Óvæntur markaskorari Víkings aðeins á skýrslu vegna mikilla forfalla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. mars 2021 08:01 Einar Guðnason [fyrir miðju] fagnar hér bikarmeistaratitli Víkings sumarið 2019. Með honum á myndinni eru Óttar Magnús Karlsson, leikmaður Venezia á Ítalíu í dag, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Pepsi Max-deildarliðs Víkings, var óvænt á skýrslu er liðið mætti Þór Akureyri í Lengjubikarnum í gærkvöld. Einar kom óvænt inn á undir lok leiks, gerði hann sér lítið fyrir og skoraði stórglæsilegt mark. Forfallnir knattspyrnuunnendur hér á landi vita mögulega af Einari Guðnasyni en fólki sem þekkir ef til vill ekki til hans er fyrirgefið enda hefur hann aðallega leikið með Berserkjum, venslaliði Víkings, á sínum ferli. Einar – sem er fæddur árið 1984 – lék síðast með Víkingum árið 2006 ef marka má vef KSÍ. Alls lék hann 13 leiki fyrir Víkinga á sínum tíma en aldrei þandi hann netmöskvana, það er að segja þangað til í gær. Einar kom inn af bekknum á 87. mínútu leiksins og skoraði fimmta mark Víkings þegar langt var komið inn í uppbótartíma. Ástæðan fyrir því að Einar var yfirhöfuð á varamannabekk liðsins er sú að mikið er um forföll í herbúðum Víkings þessa dagana. „Það eru mikil forföll hjá okkur. Nokkrir leikmenn eru meiddir, sumir eru mjög uppteknir í skólanum þannig ég var settur á skýrslu ef eitthvað kæmi upp á. Svo gerist það að Helgi Guðjónsson meiðist þegar það eru fimm mínútur eftir og ég var sá eini á bekknum sem Arnar [Gunnlaugsson, þjálfari liðsins] var tilbúinn að fórna í þetta,“ sagði Einar í stuttu spjalli við Vísi. Til að mynda var Sölvi Geir Ottesen ekki með Víkingum í gær og þá var Kári Árnason á skýrslu sem aðstoðarþjálfari liðsins. Leikurinn fór fram í Boganum á Akureyri og ákváðu Víkingarnir að nýta ferðina sem hálfgerða æfingaferð þar sem það er ljóst að lið hér á landi munu ekki fara út fyrir landsteinana í slíkar ferðir eins og hefur tíðkast í gegnum árin. „Við erum í æfingarferð á Akureyri. Fórum á fimmtudag og komum aftur heim á sunnudaginn. Þess vegna vorum við ekki að taka unga stráka úr 2. eða 3. flokki,“ sagði Einar að lokum. Mark Einars má finna í spilaranum hér að neðan en ÞórTV sýndi leikinn beint. Mark Einars má sjá á undir lok myndbandsins eða þegar 2:05:35 eru komnar á klukkuna. Víkingur mætir Keflavík í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins þann 19. mars. Stöð 2 Sport mun sýna beint frá úrslitakeppninni en enn er óvíst hvaða leikir verða sýndir í 8-liða úrslitum. Íslenski boltinn Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Forfallnir knattspyrnuunnendur hér á landi vita mögulega af Einari Guðnasyni en fólki sem þekkir ef til vill ekki til hans er fyrirgefið enda hefur hann aðallega leikið með Berserkjum, venslaliði Víkings, á sínum ferli. Einar – sem er fæddur árið 1984 – lék síðast með Víkingum árið 2006 ef marka má vef KSÍ. Alls lék hann 13 leiki fyrir Víkinga á sínum tíma en aldrei þandi hann netmöskvana, það er að segja þangað til í gær. Einar kom inn af bekknum á 87. mínútu leiksins og skoraði fimmta mark Víkings þegar langt var komið inn í uppbótartíma. Ástæðan fyrir því að Einar var yfirhöfuð á varamannabekk liðsins er sú að mikið er um forföll í herbúðum Víkings þessa dagana. „Það eru mikil forföll hjá okkur. Nokkrir leikmenn eru meiddir, sumir eru mjög uppteknir í skólanum þannig ég var settur á skýrslu ef eitthvað kæmi upp á. Svo gerist það að Helgi Guðjónsson meiðist þegar það eru fimm mínútur eftir og ég var sá eini á bekknum sem Arnar [Gunnlaugsson, þjálfari liðsins] var tilbúinn að fórna í þetta,“ sagði Einar í stuttu spjalli við Vísi. Til að mynda var Sölvi Geir Ottesen ekki með Víkingum í gær og þá var Kári Árnason á skýrslu sem aðstoðarþjálfari liðsins. Leikurinn fór fram í Boganum á Akureyri og ákváðu Víkingarnir að nýta ferðina sem hálfgerða æfingaferð þar sem það er ljóst að lið hér á landi munu ekki fara út fyrir landsteinana í slíkar ferðir eins og hefur tíðkast í gegnum árin. „Við erum í æfingarferð á Akureyri. Fórum á fimmtudag og komum aftur heim á sunnudaginn. Þess vegna vorum við ekki að taka unga stráka úr 2. eða 3. flokki,“ sagði Einar að lokum. Mark Einars má finna í spilaranum hér að neðan en ÞórTV sýndi leikinn beint. Mark Einars má sjá á undir lok myndbandsins eða þegar 2:05:35 eru komnar á klukkuna. Víkingur mætir Keflavík í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins þann 19. mars. Stöð 2 Sport mun sýna beint frá úrslitakeppninni en enn er óvíst hvaða leikir verða sýndir í 8-liða úrslitum.
Íslenski boltinn Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira