Bara Brady og Beckham að leika sér saman á ströndinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2021 13:30 David Beckham og Tom Brady eru heimsþekktir íþróttamenn. Það munar bara tveimur árum á þeim en Beckham er löngu hættur á meðan að Brady er enn að spila. Samsett/Getty Tom Brady og David Beckham eru tveir af þekktustu íþróttamönnum sögunnar. Þeir eiga það líka sameiginlegt að hafa nú aðsetur í blíðunni á Flórída og eru greinilega góðir vinir ef marka má nýtt myndband af þeim. Tom Brady er leikmaður NFL-meistara Tampa Bay Buccaneers og David Beckham er forstjóri og einn af eigendum knattspyrnufélagsins Inter Miami CF í Bandaríkjunum. Myndband með þeim félögum fór á flug í netheimum en þar má sjá þá Brady og Beckham að leika sér saman á ströndinni í Flórída. Tom Brady er bara tveimur árum yngri en David Beckham. Hann er samt enn að bæta við stórum titlum á ferli sínum. Beckham lagði hins vegar knattspyrnuskóna á hilluna fyrir átta árum síðan. .@TomBrady and David Beckham playing catch @brgridironJust vibes(via @DaveGrutman) pic.twitter.com/RZliVmQ0O1— Bleacher Report (@BleacherReport) March 13, 2021 David Beckham vann líka ófáa titla á knattspyrnuferli sínum og náði að verða meistari í fjórum löndum eða á Englandi, á Spáni, í Bandaríkjunum og í Frakklandi. Hann vann alls nítján stóra titla á ferlinum. Eftir að knattspyrnuferlinum lauk sýndi Beckham mikinn áhuga að því að eignast lið í bandarísku MLS-deildinni og hefur unnið markvisst af því frá árinu 2014. Beckham fann sér stað fyrir félagið í Miami borg og liðið hóf að spila í MLS-deildinni í fyrra. Tom Brady og David Beckham eru greinilega ágætir félagar ef marka má glensið og gamnið í umræddu myndbandi. Veitingamaður og fjárfestirinn David Grutman er sameiginlegur vinur þeirra og myndbandið er frá honum. Það má sjá það hér fyrir ofan. NFL Fótbolti Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Sjá meira
Tom Brady er leikmaður NFL-meistara Tampa Bay Buccaneers og David Beckham er forstjóri og einn af eigendum knattspyrnufélagsins Inter Miami CF í Bandaríkjunum. Myndband með þeim félögum fór á flug í netheimum en þar má sjá þá Brady og Beckham að leika sér saman á ströndinni í Flórída. Tom Brady er bara tveimur árum yngri en David Beckham. Hann er samt enn að bæta við stórum titlum á ferli sínum. Beckham lagði hins vegar knattspyrnuskóna á hilluna fyrir átta árum síðan. .@TomBrady and David Beckham playing catch @brgridironJust vibes(via @DaveGrutman) pic.twitter.com/RZliVmQ0O1— Bleacher Report (@BleacherReport) March 13, 2021 David Beckham vann líka ófáa titla á knattspyrnuferli sínum og náði að verða meistari í fjórum löndum eða á Englandi, á Spáni, í Bandaríkjunum og í Frakklandi. Hann vann alls nítján stóra titla á ferlinum. Eftir að knattspyrnuferlinum lauk sýndi Beckham mikinn áhuga að því að eignast lið í bandarísku MLS-deildinni og hefur unnið markvisst af því frá árinu 2014. Beckham fann sér stað fyrir félagið í Miami borg og liðið hóf að spila í MLS-deildinni í fyrra. Tom Brady og David Beckham eru greinilega ágætir félagar ef marka má glensið og gamnið í umræddu myndbandi. Veitingamaður og fjárfestirinn David Grutman er sameiginlegur vinur þeirra og myndbandið er frá honum. Það má sjá það hér fyrir ofan.
NFL Fótbolti Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Sjá meira