Handtökur á mótmælum vegna lögregluaðgerða á minningarsamkomu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. mars 2021 20:48 Lögreglan í Bretlandi hefur verið harðlega gagnrýnd vegna lögregluaðgerða sem gripið var til við minningarsamkomu fyrir Everard á laugardaginn. EPA-EFE/ANDY RAIN Hundruð hafa safnast saman í miðborg Lundúna til þess að minnast Söruh Everard, sem var myrt af lögreglumanni í Kent 3. mars síðastliðinn, og til þess að mótmæla lögreglunni. Komið hefur til átaka milli lögreglu og mótmælenda og einhverjir hafa verið handteknir. Fólk safnaðist saman klukkan fimm síðdegis á þingtorginu í Lundúnum til þess að minnast Everard. Viðburðurinn var skipulagður sem minningarathöfn en fjöldi fólks bættist í hópinn til þess að mótmæla lögregluaðgerðum við minningarathöfn í Clapham Common almenningsgarðinum um helgina. Á laugardagskvöld fór fram minningarathöfn fyrir Everard í Clapham Common og var hún skipulögð af aðgerðarhópnum Reclaim These Streets (Endurheimtum þessi stræti). Aðgerðarhópurinn aflýsti minningarathöfninni vegna kórónuveirufaraldursins en hundruð söfnuðust saman þrátt fyrir það. Lögreglan var viðstödd athöfninni frá upphafi en eftir sólarlag fór að bera á aukinni hörku af hálfu lögreglu. Ræðumenn voru handteknir og færðir á lögreglustöð og lögregla reyndi að binda endi á athöfnina. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðirnar, enda var það lögreglumaður sem myrti Everard og meirihluti gesta konur. Aðgerðirnar við minningarathöfnina hafa verið settar í samhengi við viðveru lögreglu við það þegar fótboltabullur gengu um götur Lundúna í liðinni viku eftir að fótboltalið þeirra sigraði. Gekk lögregla þar samhliða fótboltaaðdáendunum og greip ekki til aðgerða gegn þeim, þrátt fyrir að þeir hafi brotið sóttvarnareglur, eins og fólkið við minningarathöfn Everard. Mótmælendur bættust í hóp þeirra sem minntust Everard síðdegis í dag.EPA-EFE/NEIL HALL Nú hafa mótmælendur fært sig frá Þingtorginu í gegn um Soho-hverfið, kyrja slagorð og halda uppi spjöldum þar sem lögregla er gagnrýnd. Fréttamaður fréttastofu Sky sem er á staðnum segir að mótmælendur hafi hvatt aðra til að „hlaupa“ og halda áfram, en lögreglumenn hafa nú skipt sér af mótmælendum og reynt að binda endi á gönguna. Þá hefur öll umferð í nágrenninu verið stöðvuð. Lögreglan hefur handtekið fjölda viðstaddra og hefur mótmælendum verið greint frá því að fari þeir ekki heim verði þeir handteknir vegna brota á sóttvarnareglum. Einn mótmælandi, sem er kona, sagði lögreglumönnum eftir að hún var handtekin að hún búi í nágrenninu og hafi verið að ganga heim þegar þeir handtóku hana. Annar mótmælandi var handtekinn og settur í járn og kölluðu aðrir mótmælendur „ekki krjúpa á hálsinn á honum“ og vísuðu þar í dauða George Floyds i Minneapolis í Bandaríkjunum. England Bretland Lögreglumál Morðið á Söruh Everard Tengdar fréttir Segja aðgerðir lögreglu á minningarsamkomu hafa verið nauðsynlegar Aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar í London segir að aðgerðir lögreglu gegn konum sem söfnuðust saman til að minnast ungrar konu sem var myrt í borginni hafi verið nauðsynlegar. Borgarstjóri London og innanríkisráðherra Bretlands eru á meðal þeirra sem hafa krafið lögregluna skýringa á framgöngu hennar gegn konunum. 