Það var dregið í bæði sextán liða og átta liða úrslit Coca Cola bikars karla og kvenna í handbolta í dag þar sem leikirnir í þessum tveimur umferðum fara fram á fjórum dögum í apríl.
Haukar og Selfoss eiga eftir að mætast í fyrstu umferð bikarsins en sigurvegarinn úr þeim leik mætir FH í sextán liða úrslitunum. Það er líka ljóst að þau lið sem klára þetta, Haukar, Selfoss eða FH, mæta sigurvegaranum úr leik Vals og Víkinga í átta liða úrslitunum.
Það eru fleiri Olís deildar leikir í sextán liða úrslitunum hjá körlunum því Grótta dróst á móti Stjörnunni og Afturelding fær ÍBV í heimsókn.
Hjá konum fær HK lið Vals í heimsókn en annars eru lið í Grill deildinni að mæta liðum ó Olís deildinni.
Það má sjá alla leikina hér fyrir neðan.
- Sextán liða úrslit Coca Cola bikars kvenna:
- ÍR - Haukar
- Selfoss - FH
- Grótta - ÍBV
- Fjölnir/Fylkir - KA/Þór
- HK - Valur
- Afturelding - Stjarnan
- Fram og Víkingur sitja hjá
- --
- Átta liða úrslit Coca Cola bikars kvenna:
- Víkingur - Selfoss eða FH
- Afturelding eða Stjarnan - Fjölnir/Fylkir eða KA/Þór
- Grótta eða ÍBV - HK eða Valur
- ÍR eða Haukar - Fram
- --
- Sextán liða úrslit Coca Cola bikars karlaa:
- Vængir Júpiters - KA
- Grótta - Stjarnan
- FH - Haukar eða Selfoss
- Afturelding - ÍBV
- Kría - ÍR
- HK - Fram
- Víkingur - Valur
- Mílan - Fjölnir
- --
- Átta liða úrslit Coca Cola bikars karla:
- Kría eða ÍR - HK eða Fram
- Grótta eða Stjarnan - Vængir Júpiters eða KA
- Afturelding eða ÍBV - Mílan eða Fjölnir
- Víkingur eða Valur - FH eða Haukar eða Selfoss