitað stórkostlegur eins og alltaf, Andrius [Globys] er límið í liðinu, Dedrick [Basile] sprengir upp varnirnar, Srdjan [Stojanovic] var stórkostlegur þótt hann hafi ekki hitt. Strákarnir sem komu af bekknum, Hlynur [Freyr Einarsson] og Raggi [Ágústsson] lögðu sitt af mörkum,“ sagði Bjarki hæstánægður að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Bjarki hrósaði sínum mönnum í hástert eftir leikinn, sérstaklega Ingva Þór Guðmundssyni sem kom óvænt til Þórs eftir að hafa verið látinn fara frá Haukum. Bjarki er ánægður með þá búbót og gat ekki stillt sig um að skjóta á þjálfara Hauka, Israel Martin. „Strákarnir stóðu sig frábærlega og þetta var algjör liðssigur. Það er gaman að Ingvi skori 22 stig og þjálfarann sem vildi hann ekki er uppi í stúku. Þetta sýnir hversu frábær leikmaður hann er og guðsgjöf fyrir Þór,“ sagði Bjarki við Vísi eftir leikinn. Þórsarar spiluðu heldur lina vörn í 1. leikhluta þar sem þeir fengu á sig 33 stig. „Við létum finna meira fyrir okkur. Við fengum ekki villu í 1. leikhluta og hugarfarið breyttist. Auðvitað kom Tommi [Þórður Hilmarsson] okkur svakalega á óvart með 22 stig. Hann var alveg stórkostlegur í fyrri hálfleik,“ sagði Bjarki. Eftir að Þór komst yfir var þjálfarinn sannfærður um að þeir myndu landa sigrinum. „Við vitum að Stjarnan rúllar mikið og getur misst taktinn. Ég sagði strákunum að halda einbeitingu, það skipti ekki máli þótt við værum að tapa með tíu stigum, við kæmum alltaf til baka. Um leið og við komumst yfir fundu strákarnir að þetta væri komið. Mér fannst við vera betra liðið í dag. Þeir söknuðu örugglega Alexanders Lindqvist sem er búinn að spila frábærlega fyrir þá,“ sagði Bjarki. Hann var virkilega sáttur með liðsheild Þórsara í kvöld og sagðir að allir sem komu við sögu í leiknum hafi lagt í púkkið. „Guy [Landry Edi] stóð sig frábærlega í því sem hann á að gera, Ivan [Aurrecoechea] auðvitað stórkostlegur eins og alltaf, Andrius [Globys] er límið í liðinu, Dedrick [Basile] sprengir upp varnirnar, Srdjan [Stojanovic] var stórkostlegur þótt hann hafi ekki hitt. Strákarnir sem komu af bekknum, Hlynur [Freyr Einarsson] og Raggi [Ágústsson] lögðu sitt af mörkum,“ sagði Bjarki hæstánægður að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum