Innlent

Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Alls hafa um 1800 skjálftar mælst á svæðinu við Fagradalsfjall í dag.
Alls hafa um 1800 skjálftar mælst á svæðinu við Fagradalsfjall í dag. Veðurstofa Ísland

Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa tilkynningar borist um að skjálftinn hafi fundist á Reykjanesskaga, höfuðborgarsvæðinu og upp í Borgarfjörð.

Í dag hafa alls 1800 skjálftar mælst á Reykjanesskaga, þar af voru sjö þeirra yfir þremur að stærð. Virknin í dag hefur að mestu verið bundin við Fagradalsfjall og í kvöld hafa flestir skjálftar verið staðsettir við norðaustanvert fjallið.


Tengdar fréttir

Húsbyggingar þola vel jarðskjálftaálagið undanfarið

Sérfræðingur  hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands segir hús hér á landi  þola vel langvarandi skjálftahrinu eins og staðið hefur undanfarið. Það sé ekki fyrr en skjálftar verð sex eða stærri að þeir geti haft áhrif á burðavirki húsa. Þó slíkur skjálfti yrði í tengslum við hrinuna á Reykjanesi þá yrði hann það fjarri byggð að hann myndi líklega ekki hafa áhrif á burðavirki húsa. Fimmtíu þúsund skjálftar hafa orðið frá því hrinan hófst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×