Segir það betri fjárfestingu að setja pening í kvennadeildina en í karlana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2021 14:31 Alexis Ohanian sést hér með eignkonu sinni Serenu Williams og dóttur þeirra Alexis Olympiu. Getty/Hannah Peters Bandaríski fjárfestirinn Alexis Ohanian, sem er einn af stofnendum Reddit og eiginmaður tennisstjörnunnar Serena Williams, hefur ákveðnar skoðanir á kvennafótbolta í heimalandi sínu. Ohanian er einn af þeim sem standa að baki nýja bandaríska kvennafótboltaliðinu Angel City FC en þar hefur hann verið í fararbroddi. Angel City liðið er frá Los Angeles og mun væntanlega byrja að spila í NWSL-deildinni árið 2022 en margir heimsfrægir aðilar eru í eigandahópnum, þar á meðal eiginkonan og súperstjarnan Serena Williams. Angel City: Initializing a Women s Football Club in Los Angeles | by Alexis Ohanian | Initialized Capital | Jul, 2020 | Medium https://t.co/pUfFTxEifv— Kai Ryssdal (@kairyssdal) July 29, 2020 Ohanian segir að það sé að hans meti betri fjárfesting að setja pening í NWSL-deild stelpnanna en í MLS-deild strákanna. „Það er gríðarlega mikils virði að vera tengdur þessum konum. Heildarmarkaðsvirði af slíku er meira í dag en að tengja sig karlaboltanum. Þetta segi með ég með fullri virðningu fyrir körlunum því þeir eru að skila flottu starfi líka. Mér finnst bara fáránlegt hvað þessar konur eru vanmetnar,“ sagði Alexis Ohanian í samtali við ESPN. In an interview with ESPN colleague @fernandopalomo, #WeAreAngelCity lead investor Alexis Ohanian says, "The value of being associated with these women, I think, is a greater brand value than being associated with their male counterparts." https://t.co/MQEAvVC7g5 #NWSL— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) March 17, 2021 „Bandarískir aðdáendur eru að átta sig á því að það eru frábærir íþróttamenn að spila þessa íþrótt út um allan heim og bestu knattspyrnukonur heims eru bandarískar. Það er ekki hægt að segja það um knattspyrnumenn þjóðarinnar,“ sagði Ohanian. Í eigandahóp Angel City eru auk hjónanna leikkonurnar Natalie Portman, Jennifer Garner og Eva Longoria og gömlu fótboltastjörnurnar Julie Foudy, Mia Hamm og Abby Wambach svo einhverjar séu nefndar. Liðið mun spila heimaleiki sína á Banc of California leikvanginum sem er suður af miðbæ Los Angeles en karllið LAFC úr MLS-deildinni spilar líka á vellinum. Fótbolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Sjá meira
Ohanian er einn af þeim sem standa að baki nýja bandaríska kvennafótboltaliðinu Angel City FC en þar hefur hann verið í fararbroddi. Angel City liðið er frá Los Angeles og mun væntanlega byrja að spila í NWSL-deildinni árið 2022 en margir heimsfrægir aðilar eru í eigandahópnum, þar á meðal eiginkonan og súperstjarnan Serena Williams. Angel City: Initializing a Women s Football Club in Los Angeles | by Alexis Ohanian | Initialized Capital | Jul, 2020 | Medium https://t.co/pUfFTxEifv— Kai Ryssdal (@kairyssdal) July 29, 2020 Ohanian segir að það sé að hans meti betri fjárfesting að setja pening í NWSL-deild stelpnanna en í MLS-deild strákanna. „Það er gríðarlega mikils virði að vera tengdur þessum konum. Heildarmarkaðsvirði af slíku er meira í dag en að tengja sig karlaboltanum. Þetta segi með ég með fullri virðningu fyrir körlunum því þeir eru að skila flottu starfi líka. Mér finnst bara fáránlegt hvað þessar konur eru vanmetnar,“ sagði Alexis Ohanian í samtali við ESPN. In an interview with ESPN colleague @fernandopalomo, #WeAreAngelCity lead investor Alexis Ohanian says, "The value of being associated with these women, I think, is a greater brand value than being associated with their male counterparts." https://t.co/MQEAvVC7g5 #NWSL— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) March 17, 2021 „Bandarískir aðdáendur eru að átta sig á því að það eru frábærir íþróttamenn að spila þessa íþrótt út um allan heim og bestu knattspyrnukonur heims eru bandarískar. Það er ekki hægt að segja það um knattspyrnumenn þjóðarinnar,“ sagði Ohanian. Í eigandahóp Angel City eru auk hjónanna leikkonurnar Natalie Portman, Jennifer Garner og Eva Longoria og gömlu fótboltastjörnurnar Julie Foudy, Mia Hamm og Abby Wambach svo einhverjar séu nefndar. Liðið mun spila heimaleiki sína á Banc of California leikvanginum sem er suður af miðbæ Los Angeles en karllið LAFC úr MLS-deildinni spilar líka á vellinum.
Fótbolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Sjá meira