Innlent

Enginn greindist í gær og á annað hundrað losna úr sótt­kví

Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Frá sýnatöku Heislugæslunnar.
Frá sýnatöku Heislugæslunnar. Vísir/Vilhelm

Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, að því er fram kemur í bráðabirgðatölum sem fréttastofa hefur fengið frá almannavörnum.

Enginn hefur greinst með veiruna hér á landi síðan 10. mars síðastliðinn og var viðkomandi í sóttkví. Tveimur dögum fyrr, þann 8. mars, greindust hins vegar tveir einstaklingar utan sóttkvíar.

Síðustu tvo daga hafa 120 af 170 manns lokið sóttkví. Nýgengi innanlandssmita, það er fjöldi smitaðra á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu undanfarnar tvær vikur, er nú 1,9. Það er sami fjöldi og í gær. Nýgengi landamærasmita er nú 4,1 en var 3,5 í gær.

Covid.is, upplýsingasíða almannavarna og landlæknis um framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi, er ekki uppfærð um helgar. Nánari upplýsingar um fjölda sýna, nýgengi og aðrar ítarlegar upplýsingar verða því aðgengilegar á vefnum klukkan ellefu á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×