Staða kirkjunnar fest rækilega í sessi Jakob Bjarnar skrifar 16. mars 2021 11:11 Áslaug Arna virðist hafa tekið U-beygju í afstöðu sinni til aðskilnaðar ríkis og kirkju. Því ný heildarlög um hlutverk kirkjunnar sé ekki aðskilnaður samkvæmt neinni skilgreiningu, ef marka má Björn Leví. Björn Leví Gunnarsson segir ný heildarlög dómsmálaráðherra færa kirkjunni óheyrilegt fjármagn án nokkurra skuldbindinga. „Í staðinn fyrir að vinna að aðskilnaði, þá ný heildarlög um hlutverk kirkjunnar?! Það er ekki aðskilnaður samkvæmt neinni skilgreiningu,“ segir Björn Leví þingmaður Pírata um nýtt frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Stundin greindi í morgun frá efni og innihaldi frumvarpsins sem samið er af nefnd á vegum kirkjuþings í samvinnu við ráðuneytið. Áslaug Arna virðist hafa tekið U-beygju frá fyrirætlunum um að stefna beri að aðskilnaði ríkis og kirkju. Árlega fái kirkjan 2,7 milljarða króna gagngreiðslu til ársins 2034. Úr sér gengin lagaákvæði „Þetta er enginn aðskilnaður ríkis og kirkju - og rányrkja á mínu þingmáli,“ segir Björn Leví og bendir á frumvarp sem Píratar lögðu fram nýverið um brottfall og breytingu á ýmsum (fornfálegum) lögum og ákvæðum um presta og trúafélög. Meðal þess sem Píratar vildu fella brott í sínu frumvarpi, og Björn talar um sem rányrkju, eru ákvæði sem þingheimur hefur hingað til ekki viljað hrófla við og standa en fara nú, svo sem: „Forordning áhrærandi uppvaxandi ungdómsins confirmation og staðfesting í hans skírnarnáð, 13. janúar 1736“, „Konungsbréf (til biskupanna) um confirmation, 29. maí 1744“, „Tilskipun um húsvitjanir, 27. maí 1746“, „Tilskipun um fardaga presta á Íslandi og um réttindi þau, er prestur sá, sem frá brauði fer, eður erfingjar hans og einkum ekkjan eiga heimting á, 6. janúar 1847“. Og: „Bréf kansellíisins um tilhögun á kirkjuhurðum, 28. október 1828“. Verið að festa stöðu kirkjunnar rækilega í sessi Spurður hvað þetta segi um ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu Áslaugar Örnu, að hún sé nú að bakka með þá stefnu sína að stefna beri að aðskilnaði segir Björn Leví að frumvarpið uppfylli í engu orð um aðskilnað eins og sagt var að nýi samningurinn milli ríkis og kirkju ætti að gera, þvert á móti. „Hérna er verið að gera þetta mjög skýrt að tilgangur kirkjunnar er settur á þingi, með lögum og að því fylgi svo fullt af fjármagni; „auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar í málefnum sínum og fjármálum“. Þetta þýðir að kirkjan fær meiri yfirráð yfir skattfé. Ekkert um að því fé fylgi sömu skilyrði og á að fylgja opinberri fjármögnun. Sjálfstæði án ábyrgðar og samningur gerður lengur en lög leyfa.“ Björn Leví segir að með þessu sé verið að festa kirkjuna og stöðu hennar rækilega í sessi langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Uppfært 12:00 Í upprunalegri útgáfu segir að í nýjum lögum hafi láðst að uppfæra lög um: „Bréf kansellíisins um tilhögun á kirkjuhurðum, 28. október 1828“. Sú grein fellur úr gildi við gildistöku nýrra laga. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Fréttin hefur verið uppfærð að teknu tilliti til ábendingar þess efnis. Þjóðkirkjan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira
„Í staðinn fyrir að vinna að aðskilnaði, þá ný heildarlög um hlutverk kirkjunnar?! Það er ekki aðskilnaður samkvæmt neinni skilgreiningu,“ segir Björn Leví þingmaður Pírata um nýtt frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Stundin greindi í morgun frá efni og innihaldi frumvarpsins sem samið er af nefnd á vegum kirkjuþings í samvinnu við ráðuneytið. Áslaug Arna virðist hafa tekið U-beygju frá fyrirætlunum um að stefna beri að aðskilnaði ríkis og kirkju. Árlega fái kirkjan 2,7 milljarða króna gagngreiðslu til ársins 2034. Úr sér gengin lagaákvæði „Þetta er enginn aðskilnaður ríkis og kirkju - og rányrkja á mínu þingmáli,“ segir Björn Leví og bendir á frumvarp sem Píratar lögðu fram nýverið um brottfall og breytingu á ýmsum (fornfálegum) lögum og ákvæðum um presta og trúafélög. Meðal þess sem Píratar vildu fella brott í sínu frumvarpi, og Björn talar um sem rányrkju, eru ákvæði sem þingheimur hefur hingað til ekki viljað hrófla við og standa en fara nú, svo sem: „Forordning áhrærandi uppvaxandi ungdómsins confirmation og staðfesting í hans skírnarnáð, 13. janúar 1736“, „Konungsbréf (til biskupanna) um confirmation, 29. maí 1744“, „Tilskipun um húsvitjanir, 27. maí 1746“, „Tilskipun um fardaga presta á Íslandi og um réttindi þau, er prestur sá, sem frá brauði fer, eður erfingjar hans og einkum ekkjan eiga heimting á, 6. janúar 1847“. Og: „Bréf kansellíisins um tilhögun á kirkjuhurðum, 28. október 1828“. Verið að festa stöðu kirkjunnar rækilega í sessi Spurður hvað þetta segi um ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu Áslaugar Örnu, að hún sé nú að bakka með þá stefnu sína að stefna beri að aðskilnaði segir Björn Leví að frumvarpið uppfylli í engu orð um aðskilnað eins og sagt var að nýi samningurinn milli ríkis og kirkju ætti að gera, þvert á móti. „Hérna er verið að gera þetta mjög skýrt að tilgangur kirkjunnar er settur á þingi, með lögum og að því fylgi svo fullt af fjármagni; „auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar í málefnum sínum og fjármálum“. Þetta þýðir að kirkjan fær meiri yfirráð yfir skattfé. Ekkert um að því fé fylgi sömu skilyrði og á að fylgja opinberri fjármögnun. Sjálfstæði án ábyrgðar og samningur gerður lengur en lög leyfa.“ Björn Leví segir að með þessu sé verið að festa kirkjuna og stöðu hennar rækilega í sessi langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Uppfært 12:00 Í upprunalegri útgáfu segir að í nýjum lögum hafi láðst að uppfæra lög um: „Bréf kansellíisins um tilhögun á kirkjuhurðum, 28. október 1828“. Sú grein fellur úr gildi við gildistöku nýrra laga. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Fréttin hefur verið uppfærð að teknu tilliti til ábendingar þess efnis.
Þjóðkirkjan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira