Mál Þóru gegn Óperunni fær áfrýjunarleyfi hjá Landsrétti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. mars 2021 11:21 Þóra er ein þekktasta óperusöngkona þjóðarinnar. LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDS Landsréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni söngkonunnar Þóru Einarsdóttur í máli hennar á hendur Íslensku óperunni vegna meintra vangoldinna launa. Óperan var sýknuð í héraði en málið fær nú að fara fyrir Landsrétt. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Þóra sendi á fjölmiðla í dag. Þar kemur fram að krafa Þóru á hendur Óperunni hafi ekki náð lágmarksfjárhæð til áfrýjunar, og því hafi Landsréttur þurft að taka tillit til annarra skilyrða varðandi áfrýjunarleyfi. „Landsréttur getur veitt slíkt leyfi ef úrslit málsins hafa verulegt almennt gildi eða varða mikilvæga hagsmuni eða ef ekki er útilokað samkvæmt fyrirliggjandi gögnum að dómi kunni að verða breytt svo að einhverju nemi,“ segir í tilkynningunni. Deila um kjarasamning FÍH Mál Þóru á hendur Óperunni snýst um deilur sem risu milli óperustjóra Íslensku óperunnar og söngvara í sýningunni Brúðkaup Fígarós, sem sýnd var haustið 2019. Söngvarar töldu að kjarasamningur Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) við Óperuna gilti um ráðningu þeirra, en því var óperustjóri ósammála. Vísir fjallaði ítarlega um málið þegar dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar. „Ég fagna því að Landsréttur meti það svo að skilyrði séu fyrir veitingu áfrýjunarleyfis í því skyni að fá dóm héraðsdóms frá 8. janúar 2021 endurskoðaðan. Mikilvægir hagsmunir eru í húfi fyrir söngvara auk þess sem málið hefur fordæmisgildi fyrir aðra listamenn og íslenskan vinnumarkað í heild sinni,“ segir í tilkynningu frá Þóru. Lögmaður Þóru er Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og fer hann með málið fyrir hennar hönd. Félag íslenskra hljómlistarmanna, Bandalag íslenskra listamanna, Félag íslenskra leikara og Fagfélag klassískra söngvara studdu öll áfrýjunarbeiðnina, að því er fram kemur í tilkynningunni. „Það er grundvallarregla á Íslandi að kjarasamningar sem stéttarfélög hafa gert við stofnanir um lágmarkskjör séu virtir. Sú regla hefur verið óumdeild á íslenskum vinnumarkaði í tugi ára. Óhjákvæmilegt er að fá úr því skorið fyrir æðri dómstól hvort þessi réttur sé enn til staðar eða hvort hann hafi verið afnuminn.“ Menning Kjaramál Dómsmál Vinnumarkaður Íslenska óperan Tengdar fréttir Þóra áfrýjar málinu gegn Íslensku óperunni Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. janúar, þar sem Íslenska óperan var sýknuð af kröfu Þóru um vangoldin laun vegna þátttöku hennar í uppsetningu óperunnar á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. 22. janúar 2021 15:12 „Óperan er alvaldur hér,“ segir formaður FÍH „Það blasir við mér að dómurinn tekur þá afstöðu að þarna hafi verksali og verkkaupi gert með sér samning en við munum skoða það í framhaldinu hvort við áfrýjum þessu,“ segir Gunnar Hrafnsson, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, um nýfallinn dóm í máli söngkonunnar Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. 12. janúar 2021 21:22 Söngvarar lýsa yfir vantrausti og bera óperustjóra þungum sökum Félagsfundur Klassís, fagfélags klassískt menntaðra söngvara á Íslandi, hefur lýst yfir vantrausti á stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, „vegna stjórnunarhátta stofnunarinnar á undanförnum árum.