Handtökur á mótmælum vegna lögregluaðgerða á minningarsamkomu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. mars 2021 20:48 Lögreglan í Bretlandi hefur verið harðlega gagnrýnd vegna lögregluaðgerða sem gripið var til við minningarsamkomu fyrir Everard á laugardaginn. EPA-EFE/ANDY RAIN Hundruð hafa safnast saman í miðborg Lundúna til þess að minnast Söruh Everard, sem var myrt af lögreglumanni í Kent 3. mars síðastliðinn, og til þess að mótmæla lögreglunni. Komið hefur til átaka milli lögreglu og mótmælenda og einhverjir hafa verið handteknir. Fólk safnaðist saman klukkan fimm síðdegis á þingtorginu í Lundúnum til þess að minnast Everard. Viðburðurinn var skipulagður sem minningarathöfn en fjöldi fólks bættist í hópinn til þess að mótmæla lögregluaðgerðum við minningarathöfn í Clapham Common almenningsgarðinum um helgina. Á laugardagskvöld fór fram minningarathöfn fyrir Everard í Clapham Common og var hún skipulögð af aðgerðarhópnum Reclaim These Streets (Endurheimtum þessi stræti). Aðgerðarhópurinn aflýsti minningarathöfninni vegna kórónuveirufaraldursins en hundruð söfnuðust saman þrátt fyrir það. Lögreglan var viðstödd athöfninni frá upphafi en eftir sólarlag fór að bera á aukinni hörku af hálfu lögreglu. Ræðumenn voru handteknir og færðir á lögreglustöð og lögregla reyndi að binda endi á athöfnina. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðirnar, enda var það lögreglumaður sem myrti Everard og meirihluti gesta konur. Aðgerðirnar við minningarathöfnina hafa verið settar í samhengi við viðveru lögreglu við það þegar fótboltabullur gengu um götur Lundúna í liðinni viku eftir að fótboltalið þeirra sigraði. Gekk lögregla þar samhliða fótboltaaðdáendunum og greip ekki til aðgerða gegn þeim, þrátt fyrir að þeir hafi brotið sóttvarnareglur, eins og fólkið við minningarathöfn Everard. Mótmælendur bættust í hóp þeirra sem minntust Everard síðdegis í dag.EPA-EFE/NEIL HALL Nú hafa mótmælendur fært sig frá Þingtorginu í gegn um Soho-hverfið, kyrja slagorð og halda uppi spjöldum þar sem lögregla er gagnrýnd. Fréttamaður fréttastofu Sky sem er á staðnum segir að mótmælendur hafi hvatt aðra til að „hlaupa“ og halda áfram, en lögreglumenn hafa nú skipt sér af mótmælendum og reynt að binda endi á gönguna. Þá hefur öll umferð í nágrenninu verið stöðvuð. Lögreglan hefur handtekið fjölda viðstaddra og hefur mótmælendum verið greint frá því að fari þeir ekki heim verði þeir handteknir vegna brota á sóttvarnareglum. Einn mótmælandi, sem er kona, sagði lögreglumönnum eftir að hún var handtekin að hún búi í nágrenninu og hafi verið að ganga heim þegar þeir handtóku hana. Annar mótmælandi var handtekinn og settur í járn og kölluðu aðrir mótmælendur „ekki krjúpa á hálsinn á honum“ og vísuðu þar í dauða George Floyds i Minneapolis í Bandaríkjunum. England Bretland Lögreglumál Morðið á Söruh Everard Tengdar fréttir Segja aðgerðir lögreglu á minningarsamkomu hafa verið nauðsynlegar Aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar í London segir að aðgerðir lögreglu gegn konum sem söfnuðust saman til að minnast ungrar konu sem var myrt í borginni hafi verið nauðsynlegar. Borgarstjóri London og innanríkisráðherra Bretlands eru á meðal þeirra sem hafa krafið lögregluna skýringa á framgöngu hennar gegn konunum. 