14. mars 2021 08:40 Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13. mars 2021 22:38 Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Fólk safnaðist saman klukkan fimm síðdegis á þingtorginu í Lundúnum til þess að minnast Everard. Viðburðurinn var skipulagður sem minningarathöfn en fjöldi fólks bættist í hópinn til þess að mótmæla lögregluaðgerðum við minningarathöfn í Clapham Common almenningsgarðinum um helgina. Á laugardagskvöld fór fram minningarathöfn fyrir Everard í Clapham Common og var hún skipulögð af aðgerðarhópnum Reclaim These Streets (Endurheimtum þessi stræti). Aðgerðarhópurinn aflýsti minningarathöfninni vegna kórónuveirufaraldursins en hundruð söfnuðust saman þrátt fyrir það. Lögreglan var viðstödd athöfninni frá upphafi en eftir sólarlag fór að bera á aukinni hörku af hálfu lögreglu. Ræðumenn voru handteknir og færðir á lögreglustöð og lögregla reyndi að binda endi á athöfnina. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðirnar, enda var það lögreglumaður sem myrti Everard og meirihluti gesta konur. Aðgerðirnar við minningarathöfnina hafa verið settar í samhengi við viðveru lögreglu við það þegar fótboltabullur gengu um götur Lundúna í liðinni viku eftir að fótboltalið þeirra sigraði. Gekk lögregla þar samhliða fótboltaaðdáendunum og greip ekki til aðgerða gegn þeim, þrátt fyrir að þeir hafi brotið sóttvarnareglur, eins og fólkið við minningarathöfn Everard. Mótmælendur bættust í hóp þeirra sem minntust Everard síðdegis í dag.EPA-EFE/NEIL HALL Nú hafa mótmælendur fært sig frá Þingtorginu í gegn um Soho-hverfið, kyrja slagorð og halda uppi spjöldum þar sem lögregla er gagnrýnd. Fréttamaður fréttastofu Sky sem er á staðnum segir að mótmælendur hafi hvatt aðra til að „hlaupa“ og halda áfram, en lögreglumenn hafa nú skipt sér af mótmælendum og reynt að binda endi á gönguna. Þá hefur öll umferð í nágrenninu verið stöðvuð. Lögreglan hefur handtekið fjölda viðstaddra og hefur mótmælendum verið greint frá því að fari þeir ekki heim verði þeir handteknir vegna brota á sóttvarnareglum. Einn mótmælandi, sem er kona, sagði lögreglumönnum eftir að hún var handtekin að hún búi í nágrenninu og hafi verið að ganga heim þegar þeir handtóku hana. Annar mótmælandi var handtekinn og settur í járn og kölluðu aðrir mótmælendur „ekki krjúpa á hálsinn á honum“ og vísuðu þar í dauða George Floyds i Minneapolis í Bandaríkjunum.
England Bretland Lögreglumál Morðið á Söruh Everard Tengdar fréttir Segja aðgerðir lögreglu á minningarsamkomu hafa verið nauðsynlegar Aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar í London segir að aðgerðir lögreglu gegn konum sem söfnuðust saman til að minnast ungrar konu sem var myrt í borginni hafi verið nauðsynlegar. Borgarstjóri London og innanríkisráðherra Bretlands eru á meðal þeirra sem hafa krafið lögregluna skýringa á framgöngu hennar gegn konunum. 14. mars 2021 08:40 Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13. mars 2021 22:38 Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Segja aðgerðir lögreglu á minningarsamkomu hafa verið nauðsynlegar Aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar í London segir að aðgerðir lögreglu gegn konum sem söfnuðust saman til að minnast ungrar konu sem var myrt í borginni hafi verið nauðsynlegar. Borgarstjóri London og innanríkisráðherra Bretlands eru á meðal þeirra sem hafa krafið lögregluna skýringa á framgöngu hennar gegn konunum. 14. mars 2021 08:40
Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13. mars 2021 22:38
Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58