Hinn atvinnulausi Einstein eða hvað hefði gerst ef Einstein hefði fengið einhverfugreiningu sem barn? Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 14. mars 2021 09:37 Samkvæmt tölum frá National Autistic Society í Bretlandi eru um 700.000 með einhverfugreiningu á Bretlandseyjum. Einungis 16% fullorðinna á einhverfurófi eru hins vegar í fullu starfi. Meira en 77% þeirra sem voru einhverfir en án atvinnu sögðust helst vilja fá launaða vinnu. Ekkert bendir til þess að staða fullorðinna einhverfra sé nokkuð betri hér á Íslandi. Börn á einhverfurófi fá ýmsan stuðning en við 18 ára aldur fellur allur sá stuðningur burt. Það er engu líkara en að fullorðnir einhverfir eigi bara að gufa upp og helst hverfa – PÚFF – á 18 ára afmælinu. Svo einfalt er það hins vegar ekki. Nú er það svo að á undanförnum árum hefur fjöldi greininga barna með hin ýmsu heilkenni og raskanir aukist í hverjum árgangi. Um er að ræða greiningar á einhverfu, ADD/ADHD, lesblindu, einhverfu/ADHD samsetningu og fleiru. Upp eru að vaxa stórir árgangar barna sem eru mörg með greiningar og sem ætlast til þess að fá að taka þátt í samfélaginu í framtíðinni bæði í leik og starfi. Samfélagið er hins vegar ennþá gamaldags, vinnumarkaðurinn beinlínis hallærislegur og þjóðfélagið í heild algjörlega vanbúið og óundirbúið að taka við miklum fjölda einstaklinga sem eru með greiningar þegar þau komast á fullorðinsár. En samfélagið verður að taka miklum breytingum. Heilafjölbreytni og mismunandi tegundir heilaheilsu verða að fá fulla viðurkenningu á sama hátt og réttindi samkynhneigðra hafa fengið viðurkenningu og réttindi ýmissa annarra hópa fólks. Mannleg fjölbreytni í allri sinni dýrð verður að vera viðurkennd og samþykkt skilyrðislaust. Lausn samfélagsins í dag gagnvart einhverfum er að gera marga einhverfa að öryrkjum. En það er ljóst að í samfélagi framtíðarinnar verða svo margir einstaklingar með allskyns greiningar og frávik að það verður ekki hægt að setja allan þann hóp á örorkubætur. Það einfaldlega mun ekki verða til fjármagn til þess. Þessvegna verða að verða breytingar úti í atvinnulífinu. „Ég er algjörlega lost“ segir ung einhverf kona á 27. aldursári. Önnur einhverf kona upplifir það að vera rekin vegna „samstarfsörðugleika“. Enginn sálfræðingur er kallaður til. Ekkert tillit er tekið til þess að hún er einhverf. Henni er einfaldlega sagt upp. Þessi illa meðferð á einhverfum verður að hætta. Það á að skylda alla stóra vinnustaði að vera með starfandi sálfræðinga skv. lögum. Fyrsta skylda slíkra sálfræðinga á að vera að tryggja mannlega fjölbreytni á vinnustað. Allir eiga að geta fengið vinnu við sitt hæfi. Við verðum að fara að hefja greiningar upp til skýjanna. Við verðum að læra að meta fólk með greiningar í staðinn fyrir að leggja það í einelti og útiloka það. Það kaldhæðnislega í þessu öllu saman er að ef þú ert þroskaskertur einstaklingur er líklegra að þú fáir hjálp og að þér verði útveguð vinna á vernduðum vinnustað. En ef þú ert með ódæmigerða einhverfu án þroskaskerðingar, er nákvæmlega ekkert gert fyrir þig. Ég sem pára þessi orð er sjálf með ódæmigerða einhverfu/ADHD samsetningu og ég get einnig tjáð mig í rituðu og töluðu máli. Ég er með 4 háskólagráður en get hvergi fengið vinnu á vinnumarkaði. Ég hef fundið mér vettvang sem sjálfboðaliði og heimsóknarvinur í Rauða krossinum. Ég hef rofið félagslega einangrun eldri borgara og heimsótt fjölda fólks. Ég stunda einnig söngnám og reyni að vera sólarmeginn í lífinu almennt séð. Ég telst vera 75% öryrki. En ég er með almenna greindarvísitölu 146. Af því að ég er þetta greind fæ ég enga aðstoð, hvorki frá sveitarfélagi mínu né öðrum. Ég get því ekki annað en spurt spurningarinnar? Ef Albert Einstein hefði fengið einhverfugreiningu í leikskóla hefði hann komist inn í Tækniháskólann í Zürich og hefði afstæðiskenningin nokkurn tímann orðið til? Í íslensku samfélagi í dag væri Einstein atvinnulaus og á örorku. Enginn myndi taka hann alvarlega. Verðum við ekki að fara að gera róttækar samfélagsbreytingar og samþykkja mannlega fjölbreytni eins og hún er í öllu sínu dýrðlega veldi? Höfundur er með B.A. B.Sc. M.Sc. og M.A. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Félagsmál Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum frá National Autistic Society í Bretlandi eru um 700.000 með einhverfugreiningu á Bretlandseyjum. Einungis 16% fullorðinna á einhverfurófi eru hins vegar í fullu starfi. Meira en 77% þeirra sem voru einhverfir en án atvinnu sögðust helst vilja fá launaða vinnu. Ekkert bendir til þess að staða fullorðinna einhverfra sé nokkuð betri hér á Íslandi. Börn á einhverfurófi fá ýmsan stuðning en við 18 ára aldur fellur allur sá stuðningur burt. Það er engu líkara en að fullorðnir einhverfir eigi bara að gufa upp og helst hverfa – PÚFF – á 18 ára afmælinu. Svo einfalt er það hins vegar ekki. Nú er það svo að á undanförnum árum hefur fjöldi greininga barna með hin ýmsu heilkenni og raskanir aukist í hverjum árgangi. Um er að ræða greiningar á einhverfu, ADD/ADHD, lesblindu, einhverfu/ADHD samsetningu og fleiru. Upp eru að vaxa stórir árgangar barna sem eru mörg með greiningar og sem ætlast til þess að fá að taka þátt í samfélaginu í framtíðinni bæði í leik og starfi. Samfélagið er hins vegar ennþá gamaldags, vinnumarkaðurinn beinlínis hallærislegur og þjóðfélagið í heild algjörlega vanbúið og óundirbúið að taka við miklum fjölda einstaklinga sem eru með greiningar þegar þau komast á fullorðinsár. En samfélagið verður að taka miklum breytingum. Heilafjölbreytni og mismunandi tegundir heilaheilsu verða að fá fulla viðurkenningu á sama hátt og réttindi samkynhneigðra hafa fengið viðurkenningu og réttindi ýmissa annarra hópa fólks. Mannleg fjölbreytni í allri sinni dýrð verður að vera viðurkennd og samþykkt skilyrðislaust. Lausn samfélagsins í dag gagnvart einhverfum er að gera marga einhverfa að öryrkjum. En það er ljóst að í samfélagi framtíðarinnar verða svo margir einstaklingar með allskyns greiningar og frávik að það verður ekki hægt að setja allan þann hóp á örorkubætur. Það einfaldlega mun ekki verða til fjármagn til þess. Þessvegna verða að verða breytingar úti í atvinnulífinu. „Ég er algjörlega lost“ segir ung einhverf kona á 27. aldursári. Önnur einhverf kona upplifir það að vera rekin vegna „samstarfsörðugleika“. Enginn sálfræðingur er kallaður til. Ekkert tillit er tekið til þess að hún er einhverf. Henni er einfaldlega sagt upp. Þessi illa meðferð á einhverfum verður að hætta. Það á að skylda alla stóra vinnustaði að vera með starfandi sálfræðinga skv. lögum. Fyrsta skylda slíkra sálfræðinga á að vera að tryggja mannlega fjölbreytni á vinnustað. Allir eiga að geta fengið vinnu við sitt hæfi. Við verðum að fara að hefja greiningar upp til skýjanna. Við verðum að læra að meta fólk með greiningar í staðinn fyrir að leggja það í einelti og útiloka það. Það kaldhæðnislega í þessu öllu saman er að ef þú ert þroskaskertur einstaklingur er líklegra að þú fáir hjálp og að þér verði útveguð vinna á vernduðum vinnustað. En ef þú ert með ódæmigerða einhverfu án þroskaskerðingar, er nákvæmlega ekkert gert fyrir þig. Ég sem pára þessi orð er sjálf með ódæmigerða einhverfu/ADHD samsetningu og ég get einnig tjáð mig í rituðu og töluðu máli. Ég er með 4 háskólagráður en get hvergi fengið vinnu á vinnumarkaði. Ég hef fundið mér vettvang sem sjálfboðaliði og heimsóknarvinur í Rauða krossinum. Ég hef rofið félagslega einangrun eldri borgara og heimsótt fjölda fólks. Ég stunda einnig söngnám og reyni að vera sólarmeginn í lífinu almennt séð. Ég telst vera 75% öryrki. En ég er með almenna greindarvísitölu 146. Af því að ég er þetta greind fæ ég enga aðstoð, hvorki frá sveitarfélagi mínu né öðrum. Ég get því ekki annað en spurt spurningarinnar? Ef Albert Einstein hefði fengið einhverfugreiningu í leikskóla hefði hann komist inn í Tækniháskólann í Zürich og hefði afstæðiskenningin nokkurn tímann orðið til? Í íslensku samfélagi í dag væri Einstein atvinnulaus og á örorku. Enginn myndi taka hann alvarlega. Verðum við ekki að fara að gera róttækar samfélagsbreytingar og samþykkja mannlega fjölbreytni eins og hún er í öllu sínu dýrðlega veldi? Höfundur er með B.A. B.Sc. M.Sc. og M.A.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar