Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. mars 2021 19:50 Bóluefni AstraZeneca geymist í um sex tíma eftir að það hefur verið blandað. Vísir/Vilhelm Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. Þetta staðfestir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, í samtali við Vísi. Hún segir lán í óláni að ekki hafi þurft að farga fleiri skömmtum en raunin varð. „Það var hafin bólusetning þarna um morguninn. Þá var búið að blanda skammta fyrir bólusetningartímabilið þann daginn,“ segir Anna Sigrún, en bóluefni AstraZeneca geymist í um sex klukkutíma eftir að það hefur verið blandað. „Við náðum ekki að nýta það, því það komu þessi leiðinlegu skilaboð um að við þyrftum að hætta. Það þurfti því að farga rúmlega hundrað skömmtum,“ segir Anna Sigrún. Sex tíma ending eftir blöndun Bólusetning var hafin á spítalanum þegar tilkynnt var um tímabundna stöðvun á notkun bóluefnis AstraZeneca. Ísland er eitt þeirra landa sem hefur gert tímabundið hlé á bólusetningu með efninu vegna tilkynninga um blóðtappa í kjölfar bólusetningar, en rannsóknir á mögulegum orsakatengslum standa nú yfir. Meðal annarra ríkja sem hafa gert hlé á bólusetningu eru Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Þýskaland. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði fyrir helgi að ekki væri ástæða til að hætta notkun bóluefnisins og Lyfjastofnun Evrópu gaf það út í dag að hún teldi ávinning af notkun þess vegi þyngra en hættan á mögulegum aukaverkunum. „Það var nánast fólk með nálina í öxlinni þegar tilkynningin kom. Við vorum byrjuð að bólusetja þennan dag. Við blöndum samdægurs, því þetta lifir í svo stuttan tíma. Það var sem betur fer ekki meira en þetta,“ segir Anna Sigrún. Hún segir þá heppilegt að bóluefni AstraZeneca hafi langan geymslutíma eftir að innsigli þess hefur verið rofið, lengri en til að mynda bóluefni Pfizer. „Ef þú ert byrjaður að blanda og átt skammtana klára, þá taparðu þeim innan sex tíma. Þess vegna höfum við og heilsugæslan verið þá reglu að ef eitthvað er að ganga af hjá okkur, eftir bólusetningar dagsins, þá erum við með lista af fólki sem við hringjum í sem getur komið og fengið bólusetningu.“ Þannig hefur fólk úr aldurshópum fyrir neðan þá sem skráðir voru í bólusetningu stundum verið kallað fyrr til, þegar allir sem vilja úr viðkomandi hópi hafa verið bólusettir þann daginn. Þannig sé hægt að tryggja að sem minnst af bóluefni fari til spillis. Bólusetning á spítalanum gengið vel Anna Sigrún segir starfsmenn hafa sýnt því skilning að gera hafi þurft hlé á bólusetningum, þó margir þeirra vilji vera bólusettir sem fyrst. Koma þurfi í ljós hvort stöðvunin á notkun efnisins verði til þess að starfsfólk veigri sér við að þiggja bólusetningu með efninu frá AstraZeneca. „Fólk fær boð og annað hvort þiggur það bólusetningu eða ekki. Það hefur hins vegar gengið mjög vel, fólk hefur verið að þiggja bólusetningar almennt.“ Afföll hafi verið eins og búist var við, einfaldlega vegna veikinda á bólusetningardegi og annarra tilfallandi forfalla. Þá hafi einhverjir ófrískir starfsmenn spítalans ákveðið að bíða með að þiggja bólusetningu. „Bólusetning hefur gengið vel fram að þessu og þetta var svakalega svekkjandi,“ segir Anna Sigrún að lokum um þá rúmlega hundrað bóluefnaskammta sem þurfti að farga. Bólusetningar Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43 Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. 16. mars 2021 12:09 Svíar stöðva einnig notkun á bóluefni AstraZeneca Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca þar til að Lyfjastofnun Evrópu hefur lokið rannsókn sinni á mögulegum aukaverkunum. Fjölmörg ríki Evrópu hafa nú þegar stöðvað notkunina, þar á meðal Ísland, eftir að fréttir bárust af því að að fólk hafi verið að fá blóðtappa í kjölfar sprautunnar. 