Kæra rekstur spilakassa til lögreglu verði starfseminni ekki hætt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. mars 2021 18:45 Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. vísir/sigurjón Happdrætti Háskóla Íslands hefur verið veittur nokkurra daga frestur til þess að hætta rekstri spilakassa, annars verði starfsemin kærð til lögreglu. Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að fólk sem hafi jafnvel misst aleiguna vegna meintrar ólöglegrar starfsemi muni jafnframt krefjast bóta. Í lögfræðiáliti sem Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa látið vinna segir að rekstur spilakassa sé kominn langt út fyrir heimildina sem Happdrætti Háskóla Íslands sé veitt í lögum. Þar segir að Happdrættið hafi ekki heimild til þess að láta annan aðila sjá um rekstrinn og að allur ágóði eigi að renna til skólans. Reyndin sé sú að félagið Háspenna ehf. reki spilavélarnar og hafi af því ríflegar tekjur, eða samanlagt 120 milljónir á árunum 2018 og 2019. „Þetta er eitthvað hlutafélag sem í rauninni fer ekki með leyfi til reksturs spilakassa. Og bréfið snýr að þessum þætti. Að hegningarlög eru brotin í fyrsta lagi með því að þau séu að hagnast og í öðru lagi að það sé verið að stunda fjárhættuspil í húsnæði þeirra,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Bréfið var sent 8. mars og þar er gerð krafa um að samstarfi Happdrættisins við Háspennu verði slitið innan tíu daga og að rekstur spilakassa verði lagður niður. Annars verði starfsemin kærð til lögreglu. Alma segir að það verði gert fyrir eða eftir helgi. Afrit af bréfinu var sent á dómsmálaráðuneytið sem gefur út heimild til reksturs spilakassa. Málefnið hefur verið til umræðu á Alþingi og komu þrír ráðherrar fyrir velferðarnefnd í síðustu viku. Í umræðum um störf þingisns í dag sagði Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, að þingheimur þurfi að grípa til aðgerða. „Það er ekki siðferðislega réttlætanlegt að stofnanir eins og Rauði krossin, Háskólinn og Landsbjörg skuli fjármagna sig á eymd annarra. Þessu verður að linna strax.“ Í bréfinu segir jafnframt að fjöldi einstaklinga áskilji sér rétt til þess að leita réttar síns gagnvart Happdrætti háskólans, Háspennu og íslenksa ríkinu. „Þessi starfsemi er búin að vera í 27 ár og það er gríðarlega stór hópur sem hefur annað hvort misst allt sitt eða misst það tímabundið. Og ef það reynist rétt að þetta sé ólöglegt eins og við höfum haldið fram hlýtur að skapast skaðabótaskylda,“ segir Alma. Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira
Í lögfræðiáliti sem Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa látið vinna segir að rekstur spilakassa sé kominn langt út fyrir heimildina sem Happdrætti Háskóla Íslands sé veitt í lögum. Þar segir að Happdrættið hafi ekki heimild til þess að láta annan aðila sjá um rekstrinn og að allur ágóði eigi að renna til skólans. Reyndin sé sú að félagið Háspenna ehf. reki spilavélarnar og hafi af því ríflegar tekjur, eða samanlagt 120 milljónir á árunum 2018 og 2019. „Þetta er eitthvað hlutafélag sem í rauninni fer ekki með leyfi til reksturs spilakassa. Og bréfið snýr að þessum þætti. Að hegningarlög eru brotin í fyrsta lagi með því að þau séu að hagnast og í öðru lagi að það sé verið að stunda fjárhættuspil í húsnæði þeirra,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Bréfið var sent 8. mars og þar er gerð krafa um að samstarfi Happdrættisins við Háspennu verði slitið innan tíu daga og að rekstur spilakassa verði lagður niður. Annars verði starfsemin kærð til lögreglu. Alma segir að það verði gert fyrir eða eftir helgi. Afrit af bréfinu var sent á dómsmálaráðuneytið sem gefur út heimild til reksturs spilakassa. Málefnið hefur verið til umræðu á Alþingi og komu þrír ráðherrar fyrir velferðarnefnd í síðustu viku. Í umræðum um störf þingisns í dag sagði Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, að þingheimur þurfi að grípa til aðgerða. „Það er ekki siðferðislega réttlætanlegt að stofnanir eins og Rauði krossin, Háskólinn og Landsbjörg skuli fjármagna sig á eymd annarra. Þessu verður að linna strax.“ Í bréfinu segir jafnframt að fjöldi einstaklinga áskilji sér rétt til þess að leita réttar síns gagnvart Happdrætti háskólans, Háspennu og íslenksa ríkinu. „Þessi starfsemi er búin að vera í 27 ár og það er gríðarlega stór hópur sem hefur annað hvort misst allt sitt eða misst það tímabundið. Og ef það reynist rétt að þetta sé ólöglegt eins og við höfum haldið fram hlýtur að skapast skaðabótaskylda,“ segir Alma.
Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira