Mbl.is segir frá því að Björn Þorláksson hafi höfðað mál vegna uppsagnarinnar. Hann krefjist þess að fallið verði frá því að leggja niður starf upplýsingafulltrúa og að honum verði boðið starfið aftur. Annars krefjist hann bóta vegna tjóns sem hann hljóti af atvinnumissinum.
Björn var ráðinn upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar úr hópi áttatíu umsækjenda árið 2016. Hann var áður í framboði í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi og þar áður stýrði hann vef fjölmiðilsins Hringbrautar og staðarblaðinu Akureyri vikublaði.