“ 11. janúar 2021 09:19 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem Þóra sendi á fjölmiðla í dag. Þar kemur fram að krafa Þóru á hendur Óperunni hafi ekki náð lágmarksfjárhæð til áfrýjunar, og því hafi Landsréttur þurft að taka tillit til annarra skilyrða varðandi áfrýjunarleyfi. „Landsréttur getur veitt slíkt leyfi ef úrslit málsins hafa verulegt almennt gildi eða varða mikilvæga hagsmuni eða ef ekki er útilokað samkvæmt fyrirliggjandi gögnum að dómi kunni að verða breytt svo að einhverju nemi,“ segir í tilkynningunni. Deila um kjarasamning FÍH Mál Þóru á hendur Óperunni snýst um deilur sem risu milli óperustjóra Íslensku óperunnar og söngvara í sýningunni Brúðkaup Fígarós, sem sýnd var haustið 2019. Söngvarar töldu að kjarasamningur Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) við Óperuna gilti um ráðningu þeirra, en því var óperustjóri ósammála. Vísir fjallaði ítarlega um málið þegar dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar. „Ég fagna því að Landsréttur meti það svo að skilyrði séu fyrir veitingu áfrýjunarleyfis í því skyni að fá dóm héraðsdóms frá 8. janúar 2021 endurskoðaðan. Mikilvægir hagsmunir eru í húfi fyrir söngvara auk þess sem málið hefur fordæmisgildi fyrir aðra listamenn og íslenskan vinnumarkað í heild sinni,“ segir í tilkynningu frá Þóru. Lögmaður Þóru er Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og fer hann með málið fyrir hennar hönd. Félag íslenskra hljómlistarmanna, Bandalag íslenskra listamanna, Félag íslenskra leikara og Fagfélag klassískra söngvara studdu öll áfrýjunarbeiðnina, að því er fram kemur í tilkynningunni. „Það er grundvallarregla á Íslandi að kjarasamningar sem stéttarfélög hafa gert við stofnanir um lágmarkskjör séu virtir. Sú regla hefur verið óumdeild á íslenskum vinnumarkaði í tugi ára. Óhjákvæmilegt er að fá úr því skorið fyrir æðri dómstól hvort þessi réttur sé enn til staðar eða hvort hann hafi verið afnuminn.“
Menning Kjaramál Dómsmál Vinnumarkaður Íslenska óperan Tengdar fréttir Þóra áfrýjar málinu gegn Íslensku óperunni Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. janúar, þar sem Íslenska óperan var sýknuð af kröfu Þóru um vangoldin laun vegna þátttöku hennar í uppsetningu óperunnar á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. 22. janúar 2021 15:12 „Óperan er alvaldur hér,“ segir formaður FÍH „Það blasir við mér að dómurinn tekur þá afstöðu að þarna hafi verksali og verkkaupi gert með sér samning en við munum skoða það í framhaldinu hvort við áfrýjum þessu,“ segir Gunnar Hrafnsson, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, um nýfallinn dóm í máli söngkonunnar Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. 12. janúar 2021 21:22 Söngvarar lýsa yfir vantrausti og bera óperustjóra þungum sökum Félagsfundur Klassís, fagfélags klassískt menntaðra söngvara á Íslandi, hefur lýst yfir vantrausti á stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, „vegna stjórnunarhátta stofnunarinnar á undanförnum árum.“ 11. janúar 2021 09:19 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Þóra áfrýjar málinu gegn Íslensku óperunni Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. janúar, þar sem Íslenska óperan var sýknuð af kröfu Þóru um vangoldin laun vegna þátttöku hennar í uppsetningu óperunnar á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. 22. janúar 2021 15:12
„Óperan er alvaldur hér,“ segir formaður FÍH „Það blasir við mér að dómurinn tekur þá afstöðu að þarna hafi verksali og verkkaupi gert með sér samning en við munum skoða það í framhaldinu hvort við áfrýjum þessu,“ segir Gunnar Hrafnsson, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, um nýfallinn dóm í máli söngkonunnar Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. 12. janúar 2021 21:22
Söngvarar lýsa yfir vantrausti og bera óperustjóra þungum sökum Félagsfundur Klassís, fagfélags klassískt menntaðra söngvara á Íslandi, hefur lýst yfir vantrausti á stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, „vegna stjórnunarhátta stofnunarinnar á undanförnum árum.“ 11. janúar 2021 09:19