16. mars 2021 08:23 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Þetta staðfestir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, í samtali við Vísi. Hún segir lán í óláni að ekki hafi þurft að farga fleiri skömmtum en raunin varð. „Það var hafin bólusetning þarna um morguninn. Þá var búið að blanda skammta fyrir bólusetningartímabilið þann daginn,“ segir Anna Sigrún, en bóluefni AstraZeneca geymist í um sex klukkutíma eftir að það hefur verið blandað. „Við náðum ekki að nýta það, því það komu þessi leiðinlegu skilaboð um að við þyrftum að hætta. Það þurfti því að farga rúmlega hundrað skömmtum,“ segir Anna Sigrún. Sex tíma ending eftir blöndun Bólusetning var hafin á spítalanum þegar tilkynnt var um tímabundna stöðvun á notkun bóluefnis AstraZeneca. Ísland er eitt þeirra landa sem hefur gert tímabundið hlé á bólusetningu með efninu vegna tilkynninga um blóðtappa í kjölfar bólusetningar, en rannsóknir á mögulegum orsakatengslum standa nú yfir. Meðal annarra ríkja sem hafa gert hlé á bólusetningu eru Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Þýskaland. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði fyrir helgi að ekki væri ástæða til að hætta notkun bóluefnisins og Lyfjastofnun Evrópu gaf það út í dag að hún teldi ávinning af notkun þess vegi þyngra en hættan á mögulegum aukaverkunum. „Það var nánast fólk með nálina í öxlinni þegar tilkynningin kom. Við vorum byrjuð að bólusetja þennan dag. Við blöndum samdægurs, því þetta lifir í svo stuttan tíma. Það var sem betur fer ekki meira en þetta,“ segir Anna Sigrún. Hún segir þá heppilegt að bóluefni AstraZeneca hafi langan geymslutíma eftir að innsigli þess hefur verið rofið, lengri en til að mynda bóluefni Pfizer. „Ef þú ert byrjaður að blanda og átt skammtana klára, þá taparðu þeim innan sex tíma. Þess vegna höfum við og heilsugæslan verið þá reglu að ef eitthvað er að ganga af hjá okkur, eftir bólusetningar dagsins, þá erum við með lista af fólki sem við hringjum í sem getur komið og fengið bólusetningu.“ Þannig hefur fólk úr aldurshópum fyrir neðan þá sem skráðir voru í bólusetningu stundum verið kallað fyrr til, þegar allir sem vilja úr viðkomandi hópi hafa verið bólusettir þann daginn. Þannig sé hægt að tryggja að sem minnst af bóluefni fari til spillis. Bólusetning á spítalanum gengið vel Anna Sigrún segir starfsmenn hafa sýnt því skilning að gera hafi þurft hlé á bólusetningum, þó margir þeirra vilji vera bólusettir sem fyrst. Koma þurfi í ljós hvort stöðvunin á notkun efnisins verði til þess að starfsfólk veigri sér við að þiggja bólusetningu með efninu frá AstraZeneca. „Fólk fær boð og annað hvort þiggur það bólusetningu eða ekki. Það hefur hins vegar gengið mjög vel, fólk hefur verið að þiggja bólusetningar almennt.“ Afföll hafi verið eins og búist var við, einfaldlega vegna veikinda á bólusetningardegi og annarra tilfallandi forfalla. Þá hafi einhverjir ófrískir starfsmenn spítalans ákveðið að bíða með að þiggja bólusetningu. „Bólusetning hefur gengið vel fram að þessu og þetta var svakalega svekkjandi,“ segir Anna Sigrún að lokum um þá rúmlega hundrað bóluefnaskammta sem þurfti að farga.
Bólusetningar Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43 Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. 16. mars 2021 12:09 Svíar stöðva einnig notkun á bóluefni AstraZeneca Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca þar til að Lyfjastofnun Evrópu hefur lokið rannsókn sinni á mögulegum aukaverkunum. Fjölmörg ríki Evrópu hafa nú þegar stöðvað notkunina, þar á meðal Ísland, eftir að fréttir bárust af því að að fólk hafi verið að fá blóðtappa í kjölfar sprautunnar. 16. mars 2021 08:23 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43
Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. 16. mars 2021 12:09
Svíar stöðva einnig notkun á bóluefni AstraZeneca Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca þar til að Lyfjastofnun Evrópu hefur lokið rannsókn sinni á mögulegum aukaverkunum. Fjölmörg ríki Evrópu hafa nú þegar stöðvað notkunina, þar á meðal Ísland, eftir að fréttir bárust af því að að fólk hafi verið að fá blóðtappa í kjölfar sprautunnar. 16. mars 2021 08:23