14. mars 2021 08:40 Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13. mars 2021 22:38 Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Fólk safnaðist saman klukkan fimm síðdegis á þingtorginu í Lundúnum til þess að minnast Everard. Viðburðurinn var skipulagður sem minningarathöfn en fjöldi fólks bættist í hópinn til þess að mótmæla lögregluaðgerðum við minningarathöfn í Clapham Common almenningsgarðinum um helgina. Á laugardagskvöld fór fram minningarathöfn fyrir Everard í Clapham Common og var hún skipulögð af aðgerðarhópnum Reclaim These Streets (Endurheimtum þessi stræti). Aðgerðarhópurinn aflýsti minningarathöfninni vegna kórónuveirufaraldursins en hundruð söfnuðust saman þrátt fyrir það. Lögreglan var viðstödd athöfninni frá upphafi en eftir sólarlag fór að bera á aukinni hörku af hálfu lögreglu. Ræðumenn voru handteknir og færðir á lögreglustöð og lögregla reyndi að binda endi á athöfnina. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðirnar, enda var það lögreglumaður sem myrti Everard og meirihluti gesta konur. Aðgerðirnar við minningarathöfnina hafa verið settar í samhengi við viðveru lögreglu við það þegar fótboltabullur gengu um götur Lundúna í liðinni viku eftir að fótboltalið þeirra sigraði. Gekk lögregla þar samhliða fótboltaaðdáendunum og greip ekki til aðgerða gegn þeim, þrátt fyrir að þeir hafi brotið sóttvarnareglur, eins og fólkið við minningarathöfn Everard. Mótmælendur bættust í hóp þeirra sem minntust Everard síðdegis í dag.EPA-EFE/NEIL HALL Nú hafa mótmælendur fært sig frá Þingtorginu í gegn um Soho-hverfið, kyrja slagorð og halda uppi spjöldum þar sem lögregla er gagnrýnd. Fréttamaður fréttastofu Sky sem er á staðnum segir að mótmælendur hafi hvatt aðra til að „hlaupa“ og halda áfram, en lögreglumenn hafa nú skipt sér af mótmælendum og reynt að binda endi á gönguna. Þá hefur öll umferð í nágrenninu verið stöðvuð. Lögreglan hefur handtekið fjölda viðstaddra og hefur mótmælendum verið greint frá því að fari þeir ekki heim verði þeir handteknir vegna brota á sóttvarnareglum. Einn mótmælandi, sem er kona, sagði lögreglumönnum eftir að hún var handtekin að hún búi í nágrenninu og hafi verið að ganga heim þegar þeir handtóku hana. Annar mótmælandi var handtekinn og settur í járn og kölluðu aðrir mótmælendur „ekki krjúpa á hálsinn á honum“ og vísuðu þar í dauða George Floyds i Minneapolis í Bandaríkjunum.
England Bretland Lögreglumál Morðið á Söruh Everard Tengdar fréttir Segja aðgerðir lögreglu á minningarsamkomu hafa verið nauðsynlegar Aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar í London segir að aðgerðir lögreglu gegn konum sem söfnuðust saman til að minnast ungrar konu sem var myrt í borginni hafi verið nauðsynlegar. Borgarstjóri London og innanríkisráðherra Bretlands eru á meðal þeirra sem hafa krafið lögregluna skýringa á framgöngu hennar gegn konunum. 14. mars 2021 08:40 Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13. mars 2021 22:38 Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Segja aðgerðir lögreglu á minningarsamkomu hafa verið nauðsynlegar Aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar í London segir að aðgerðir lögreglu gegn konum sem söfnuðust saman til að minnast ungrar konu sem var myrt í borginni hafi verið nauðsynlegar. Borgarstjóri London og innanríkisráðherra Bretlands eru á meðal þeirra sem hafa krafið lögregluna skýringa á framgöngu hennar gegn konunum. 14. mars 2021 08:40
Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13. mars 2021 22:38
Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58