Tilslakanir ekki í kortunum: „Við njótum mjög mikils frjálsræðis núna” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. mars 2021 12:22 Þórólfur Guðnason hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði sínu með næstu sóttvarnaaðgerðum innanlands. Vísir/Vilhelm Tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum innanlands eru ekki í kortunum, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þórólfur hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum sínum um næstu aðgerðir en vill ekki gefa upp hvað nákvæmlega felst í þeim fyrir utan það að litlar breytingar verði innanlands. „Ég er ekki að leggja til miklar breytingar,” segir hann. Hann segir að í ljósi smits sem kom upp um þarsíðustu helgi, þegar einstaklingur smitaður af breska afbrigði kórónuveirunnar sótti tónleika í Hörpu, að áfram þurfi að fara mjög varlega. „Við njótum mjög mikils frjálsræðis núna myndi ég telja, miðað við marga aðra, og við eigum að nýta okkur það. En í tillögunum hef ég lagt til að skerpt verði á nokkrum atriðum innanlands og eina á landamærunum en það kemur bara í ljós,” segir hann. Líkt og greint hefur verið frá hefur Þórólfur lagt til að börn verði skimuð á landamærunum. „Þetta nýja afbrigði veirunnar virðist vera að valda meiri veikindum hjá til dæmis börnum og yngra fólki á Norðurlöndunum, eins og í Noregi, og ég held að við þurfum að tryggja það að börn fari ekki að bera inn veiruna á þessari stundu. Ég held að við getum gert það án þess að fara í einhverjar íþyngjandi aðgerðir.” Verða einhverjar tilslakanir? „Nei, það er ekkert að sjá í stórum dráttum.” Astra Zeneca enn til skoðunar Íslensk sóttvarnayfirvöld ákváðu á fimmtudaginn í síðustu viku að hætta tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vegna gruns um aukaverkanir á borð við blóðtappa. Enn er þó ekki búið að sýna fram á slíkt orsakasamhengi með óyggjandi hætti. „Við erum enn að skoða ýmsar tölur hver tíðnin á þessum blóðsegavanda er hér innanlands. Lyfjastofnun Evrópu er að skoða þessi mál og hefur sagt að hún muni gefa sér þessa viku til að gera það. Við erum að skoða þetta og viljum vera eins viss og við getum um að það sé ekki orsakasamhengi þarna á milli.” Bólusetningavottorð utan EES ekki tekin gild Í Morgunblaðinu í dag var greint frá því að farþegar utan Schengen-svæðisins, til dæmis Bandaríkjamenn, Bretar og Kínverjar, fái ekki að koma inn í landið án þess að fara í sóttkví – þrátt fyrir að vera með bólusetningavottorð. Þórólfur segist hafa lagt til einhverjar breytingar hvað það varðar. „Samkvæmt reglugerðinni þá er það þannig að bólusetningavottorð eru tekin gild innan EES-svæðisins og eins utan svæðisins ef fólk er með þetta svokallaða alþjóðlega bólusetningaskírteini. Þau eru líka tekin gild sama hvaðan þau eru. Það eru ekki tekin vottorð gild eins og staðan er núna utan EES-svæðisins um fyrri sýkingu. Þannig er staðan og ég hef komið með nokkrar tillögur þar að lútandi í þessu minnisblaði,” segir hann . Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
„Ég er ekki að leggja til miklar breytingar,” segir hann. Hann segir að í ljósi smits sem kom upp um þarsíðustu helgi, þegar einstaklingur smitaður af breska afbrigði kórónuveirunnar sótti tónleika í Hörpu, að áfram þurfi að fara mjög varlega. „Við njótum mjög mikils frjálsræðis núna myndi ég telja, miðað við marga aðra, og við eigum að nýta okkur það. En í tillögunum hef ég lagt til að skerpt verði á nokkrum atriðum innanlands og eina á landamærunum en það kemur bara í ljós,” segir hann. Líkt og greint hefur verið frá hefur Þórólfur lagt til að börn verði skimuð á landamærunum. „Þetta nýja afbrigði veirunnar virðist vera að valda meiri veikindum hjá til dæmis börnum og yngra fólki á Norðurlöndunum, eins og í Noregi, og ég held að við þurfum að tryggja það að börn fari ekki að bera inn veiruna á þessari stundu. Ég held að við getum gert það án þess að fara í einhverjar íþyngjandi aðgerðir.” Verða einhverjar tilslakanir? „Nei, það er ekkert að sjá í stórum dráttum.” Astra Zeneca enn til skoðunar Íslensk sóttvarnayfirvöld ákváðu á fimmtudaginn í síðustu viku að hætta tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vegna gruns um aukaverkanir á borð við blóðtappa. Enn er þó ekki búið að sýna fram á slíkt orsakasamhengi með óyggjandi hætti. „Við erum enn að skoða ýmsar tölur hver tíðnin á þessum blóðsegavanda er hér innanlands. Lyfjastofnun Evrópu er að skoða þessi mál og hefur sagt að hún muni gefa sér þessa viku til að gera það. Við erum að skoða þetta og viljum vera eins viss og við getum um að það sé ekki orsakasamhengi þarna á milli.” Bólusetningavottorð utan EES ekki tekin gild Í Morgunblaðinu í dag var greint frá því að farþegar utan Schengen-svæðisins, til dæmis Bandaríkjamenn, Bretar og Kínverjar, fái ekki að koma inn í landið án þess að fara í sóttkví – þrátt fyrir að vera með bólusetningavottorð. Þórólfur segist hafa lagt til einhverjar breytingar hvað það varðar. „Samkvæmt reglugerðinni þá er það þannig að bólusetningavottorð eru tekin gild innan EES-svæðisins og eins utan svæðisins ef fólk er með þetta svokallaða alþjóðlega bólusetningaskírteini. Þau eru líka tekin gild sama hvaðan þau eru. Það eru ekki tekin vottorð gild eins og staðan er núna utan EES-svæðisins um fyrri sýkingu. Þannig er staðan og ég hef komið með nokkrar tillögur þar að lútandi í þessu minnisblaði,” segir hann .
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira