Beyoncé og Taylor Swift skráðu sig á spjöld Grammy-sögunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2021 07:16 Beyoncé á Grammy-verðlaunahátíðinni í gær. Getty/Kevin Winter Bandarísku tónlistarkonurnar Beyoncé og Taylor Swift rituðu nöfn sín á spjöld sögunnar á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í gær. Beyoncé vann sín 28. Grammy-verðlaun og hefur enginn í sögu verðlaunanna unnið fleiri. Beyoncé tók þannig fram úr bluegrass-söngkonunni Alison Krauss sem hefur unnið til 27 Grammy-verðlauna. Beyoncé vann til tveggja verðlauna í gær, annars vegar fyrir besta tónlistarmyndbandið við lagið Brown Skin Girl og hins vegar fyrir bestu frammistöðuna í R&B-tónlist fyrir lag sitt Black Parade. Taylor Swift var verðlaunuð fyrir plötu ársins, Folklore, og varð þar með fyrsti kvenkyns tónlistarmaðurinn til að vinna í þeim flokki þrisvar sinnum. Swift fékk sömu verðlaun 2010 fyrir plötu sína Fearless og svo aftur 2016 fyrir plötuna 1989. Aðeins þrír karlkyns tónlistarmenn höfðu áður náð þeim árangri að vinna þrisvar fyrir bestu plötuna, þeir Frank Sinatra, Paul Simon og Stevie Wonder. Billie Eilish vann síðan fyrir bestu smáskífuna annað árið í röð með lagi sínu Everything I Wanted. I Can‘t Breathe með H.E.R. var valið lag ársins og nýliði ársins var Megan Thee Stallion. watch on YouTube Þá vann Hildur Guðnadóttir, tónskáld, Grammy-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jókerinn eins og greint var frá hér á Vísi í gærkvöldi. Helstu sigurvegarar Grammy-verðlaunanna 2021: Smáskífa ársins: Billie Eilish – Everything I Wanted Plata ársins: Taylor Swift – Folklore Lag ársins: H.E.R. – I Can‘t Breathe Nýliði ársins: Megan Thee Stallion Besta poppplatan – sungin: Dua Lipa – Future Nostalgia Besti sóló-poppflytjandinn: Harry Styles – Watermelon Sugar Besta poppdúóið/poppsveitin: Lady Gaga og Ariana Grande – Rain on Me Besta poppplatan – hefðbundin: James Taylor – American Standard Besta raftónlistarplatan: Kaytranada - Bubba Besta rokkplatan: The Strokes – The New Abnormal Besta alternative-platan: Fiona Apple – Fetch the Bolt Cutters Besta R&B-platan: John Legend – Bigger Love Besta rappplatan: Nas – King‘s Disease Besta kántríplatan: Miranda Lambert – Wildcard Ítarlegri lista um sigurvegara á Grammy-verðlaununum 2021 má nálgast á vef Guardian. Hér fyrir neðan má sjá tónlistaratriðin sem flutt voru á verðlaunaathöfninni í gær. watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube Grammy Menning Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Beyoncé vann sín 28. Grammy-verðlaun og hefur enginn í sögu verðlaunanna unnið fleiri. Beyoncé tók þannig fram úr bluegrass-söngkonunni Alison Krauss sem hefur unnið til 27 Grammy-verðlauna. Beyoncé vann til tveggja verðlauna í gær, annars vegar fyrir besta tónlistarmyndbandið við lagið Brown Skin Girl og hins vegar fyrir bestu frammistöðuna í R&B-tónlist fyrir lag sitt Black Parade. Taylor Swift var verðlaunuð fyrir plötu ársins, Folklore, og varð þar með fyrsti kvenkyns tónlistarmaðurinn til að vinna í þeim flokki þrisvar sinnum. Swift fékk sömu verðlaun 2010 fyrir plötu sína Fearless og svo aftur 2016 fyrir plötuna 1989. Aðeins þrír karlkyns tónlistarmenn höfðu áður náð þeim árangri að vinna þrisvar fyrir bestu plötuna, þeir Frank Sinatra, Paul Simon og Stevie Wonder. Billie Eilish vann síðan fyrir bestu smáskífuna annað árið í röð með lagi sínu Everything I Wanted. I Can‘t Breathe með H.E.R. var valið lag ársins og nýliði ársins var Megan Thee Stallion. watch on YouTube Þá vann Hildur Guðnadóttir, tónskáld, Grammy-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jókerinn eins og greint var frá hér á Vísi í gærkvöldi. Helstu sigurvegarar Grammy-verðlaunanna 2021: Smáskífa ársins: Billie Eilish – Everything I Wanted Plata ársins: Taylor Swift – Folklore Lag ársins: H.E.R. – I Can‘t Breathe Nýliði ársins: Megan Thee Stallion Besta poppplatan – sungin: Dua Lipa – Future Nostalgia Besti sóló-poppflytjandinn: Harry Styles – Watermelon Sugar Besta poppdúóið/poppsveitin: Lady Gaga og Ariana Grande – Rain on Me Besta poppplatan – hefðbundin: James Taylor – American Standard Besta raftónlistarplatan: Kaytranada - Bubba Besta rokkplatan: The Strokes – The New Abnormal Besta alternative-platan: Fiona Apple – Fetch the Bolt Cutters Besta R&B-platan: John Legend – Bigger Love Besta rappplatan: Nas – King‘s Disease Besta kántríplatan: Miranda Lambert – Wildcard Ítarlegri lista um sigurvegara á Grammy-verðlaununum 2021 má nálgast á vef Guardian. Hér fyrir neðan má sjá tónlistaratriðin sem flutt voru á verðlaunaathöfninni í gær. watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube
Grammy Menning Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira