Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Skýr merki um kvikuflæði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. mars 2021 14:17 Suðurlandsvegur við syðri enda Fagradalsfjalls við Borgarfjall í gær. Vísir/Jóhann K. Þrátt fyrir minni og færri jarðskjálfta á Reykjanesskaga frá miðnætti eru skýr merki um kvikuflæði við Fagradalsfjall. Þetta sýna nýjar gervihnattamyndir af svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir stund milli stríða í jarðskjálftahrinunni. Öllu rólegra var á óróasvæðinu á Reykjanesskaga síðastliðna nótt en undanfarna daga. Frá miðnætti til klukkan sex í morgun mældust um fimm hundruð jarðskjálftar og var engin þeirra yfir þrír að stærð. Virknin er áfram mest syðst við Fagradalsfjall og austan við Þorbjörn. Jarðskjálftavirkni hefur svo verið að aukast lítillega með morgninum og urðu fjórir stærri en þrír um klukkan níu. „Aftur á móti er einhver þróun í skjálftavirkninni. Hún er ekki alveg á sama stað og hún var. Hún er norðaustan og er svona á svipuðum stað og fyrri hluta síðustu viku,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, segir að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hafi nálgast yfirborð jarðar örlítið síðan á föstudag.Vísir/Stöð 2 Kvikugangurinn við Fagradalsfjall heldur áfram að stækka jafnt og þétt og samkvæmt nýjustu mælingum er kvikan á svipuðum stað og áður, á um kílómetra dýpi. „Við vorum að fá nýjar InSar myndir í morgun og fyrstu útreikningar benda til þess að hún sé á svipuðu dýpi. Svona efri hlutinn á þessu er í kringum einn kílómetri,“ segir Benedikt. Vísindamenn telja áfram líklegast að komi til eldgoss verði það við Nátthaga. Almannavarnir vinna því að undirbúningi viðbragðsáætlana komi til eldgoss. „Við sjáum alveg skýr merki um kvikuflæði enn þá. Ég held að þessa sé svona stund milli stríða frekar en að þetta sé að enda. Allavega lítur það þannig út núna,“ segir Benedikt. Vísindaráð almannavarna kemur til fundar eftir hádegi í dag þar sem rýnt verður í nýjustu gögn. „Við munum ræða þessa þróun í Vísindaráði og einmitt hvað þetta þýðir að við erum að sjá skjálftavirknina minnka og hreyfast til og einnig fara yfir GPS mælingar og InSar myndina saman ásamt þessari skjálftavirkni,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Enginn skjálfti yfir þremur í nótt Frá miðnætti hafa mælst rúmlega 600 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum en enginn þeirra hefur verið stærri en þrír. 16. mars 2021 06:23 Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð. 15. mars 2021 23:08 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Öllu rólegra var á óróasvæðinu á Reykjanesskaga síðastliðna nótt en undanfarna daga. Frá miðnætti til klukkan sex í morgun mældust um fimm hundruð jarðskjálftar og var engin þeirra yfir þrír að stærð. Virknin er áfram mest syðst við Fagradalsfjall og austan við Þorbjörn. Jarðskjálftavirkni hefur svo verið að aukast lítillega með morgninum og urðu fjórir stærri en þrír um klukkan níu. „Aftur á móti er einhver þróun í skjálftavirkninni. Hún er ekki alveg á sama stað og hún var. Hún er norðaustan og er svona á svipuðum stað og fyrri hluta síðustu viku,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, segir að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hafi nálgast yfirborð jarðar örlítið síðan á föstudag.Vísir/Stöð 2 Kvikugangurinn við Fagradalsfjall heldur áfram að stækka jafnt og þétt og samkvæmt nýjustu mælingum er kvikan á svipuðum stað og áður, á um kílómetra dýpi. „Við vorum að fá nýjar InSar myndir í morgun og fyrstu útreikningar benda til þess að hún sé á svipuðu dýpi. Svona efri hlutinn á þessu er í kringum einn kílómetri,“ segir Benedikt. Vísindamenn telja áfram líklegast að komi til eldgoss verði það við Nátthaga. Almannavarnir vinna því að undirbúningi viðbragðsáætlana komi til eldgoss. „Við sjáum alveg skýr merki um kvikuflæði enn þá. Ég held að þessa sé svona stund milli stríða frekar en að þetta sé að enda. Allavega lítur það þannig út núna,“ segir Benedikt. Vísindaráð almannavarna kemur til fundar eftir hádegi í dag þar sem rýnt verður í nýjustu gögn. „Við munum ræða þessa þróun í Vísindaráði og einmitt hvað þetta þýðir að við erum að sjá skjálftavirknina minnka og hreyfast til og einnig fara yfir GPS mælingar og InSar myndina saman ásamt þessari skjálftavirkni,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Enginn skjálfti yfir þremur í nótt Frá miðnætti hafa mælst rúmlega 600 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum en enginn þeirra hefur verið stærri en þrír. 16. mars 2021 06:23 Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð. 15. mars 2021 23:08 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Enginn skjálfti yfir þremur í nótt Frá miðnætti hafa mælst rúmlega 600 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum en enginn þeirra hefur verið stærri en þrír. 16. mars 2021 06:23
Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð. 15. mars 2021 23:08