„Reiður og vonsvikinn“ Ronaldo svaraði gagnrýnisröddunum með fullkominni þrennu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. mars 2021 11:31 Cristiano Ronaldo skoraði sína 57. þrennu á ferlinum í gær. ap/Alessandro Tocco Eftir erfiða daga í kjölfar þess að Juventus féll úr leik í Meistaradeild Evrópu skoraði Cristiano Ronaldo þrennu þegar ítölsku meistararnir sigruðu Cagliari, 1-3, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Ronaldo fékk sinn skerf af gagnrýni eftir að Juventus komst ekki áfram í Meistaradeildinni í síðustu viku, þrátt fyrir 3-2 sigur á Porto. Ronaldo var sérstaklega gagnrýndur fyrir furðulega tilburði í varnarveggnum í öðru marki Porto. Giovanni Cobolli, fyrrverandi forseti Juventus, sagði meðal annars að það hefðu verið stór mistök hjá félaginu að kaupa Ronaldo fyrir þremur árum. Ronaldo sýndi hins vegar allar sínar bestu hliðar á Sardiníu í gær og skoraði fullkomna þrennu, eitt mark með hægri fæti, eitt með þeim vinstri og eitt með skalla, á aðeins 22 mínútum í fyrri hálfleik. Á 10. mínútu reis Ronaldo hæst í vítateig Cagliari og skallaði hornspyrnu Juans Cuadrado í netið. Á 25. mínútu skoraði Portúgalinn annað mark sitt úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Ronaldo skoraði svo þriðja markið með föstu vinstri fótar skoti á 32. mínútu. Í kjölfarið hljóp hann að myndavélunum og benti á eyrað á sér til að sýna að hann hefði hlustað á gagnrýnisraddirnar. Giovanni Simeone lagaði stöðuna fyrir Cagliari á 61. mínútu en sigur Juventus var aldrei í hættu. Juventus er í 3. sæti ítölsku deildarinnar með 55 stig, tíu stigum á eftir toppliði Inter. Klippa: Cagliari 1-3 Juventus Andrea Pirlo, knattspyrnustjóri Juventus, var að vonum ánægður með hvernig Ronaldo og félagar svöruðu vonbrigðunum gegn Porto. „Hann var reiður og vonsvikinn, ekki bara fyrir sína hönd heldur einnig hönd liðsins því hann er hluti af því og það var erfitt fyrir alla að kyngja því að detta út úr Meistaradeildinni,“ sagði Pirlo eftir leik. „Hann spilaði frábærlega og sýndi hversu ótrúlegur sigurvegari hann er, lét verkin tala inni á vellinum.“ Klippa: Viðtal við Andrea Pirlo Þrennan sem Ronaldo skoraði í gær var hans 57. á ferlinum. Hann hefur skorað þrjá þrennur fyrir Juventus, gerði eina fyrir Manchester United, 44 fyrir Real Madrid og níu með portúgalska landsliðinu. Ronaldo er markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur með 23 mörk. Romelu Lukaku, framherji Inter, er næstmarkahæstur með nítján mörk. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Pele óskaði Cristiano Ronaldo til hamingju Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele hefur sent Portúgalanum Cristiano Ronaldo hamingjuóskir nú þegar CR7 hefur „endanlega“ bætt markamet Pele. 15. mars 2021 09:01 Ronaldo sá um Cagliari Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í fyrri hálfleik í öruggum sigri Ítalíumeistara Juventus á Cagliari í dag. 14. mars 2021 18:55 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Ronaldo fékk sinn skerf af gagnrýni eftir að Juventus komst ekki áfram í Meistaradeildinni í síðustu viku, þrátt fyrir 3-2 sigur á Porto. Ronaldo var sérstaklega gagnrýndur fyrir furðulega tilburði í varnarveggnum í öðru marki Porto. Giovanni Cobolli, fyrrverandi forseti Juventus, sagði meðal annars að það hefðu verið stór mistök hjá félaginu að kaupa Ronaldo fyrir þremur árum. Ronaldo sýndi hins vegar allar sínar bestu hliðar á Sardiníu í gær og skoraði fullkomna þrennu, eitt mark með hægri fæti, eitt með þeim vinstri og eitt með skalla, á aðeins 22 mínútum í fyrri hálfleik. Á 10. mínútu reis Ronaldo hæst í vítateig Cagliari og skallaði hornspyrnu Juans Cuadrado í netið. Á 25. mínútu skoraði Portúgalinn annað mark sitt úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Ronaldo skoraði svo þriðja markið með föstu vinstri fótar skoti á 32. mínútu. Í kjölfarið hljóp hann að myndavélunum og benti á eyrað á sér til að sýna að hann hefði hlustað á gagnrýnisraddirnar. Giovanni Simeone lagaði stöðuna fyrir Cagliari á 61. mínútu en sigur Juventus var aldrei í hættu. Juventus er í 3. sæti ítölsku deildarinnar með 55 stig, tíu stigum á eftir toppliði Inter. Klippa: Cagliari 1-3 Juventus Andrea Pirlo, knattspyrnustjóri Juventus, var að vonum ánægður með hvernig Ronaldo og félagar svöruðu vonbrigðunum gegn Porto. „Hann var reiður og vonsvikinn, ekki bara fyrir sína hönd heldur einnig hönd liðsins því hann er hluti af því og það var erfitt fyrir alla að kyngja því að detta út úr Meistaradeildinni,“ sagði Pirlo eftir leik. „Hann spilaði frábærlega og sýndi hversu ótrúlegur sigurvegari hann er, lét verkin tala inni á vellinum.“ Klippa: Viðtal við Andrea Pirlo Þrennan sem Ronaldo skoraði í gær var hans 57. á ferlinum. Hann hefur skorað þrjá þrennur fyrir Juventus, gerði eina fyrir Manchester United, 44 fyrir Real Madrid og níu með portúgalska landsliðinu. Ronaldo er markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur með 23 mörk. Romelu Lukaku, framherji Inter, er næstmarkahæstur með nítján mörk. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Pele óskaði Cristiano Ronaldo til hamingju Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele hefur sent Portúgalanum Cristiano Ronaldo hamingjuóskir nú þegar CR7 hefur „endanlega“ bætt markamet Pele. 15. mars 2021 09:01 Ronaldo sá um Cagliari Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í fyrri hálfleik í öruggum sigri Ítalíumeistara Juventus á Cagliari í dag. 14. mars 2021 18:55 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Pele óskaði Cristiano Ronaldo til hamingju Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele hefur sent Portúgalanum Cristiano Ronaldo hamingjuóskir nú þegar CR7 hefur „endanlega“ bætt markamet Pele. 15. mars 2021 09:01
Ronaldo sá um Cagliari Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í fyrri hálfleik í öruggum sigri Ítalíumeistara Juventus á Cagliari í dag. 14. mars 2021 18:55