Justin Thomas bar sigur úr býtum á Players-meistaramótinu í golfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. mars 2021 23:01 Justin Thomas með bikarinn fræga. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Justin Thomas gerði sér lítið fyrir og landaði sigri á Players-meistaramótinu í golfi sem fram fór um helgina. Hann nýtti sér slæman lokahring Lee Westwood og stal sigrinum. Aðeins munaði einu höggi, Thomas á 14 undir pari en Westwood á 13 undir pari. Westwood var í forystu fyrir lokahring mótsins sem fram fór í dag. Hann hafði leikið einstaklega vel en fataðist flugið á síðasta hring. Westwood lék hring dagsins á pari sem gerði það að verkum að Thomas náði að tryggja sér sigurinn með því að spila á fjórum höggum undir pari í dag. Thomas landaði þar með ótrúlegum sigri en Westwood var með góða forystu fyrir lokahring mótsins. Westwood þurfti því að láta sér nægja annað sæti en í þriðja sæti voru þeir Brian Harman og Bryson DeChambeau á tólf höggum undir pari. What a weekend.What a Champion.pic.twitter.com/czVcy47XSj— THE PLAYERS (@THEPLAYERSChamp) March 14, 2021 Thomas var klökkur í viðtali að móti loknu en afi hans féll frá fyrir ekki svo löngu síðan. „Ég vildi óska þess að ég gæti talað við hann en ég veit að hann var að horfa,“ sagði Thomas með tárin í augunum í viðtali eftir að sigurinn var kominn í hús. Eins og áður sagði var sigur Thomas í dag ótrúlegur en aldrei hefur kylfingur unnið Players-mótið á jafn fáum höggum og Thomas gerði um helgina. Þá var hann að vinna sitt 14. mót á PGA-mótaröðinni. Thomas er fjórði kylfingurinn sem nær þeim áfanga fyrir 28 ára afmæli sitt. Hinir þrír eru Jack Nicklaus, Johnny Miler og Tiger Woods. Ekki amalegur félagsskapur það. Golf Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Westwood var í forystu fyrir lokahring mótsins sem fram fór í dag. Hann hafði leikið einstaklega vel en fataðist flugið á síðasta hring. Westwood lék hring dagsins á pari sem gerði það að verkum að Thomas náði að tryggja sér sigurinn með því að spila á fjórum höggum undir pari í dag. Thomas landaði þar með ótrúlegum sigri en Westwood var með góða forystu fyrir lokahring mótsins. Westwood þurfti því að láta sér nægja annað sæti en í þriðja sæti voru þeir Brian Harman og Bryson DeChambeau á tólf höggum undir pari. What a weekend.What a Champion.pic.twitter.com/czVcy47XSj— THE PLAYERS (@THEPLAYERSChamp) March 14, 2021 Thomas var klökkur í viðtali að móti loknu en afi hans féll frá fyrir ekki svo löngu síðan. „Ég vildi óska þess að ég gæti talað við hann en ég veit að hann var að horfa,“ sagði Thomas með tárin í augunum í viðtali eftir að sigurinn var kominn í hús. Eins og áður sagði var sigur Thomas í dag ótrúlegur en aldrei hefur kylfingur unnið Players-mótið á jafn fáum höggum og Thomas gerði um helgina. Þá var hann að vinna sitt 14. mót á PGA-mótaröðinni. Thomas er fjórði kylfingurinn sem nær þeim áfanga fyrir 28 ára afmæli sitt. Hinir þrír eru Jack Nicklaus, Johnny Miler og Tiger Woods. Ekki amalegur félagsskapur það.
Golf Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti