Bætir stöðuna gagnvart mikilvægum mörkuðum í Bretlandi og Bandaríkjunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. mars 2021 14:46 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ferðamálaráðherra telur að nýjar reglur um bólusetningar- og mótefnavottorð utan Schengen-ríkja breyti stöðu ferðaþjónustunnar talsvert til hins betra. Þetta gefi greininni tækifæri til að markaðssetja sig fyrir ferðamenn frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Asíu. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningar- og mótefnavottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Vottorðin þurfa að uppfylla skilyrði sóttvarnalæknis eins og verið hefur hingað til. Þau sem framvísa slíkum vottorðum þurfa hvorki að fara í sýnatöku eða sóttkví né framvísa vottorði um neikvætt PCR-próf á landamærum. „Þetta breytir stöðunni mjög gagnvart löndum utan Schengen sem eru mikilvægir markaðir fyrir okkur. Dæmi eru Bretland, Bandaríkin og Asía líka. Þannig að þetta breytir stöðunni töluvert,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hún benti á að sístækkandi hópur væri nú bólusettur fyrir kórónuveirunni. „Þannig að það að við séum að gefa það út að við tökum það gilt þegar fólk er með gilt vottorð um að það sé ýmist komið með bóluefni eða er með mótefni, það eykur svigrúm og tækifæri ferðaþjónustufyrirtækja til að markaðssetja sig og markaðssetja Ísland sem áfangastað fyrir fólkið sem er þá öruggt. Þannig að þetta eru mjög góðar fréttir þannig að ég held að þetta breyti stöðunni töluvert fyrir atvinnugreinina.“ Áfram háð því sem gerist annars staðar Innt eftir því hvernig komist yrði hjá því að fólk komist inn í landið með fölsuð vottorð sagði Þórdís það í raun sjálfstætt verkefni. „Að tryggja að við erum að sjálfsögðu eingöngu að taka við vottorðum sem eru gild og sönn og erum þar í góðu sambandi við til að mynda Eistland.“ Aðeins verða tekin gild vottorð um bólusetningu með þeim bóluefnum sem fengið hafa markaðsleyfi í Evrópu, þ.e. Pfizer, Moderna og AstraZeneca. Ef önnur bóluefni fá markaðsleyfi verði þau einnig tekin gild, sagði Þórdís. Þá kvað hún það ekki liggja fyrir hversu margir ferðamenn gætu komið til landsins á næstu mánuðum og misserum. „Þetta er töluvert stór breyta í þeim efnum. Áfram erum við háð því sem gerist annars staðar. […] En það kann að vera að þetta breyti þessum sviðsmyndum og það þá með ívilnandi hætti. Þetta eru góðar fréttir og það er ákveðin bjartsýni sem fylgir þessu. Þetta eykur mjög tækifæri fólks til að sækja fram.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningar- og mótefnavottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Vottorðin þurfa að uppfylla skilyrði sóttvarnalæknis eins og verið hefur hingað til. Þau sem framvísa slíkum vottorðum þurfa hvorki að fara í sýnatöku eða sóttkví né framvísa vottorði um neikvætt PCR-próf á landamærum. „Þetta breytir stöðunni mjög gagnvart löndum utan Schengen sem eru mikilvægir markaðir fyrir okkur. Dæmi eru Bretland, Bandaríkin og Asía líka. Þannig að þetta breytir stöðunni töluvert,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hún benti á að sístækkandi hópur væri nú bólusettur fyrir kórónuveirunni. „Þannig að það að við séum að gefa það út að við tökum það gilt þegar fólk er með gilt vottorð um að það sé ýmist komið með bóluefni eða er með mótefni, það eykur svigrúm og tækifæri ferðaþjónustufyrirtækja til að markaðssetja sig og markaðssetja Ísland sem áfangastað fyrir fólkið sem er þá öruggt. Þannig að þetta eru mjög góðar fréttir þannig að ég held að þetta breyti stöðunni töluvert fyrir atvinnugreinina.“ Áfram háð því sem gerist annars staðar Innt eftir því hvernig komist yrði hjá því að fólk komist inn í landið með fölsuð vottorð sagði Þórdís það í raun sjálfstætt verkefni. „Að tryggja að við erum að sjálfsögðu eingöngu að taka við vottorðum sem eru gild og sönn og erum þar í góðu sambandi við til að mynda Eistland.“ Aðeins verða tekin gild vottorð um bólusetningu með þeim bóluefnum sem fengið hafa markaðsleyfi í Evrópu, þ.e. Pfizer, Moderna og AstraZeneca. Ef önnur bóluefni fá markaðsleyfi verði þau einnig tekin gild, sagði Þórdís. Þá kvað hún það ekki liggja fyrir hversu margir ferðamenn gætu komið til landsins á næstu mánuðum og misserum. „Þetta er töluvert stór breyta í þeim efnum. Áfram erum við háð því sem gerist annars staðar. […] En það kann að vera að þetta breyti þessum sviðsmyndum og það þá með ívilnandi hætti. Þetta eru góðar fréttir og það er ákveðin bjartsýni sem fylgir þessu. Þetta eykur mjög tækifæri fólks til að sækja fram.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira