Reykjavík - fyrir okkur öll! Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 17. mars 2021 08:30 Undanfarna mánuði hefur farið fram víðtækt samráð um mótun velferðarstefnu Reykjavíkurborgar. Í ferlinu hefur markvisst verið kallað eftir og hlýtt á fjölbreyttar raddir borgarbúa, samstarfsaðila, hagsmunaaðila, starfsfólks og kjörinna fulltrúa. Markmið stefnunnar er að auka lífsgæði fólks og tryggja að Reykjavík sé fyrir okkur öll. Nú liggja drög að velferðarstefnunni fyrir. Hún er hugsuð sem vegvísir fyrir borgarbúa og er rammi utan um metnaðarfullt og mannvænt velferðarstarf sem hefur það að markmiði að auka lífsgæði og stuðla að því að allir Reykvíkingar eigi kost á að lifa með reisn. Áfram eru til stefnur í einstaka málaflokkum, s.s. í húsnæðismálum, málefnum aldraðra og málefnum fatlaðs fólks. Á velferðarsviði starfa yfir þrjú þúsund manns á rúmlega 100 starfsstöðum víðsvegar um borgina. Sviðið býður upp á margskonar einstaklingsbundna þjónustu, í heimahúsum, í skammtímadvölum, íbúðakjörnum, neyðarskýlum og félagsmiðstöðvum en einnig viðtöl og félagslega ráðgjöf. Kjarninn í velferðarstefnunni er að engin tveir einstaklingar eru eins en það á að vera grundvallarnálgun í velferðarþjónustu borgarinnar. Við viljum tryggja nálægð og aðgengileika, þjónustulipurð og skilvirkni, virðingu og umhyggju. Ennfremur er markmiðið að sýna frumkvæði og bregðast við fjölbreyttum þörfum einstaklinga og fjölskyldna fyrir velferðarþjónustu en það er mikilvæg nálgun í því fjölmenningarlega samfélagi sem Reykjavík er. Loks er mikilvægt að eiga reglubundið samtal og samráð við samfélagið, ekki síst fulltrúa notenda þjónustunnar. Auk greinarhöfundar sem er formaður velferðarráðs og stýrihóps um mótun stefnunnar áttu borgarfulltrúarnir Elín Oddný Sigurðardóttir Vinstri Græn og Egill Þór Jónsson Sjálfstæðisflokki sæti í hópnum, Ásta Þórdís Skjóldal Guðjónsdóttir frá Pepp, samtökum fólks í fátækt, Bergsteinn Þórðarson frá Öryrkjabandalaginu, Ingibjörg Sverrisdóttir frá félagi eldri borgara í Reykjavík, Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri og Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Verkefnisstjóri hópsins var Dís Sigurgeirsdóttir skrifstofustjóri. Um leið og ég færi þeim og þeim hundruðum borgarabúa, samstarfsaðila og starfsmanna sem hafa lagt hönd á plóg bestu þakkir fyrir samstarfið þá hvet ég borgarbúa til að kynna sér stefnudrögin og nota tækifærið til að gera athugasemdir við þau, koma með tillögur um hvernig borgin getur best sannarlega verið fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur farið fram víðtækt samráð um mótun velferðarstefnu Reykjavíkurborgar. Í ferlinu hefur markvisst verið kallað eftir og hlýtt á fjölbreyttar raddir borgarbúa, samstarfsaðila, hagsmunaaðila, starfsfólks og kjörinna fulltrúa. Markmið stefnunnar er að auka lífsgæði fólks og tryggja að Reykjavík sé fyrir okkur öll. Nú liggja drög að velferðarstefnunni fyrir. Hún er hugsuð sem vegvísir fyrir borgarbúa og er rammi utan um metnaðarfullt og mannvænt velferðarstarf sem hefur það að markmiði að auka lífsgæði og stuðla að því að allir Reykvíkingar eigi kost á að lifa með reisn. Áfram eru til stefnur í einstaka málaflokkum, s.s. í húsnæðismálum, málefnum aldraðra og málefnum fatlaðs fólks. Á velferðarsviði starfa yfir þrjú þúsund manns á rúmlega 100 starfsstöðum víðsvegar um borgina. Sviðið býður upp á margskonar einstaklingsbundna þjónustu, í heimahúsum, í skammtímadvölum, íbúðakjörnum, neyðarskýlum og félagsmiðstöðvum en einnig viðtöl og félagslega ráðgjöf. Kjarninn í velferðarstefnunni er að engin tveir einstaklingar eru eins en það á að vera grundvallarnálgun í velferðarþjónustu borgarinnar. Við viljum tryggja nálægð og aðgengileika, þjónustulipurð og skilvirkni, virðingu og umhyggju. Ennfremur er markmiðið að sýna frumkvæði og bregðast við fjölbreyttum þörfum einstaklinga og fjölskyldna fyrir velferðarþjónustu en það er mikilvæg nálgun í því fjölmenningarlega samfélagi sem Reykjavík er. Loks er mikilvægt að eiga reglubundið samtal og samráð við samfélagið, ekki síst fulltrúa notenda þjónustunnar. Auk greinarhöfundar sem er formaður velferðarráðs og stýrihóps um mótun stefnunnar áttu borgarfulltrúarnir Elín Oddný Sigurðardóttir Vinstri Græn og Egill Þór Jónsson Sjálfstæðisflokki sæti í hópnum, Ásta Þórdís Skjóldal Guðjónsdóttir frá Pepp, samtökum fólks í fátækt, Bergsteinn Þórðarson frá Öryrkjabandalaginu, Ingibjörg Sverrisdóttir frá félagi eldri borgara í Reykjavík, Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri og Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Verkefnisstjóri hópsins var Dís Sigurgeirsdóttir skrifstofustjóri. Um leið og ég færi þeim og þeim hundruðum borgarabúa, samstarfsaðila og starfsmanna sem hafa lagt hönd á plóg bestu þakkir fyrir samstarfið þá hvet ég borgarbúa til að kynna sér stefnudrögin og nota tækifærið til að gera athugasemdir við þau, koma með tillögur um hvernig borgin getur best sannarlega verið fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar